Hansína Þóra Gunnarsdóttir

Hansína Þóra Gunnarsdóttir – þjálfari og sundþjálfari

Hansína útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá HÍ árið 2005 og hefur umfangsmikla reynslu af þjálfun, allt frá unda aldri. Hansína hefur setið ýmis námskeið á vegum ÍSÍ, KSÍ og SKÍ, auk þess að hafa þjálfað knattspyrnu hjá ýmsum félögum, þjálfað skíði, mikið verið að þjálfa sund og verið með líkamsræktar- og hóptíma hjá líkamsræktarstöðvum. Hansína hefur sjálf alltaf æft mikið, var í fótbolta og á skíðum frá unga aldri og svo hlaup og líkamsrækt frá því þegar fótboltaferlinum lauk. Þá hefur Hansína stundað hjólreiðar og æft og keppt í þríþraut frá árinu 2012.

Hansína er ofur, hefur klárað erfiðustu fjallahjólakeppni heims í Afríku, Cape Epic, henni finnst það ekki nóg, þannig að hún er á leiðinni aftur núna í mars 2019

Til baka