Fréttir & fróðleikur

Allt, ekkert og ýmislegt

Hjól og lúxus – Kanarí 20 mars 2020

Við erum að bjóða þér með okkur í lúxus hjólaferð til Kanarí „Gran Canaria“ brottför 20 mars 2020 Gistum á alveg hreint geggjuðu hóteli, já það er svo einstakt og næs, þig langar til að eiga heima þar! Þetta verður næs, það verður sól, hlýtt, gott malbik, kaffibollar, ís, kaldur á kantinum, tásunudd, eðal félagsskapur…

Hlaðvarpsviðtal við Hafstein Ægi

Podcast stöðin – Spekingar spjalla fengu Hafstein Ægi til sín í viðtal í Janúar 2019 og fóru yfir ferilinn í siglingum, Ólympíuleikana sem hann hefur farið á og svo hjólreiðarnar. Þið getið nálgast viðtalið á síðu þeirra og viðtalið við Hafstein er nr #15 Podcast stöðin – Spekingar spjalla

Hlaðvarps viðtal við Maríu Ögn

Þríhjólið er nýtt hjólreiðahlaðvarp sem Auðunn Gunnar Eiríksson er með. Í þætti 4 er spjallað við Maríu Ögn um þróum kvennahjólreiða á íslandi. Þríhjólið er með facebook síðuna þar sem tenglar á öll hlaðvörpin eru Þríhjólið á facebook Mögulegt er að nálgast þáttinn á Spotify undir „Þríhjólið“

Gefðu gjafabréf í jólagjöf

Við eigum gjafabréf og gull umslag fyrir þig til að gefa um jólin. Æfingahópurinn eða Rólex klúbburinn Það skiptir ekki máli hvort fólk ætli sér að verða betra í að hjóla brekkuna sem er fyrir utan heima eða ætli að rústa keppni, við erum að skemmta okkur og viljum gera það vel! #hjólaþjálfun Sendu Maríu Ögn þjálfara…

Loading blog posts...