Jórunn Jónsdóttir

Jórunn byrjaði að hjóla árið 2012 eftir að hafa stundað langhlaup um nokkurra ára skeið. Þríþrautin heillaði og hefur hún klárað nokkra hálfa járnkalla ásamt fleiri minni þrautum. Hún er einnig Landvættur og það er mjög auðvelt að plata hana út í einhverja vitleysu enda ævintýra- og dellukona fyrir allan peninginn.  Jórunni finnst skemmtilegast að hjóla í sól og hita og ætlar að búa á Kanarí þegar að hún verður aðeins eldri.

Jórunn hefur verið meðlimur Hjólaþjálfunnar frá upphafi og hefur verið þjálfari Hjólaþjálfunnar frá 2017 og er með áralanga reynslu sem hóptíma kennari.  Jórunn er með þjálfararéttindi frá ÍSÍ og hefur einnig sótt sér þekkingu í heilsu og íþróttafræðum með mörgum minni námskeiðum og er m.a með kennara réttindi í Foam Flex.

Jórunn er einn af forsprökkum WOW Cyclothon og hefur verið viðloðandi keppnina frá upphafi, annað hvort sem skipuleggjandi eða keppandi.

Jórunn er menntuð í viðskiptum, mannauðsstjórnun & vinnusálfræði og stjórnun,  en hún safnar eimitt háskólagráðum og er komin með þrjár og hálfa slíkar í safnið.. Þegar að Jórunn er ekki í Hjólaþjálfun eða að leika sér starfar hún sem fjármálastjóri í fyrirtækinu Gröfu og grjót ehf., sem að hún rekur  ásamt manninum sínum.

Mottó: „If you can´t be the fastest, be the flottest“

Til baka