Elvar Örn Reynisson

Elvar hefur alla tíð slegist við aukakílóin og fann sig seint í íþróttum. Myndi seint kalla sig íþróttamann og á enga medalíu frá barnsárum. Það var ekki fyrr en hann uppgvötaði hið frábæra hjólasport, eignaðist alla þessa frábæru vini í sportinu og setti sér háleit markmið að blaðið snérist við.

Með mikilli elju og áhuga hefur Elvar komið sér í frábært form, sogað alla þá þekkingu frá öðrum í kring um sig, lesið og lært allt um þjálfun, og þá sérstaklega notkun æfingadagbóka svo sem strava, powermælinga, æfingaálags en aldrei gleymt að hafa gaman á meðan.

Elvar byrjaði að hjóla skipulega árið 2011 og var þá 146kg. Markmiðið var að komast á pall í aldursflokk fimm árum síðar. Jafnt og þétt fór þyngdin niður á við og æfingar skiluðu þeim frábæra árangri að sigra Maríu í Bláalónskeppninni 2014 og sigraði Hafstein í hjóla- og kleinuhringjaátskeppni sama ár.

Ári síðar sigraði Elvar Gullhringinn, var ávallt ofarlega í þeim keppnum sem hann tók þátt í en stærstu verðlaunin voru samt sem áður heilsan, almenn vellíðan og ánægja með lífið. Nú finnst Elvari hann vera loksins kominn í flokk íþróttamanna og tilbúinn að deila reynslu sinni og þekkingu áfram.

Til baka