Grétar Laxdal

Grétar er skíðagöngusérfréðingur Hjólaþjálfunar
Er fæddur og uppalinn í snjónum á Ólafsfirði. Fór ungur að leika sér á skíðum og hafa þau fylgt mér síðan. Keppnisferillinn byrjaði á síðustu öld á Andrésar Andarleikum svo tóku við unglingameistarmót og Íslandsmót. Eftir situr slatti af bikurum, verðlaunapeningum og frábærara minningar.

Ég hefur verið virkur í starfi gönguskíðafélagsins Ullar og verið með fjölda byrjendanámskeiða
Undanfarin ár hef ég tekið þátt í mörgum almennings skíðagöngum í Evrópu. Eru þessar skíðagöngur frá 50km uppí 90km og eru ætlaðar öllum sem hafa gaman af þessari göfugu íþrótt. Maður flýgur ekki til Evrópu fyrir minna en 50km göngu…

Gönguskíði og hjólreiðar fara ótrúlega vel saman, enda hvoru tveggja miklar úthaldsgreinar.
Hlakka mikið til að fara með ykkur á skíði í vetur.

Til baka