Jóhanna Rósa Ágústsdóttir

Þjálfarinn Jóhanna Rósa Ágústsdóttir, kölluð Rósa
Liðleika og jóga þjálfari

Rósu finnst næstum allt skemmtilegt en er helst til aðeins of góð við sig.  Hún á sögufrægt met í að klúðra royaly FTP testi og verður það seint toppað. Annars finnst henni gaman af allri þjálfun og finnst best ef að gott jafnvægi næst á milli ólíkra þátta sem snúa að alhiliða þjálfun og vellíðan. Henni finnst fátt betra en þegar fólkinu hennar líður vel og finnst það endurnært eftir góðar teygjur.

Markmið: Hafffa gaman og líða vel á sál og líkama

Mottó: Love the life you live. Live the life you love

Heilræði: Vertu besta útgáfan af sjálfum þér

Stuttar staðreyndir

Fædd og uppalin í fimleikasal í Gerplu í Kópavogi og keppti í áhalda,- hópfimleikum og þolfimi. Einnig tekið þátt í þríþraut og varð í haust landvættur númer 325.

Kennaramenntuð úr HI og með M.Ed. frá UPEI í Kanada. Með einkaþjálfararéttindi frá CAN FIT PRO í Kanada, Les Mills réttindi í Body Balance og Body Jam og yoga réttindi frá Amara yoga.  EInnig með langan lista af þjálfaranámskeiðum úr fimleikunum og svo námskeiðum í tengslum við líkamsrækt og yoga.

Finnst frábært að vera partur af team hjólaþjálfun þar sem allir geta sett sér markmið og fylgt þeim eftir 🙂

Til baka