…því þá ert þú í toppmálum!

Þú sérð allar helstu grunnupplýsingar um þjálfunina á hjolathjalfun.is/æfingahópur

En til að skrá þig þá græjar þú það svona…
Byrjar á því að skrá þig í þetta skjal SKRÁNING þá sér María Ögn þjálfari skráninguna þína.

Ferð síðan inn á greiðslusíðu Hjólaþjálfunar GREIÐA FYRIR ÞJÁLFUN með íslykli eða rafrænum skilríkjum, getur valið um dreifingu greiðslna með korti eða greiðsluseðli í heimabanka (sem kosta þig ekkert aukalega nema 390kr ef þú velur greiðsluseðil). Ýtarlegar leiðbeiningar skref fyrir skref sérð þú hér fyrir neðan.
Þú getur líka greitt með millifærslu á Heilsukvos slf reikn: 0315-26-6202 kt: 620210 0480
Eða greitt með pening á æfingu.

Núna eru möguleikarnir að vera með okkur
– Árið: Jan – okt 2019. Verð 122.950.- (mögulegt að skipta í 6 greiðslur).
– Veturinn: Jan – apríl 2019. Verð 75.950.- (mögulegt að skipta í 3 greiðslur).
– Bara: Jan – feb 2019. Verð 38.950.- (mögulegt að skipta í 2 greiðslur).
Þú sérð alla verðskrá Hjólaþjálfunar á Yfirlit og verðskrá námskeiða og þjálfunar

Þegar þetta er klappað og klárt þá finnur þú Æfingahóp Hjólaþjálfunar 2018-2019 FACEBOOK HÓPUR á facebook og María Ögn þjálfari samþykkir þig þar inn, ef þú ert ekki á facebook þá sendir þú póst á maria@hjolathjalfun.is

Þá er bara næsta mál að mæta á æfingu!

Þjálfarar og hópurinn eru í miklu sambandi í gegnum facebook síðuna og þar koma allar upplýsingar sem þú þarft til að vera með á nótunum.
En 2. janúar verður þjálfara- og byrjendadagur, þá verða þjálfarar á staðnum til að spjalla, byrjendur geta skoðað aðstöðuna, lært á hjóin, látið stilla hjólið fyrir þig osfv.

3. janúar byrja svo æfingar samkvæmt tímatöflu.

Vertu strax í sambandi ef þú hefur einhverjar spurningar.
maria@hjolathjalfun.is eða 775 9902 = María þjálfari

Sjáumst svo feikispræk á æfingum í vetur og næsta sumar, það er alveg ofsalega mikið skemmtilegt framundan
— María Ögn þjálfari —

— — — — — — — — — — — — — —
Leiðbeiningar hvernig þú skráir þig inn á greiðslusíðuna.

Upplýsingar hvernig þetta er gert.
Þú ferð inn á greiðsluform Hjólaþjálfunar hjolathjalfun.felog.is
– Skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
– Skráir þar upplýsingar um þig og hefur hakað í félagsmaður.
– Næsta skref: Velur „nýr iðkandi“ og skráir í framhaldinu aftur allar upplýsingar um þig.

Færð þá upp lista með þeirri þjálfun sem er í boði.
Velur hvað þú ætlar að vera mikið með okkur.
Getur síðan valið hvort þú viljir greiða með korti eða fá í heimabanka.
Getur síðan valið hvort og hvað þú vilt skipta æfingagjaldinu í margar greiðslur.

Það kostar þig ekkert aukalega að skipta greiðslum, nema þú færð 390kr seðilgjald ef þú færð greiðslu í heimabanka.