Margrét Arna Arnardóttir

Þjálfarinn Margrét Arna Arnardóttir, kölluð Arna
Mobility liðleika þjálfari

Arna hefur alla tíð verið mjög virk og haft mikla þörf fyrir að hreyfa sig en hefur þó aldrei náð tökum á úthalds- og keppnisíþróttum. Hún var ein af þeim sem fannst allt þetta hjólafólk mjög skrítið en ákvað að láta undan og prófa sumarið 2016. Henni snérist hugur í fyrsta túrnum og fékk strax delluna og var ekki lengi að græja sig upp. Þar sem Arna hefur brjálæðislegan áhuga á þjálfun og þarf helst að vita allt sökkti hún sér í alls konar bækur og lærdóm um hjólaþjálfun.

Auk þess að vera íþróttafræðingur er Margrét Arna með jógakennararéttindi í hatha/Ieyngar jóga, aerial jóga, kundalini jóga og rope jóga. Hún er einnig Bowentæknir og heilari. Margrét Arna er að læra P-DTR meðferð. Síðustu 20 ár hefur Arna starfað við ýmis konar hóptímakennslu og þjálfun og var meðal annars með slökkviliðið í spinning í 2 ár. Á þessum tíma hefur Arna sankað að sér margvíslegri menntun og reynslu á eigin skinni og í vinnu með aðra. Best finnst henni allt í bland þar sem aðaláherslan er á bætta líkamsstöðu, meiri liðleika, aukna hreyfigetu og minni verki.

Arna er með mobilty tíma fyrir skemmtilega fólkið í Hjólaþjálfun en ásamt því býður hún upp á einkatíma í heilsuþjálfun í aðstöðu Hjólaþjálfunar. Auk þess starfar hún við Bowenmeðferð, P-DTR og heilun og kennir alls konar jóga og mobility námskeið hingað og þangað.
Hér getur þú nálgast fyrirtæki hennar Heilsuþjálfun og meðferð og verið í sambandi við hana.

„You owe it to yourself to be yourself“

Til baka