Páll Elís

Þjálfarinn er Páll Elís, kallaður Palli, Pallinn, Afinn eða Gamli.

Palli er metnaðarfullur og gerir sitt besta í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, vill hafa fyrir hlutunum og er keppnismaður mikill. Verkefnin eru oft mörg og flókin en hann hefur endalaust gaman af því að deila með fólki því sem hann hefur lært í gegnum tíðina sem hjólreiðamaður. Pallinn elskar áskoranir og að þjálfa fyrir hjólaþjálfun er honum áskorun af bestu gerð.

Markmið Fulla ferð!.

Mottó Lífið snýst um hugafar.
Heilræði “Lífið er núna!”

Stuttar staðreyndir um Pál Elís

Fæddur og uppalin í breiðholtinu og á hjólinu meira og minna. Fékk fyrsta hjólið 5 ára og þurfti nýtt hjól nokkrum mánuðum síðar vegna þessa að reiðhjólaviðgerðamaðurinn neitaði að gera oftar við hjólið og úrskurðaði það ónýtt.

Info.  Fjögra barna faðir fullorðins fólks, býr enn á holtinu góða og rekur bed and breakfast fyrir þrjú afsprengi sem enn eru í námi ásamt eiginkonu og tveimur sætum voffum.

Þjálfari í afleysingum hjá hjólaþjálfun síðastliðin vetur.

Íslandsmeistari & Bikarmeistari í fjallahólreiðum, Bikarmeistiari í racerhjólreiðum, en þetta geriðst nú allt fyrir 2000

Til baka