Æfingahópur Hjólaþjálfunar

Æfingahópur Hjólaþjálfunar – HAUST TÍMABIL 2019
Haust tímabilið er frá 12 ágúst – 22 september 2019

—–

Svona skráir þú þig…
Skráning = fyllir út þetta skráningaform SKRÁNING
Greiðsla = með millifærslu á reikn: 0342-26-040345 og  kt: 210580 3879
Greiðsla = með Aur eða Kass appinu á 775 9902
Þjálfunin kostar = 22.950.-
Facebook hópurinn = þú finnur æfingahópinn þinn á facebook Æfingahópur á facebook

Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9
Erum við hliðina á Mathöllinni, ferð inn þar sem stendur „Inngangur“ hægramegin framan á húsinu (ferð í gegnum Spörtu og þar inn um merktar dyr í Hjólaþjálfun).
Ef þú ert með spurningar vertu þá í sambandi maria@hjolathjalfun.is eða 775 9902 María Ögn

—–

Seinnihluti sumars og haustin er svo geggjaður tími og þess vegna gerum við allskonar…
Engin vika verður nákvæmlega eins, en það sem verður pottþétt er að það verður mikið af allskonar æfingum í boði á ýmsum tímum dagsins að mæta á og það verður fjör, kaffi og kökur, bjór og burger.
Aðeins meiri áhersla verður á götuhjólaæfingar í ágúst, fyrir KIA Gullhringinn og aðeins meiri áhersla á fjallahjólið í september, en allt tímabilið verða bæði götu- og fjallahjólaæfingar í boði.

Við hjólum á…
Götuhjólinu – eðal interval æfingar, criterium, tækniæfingar, lengri hjólatúrar, hjóla í hóp/draft.
Fjallahjólinu – kynnum ykkur fyrir öllum flottu fjallahjólaleiðunum sem eru hérna í bakgarðinum hjá okkur á höfuðborgasvæðinu með því að taka hörkuæfingar ásamt því að rúlla bara áfram og njóta í gleðinni. Förum í tækniæfingar á fjallahjólinu. Þetta verða svokallaðar cross country fjallahjólreiðar eða „hefðbundnar“ fjallahjólreiðar sem krefjast ekki auka öryggishlífa eða búnaðar, sem sagt engin heljarstök á hjólinu nema þú viljir sýna þig sérstaklega.
Aukaæfingar verða í boði í hverri viku en misjafnt eftir vikum, innihjól, styrktaræfing, teygjutími, hjólamission á götu-, fjalla-, eða gravel hjóli.
Aðgangur að aðstöðunni þú hefur alltaf aðgang að inni æfingaaðstöðu Hjólaþjálfunar, hjólasal, styrktar- og teygjuaðstöðu, þannig að þú getur komið og æft þegar þér hentar og getur fengið program frá þjálfurum til að gera.

Æfingar fyrir þig!
Þjálfunin er fyrir þá sem vilja mæta reglulega á æfingar í góðum félagsskap, æfa með hóp á sama getustigi og þeir sjálfir, læra betri tækni á hjólinu, taka vel á því, komast í betra form á hjólinu og í öðrum æfingum með góðum hóp í góðu glensi.

Því skiptum við hópnum upp í þrjá getuhópa á æfingum
Espresso = þeir sem eru hraðari en hinir.
Americano = medium fólkið, miðlungs hjólarar
Latte = þeir sem eru hægari en hinir
Allir fá æfingu við sitt hæfi með sínum þjálfara

Æfingarnar eru vel skipulagðar!
Allar og ýtarlegar upplýsingar um æfingar hverrar viku eru í æfingavikuskjali á facebook síðu hópsins.
Leiðin eða svæðið sem æfingin fer fram á, er alltaf kynnt með Strava korti fyrir hverja æfingu, þannig að ef einhvað kemur upp á þá veistu alltaf hvar hópurinn og þjálfararnir eru.
Upphafsstaður æfinganna er ekki alltaf sá sami því við viljum fjölbreytni, nota mismunandi svæði sem bjóða upp á mismunandi áherslur á æfingunum, einnig kynna hópinn fyrir hentugum og öruggari æfingasvæðum og skemmtilegum fjallahjólaleiðum víðsvegar um og í kring um höfuðborgasvæðið.
Allir æfa saman þó æfingin geti verið mjög mismunandi fyrir hvern og einn eftir getu.

Í grunninn lítur æfingataflan svona út en vikurnar verða aldrei alveg eins, því í hverri viku bætast við mismunandi aukatwist og oftar en ekki fáum við okkur félagslegan kaffibolla á æfingum eða í lok æfinga.

Hvernig hjól?: Á götuhjólaæfingum – racer, cyclocross eða gravel hjól með sléttum dekkjum, sem sagt hjólum með hrútastýri. Á fjallahjólaæfingum – hjól með dempun og grófum dekkjum, sem sagt hardtail hjól eða meira dempað fjallahjól, einnig oft hægt að vera á gravel eða cyclocross hjóli. Á inniæfingum notum við Ic8 inni power hjól sem eru í hjólasal Hjólaþjálfunar.
En ég á bara eitt hjól, sem sagt ekki bæði götu- og fjallahjól?: Það er allt í góðu, þú mætir þá á þær hjólaæfingar og aukaæfingar sem henta þér í hverri viku. Verðið á haustþjálfuninni er því lægra en vanalega og tekur þannig tillit til þess að þú náir ekki að mæta á allar æfingar, en geggjað ef þú getur það.
Hvar byrja æfingarnar?: Mjög misjafnt verður hvar æfingarnar byrja, algengustu upphafsstaðir eru Hjólaþjálfun á Bíldshöfða, Árbæjarlaug, Elliðaárdal, Hádegismóum, Vífilstaðaspítali, Sjálandsskóli í Garðabæ, staðsetning æfinga hverrar viku eru alltaf kynntar í ýtarlegu heildarprogrami komandi viku sem er sett inn á facebook hópinn um helgar, það er alveg misjaft eftir staðsetningu hvort fólk hjóli eða keyri á æfingu.
Upplýsingarflæðið: Allir sem eru skráðir eru inni á lokaðri facebook grúbbu Æfingahópsins, þar sem þjálfarar koma öllum upplýsingum á hópinn og er um leið vettvangur þeirra sem eru í hópnum að hóa sig saman í hjólatúra utan þjálfaðraæfinga.
Afslættir Æfingahópsins: Kíktu á alla afslættina sem þú ert með á meðan þú ert í þjálfun hjá okkur #Spons

Það er ekkert smátt letur, þú bara skráir þig, borgar fyrir þjálfunina, mætir á æfingar, þjálfararnir og félagsskapurinn sjá um rest…enda snýst þetta um að hafa gaman og ná árangri.

Þjálfarar Hjólaþjálfunar
María Ögn, Hafsteinn Ægir og aðstoðaþjálfarar
maria@hjolathjalfun.is

Síðast uppfært 2 ágúst 2019

Æfingahópur Hjólaþjálfunar – VETRARTÍMABIL 2019 – 2020
Vetrartímabilið er frá 14 oktober 2019 – 26 apríl 2020
ATH…… Allar frekari upplýsingar koma hér inn á síðuna í ágúst 2019 og skráning á þetta tímabil hefst 1 sept 2019
Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

———-
Svona skráir þú þig…
Skráning = fyllir út þetta skráningaform X
Greiðsla = greiðslusíða ef þú vilt greiða með kreditkorti eða greiðsluseðil í heimabanka X
Greiðsla = eða greiða með millifærslu á reikn: 0342-26-040345 og  kt: 210580 3879
Facebook hópurinn = þú finnur æfingahópinn þinn á facebook Æfingahópur á facebook
Þjálfunin kostar = X

Hjólaþjálfun er á Bíldshöfða 9
Erum við hliðina á Mathöllinni, ferð inn þar sem stendur „Inngangur“ hægramegin framan á húsinu (ferð í gegnum Spörtu og þar inn í Hjólaþjálfun).
Ef þú ert með spurningar vertu þá í sambandi maria@hjolathjalfun.is eða 775 9902 María Ögn

—————————————-

Æfingahópur Hjólaþjálfunar
Af því að það er gaman og árangursríkara að æfa með skemmtilegu fólki með góðum þjálfurum.
Þjálfun og æfingar sem er persónuleg og er sniðin að öllum getustigum.
Það eru markmiðin þín sem stýra því hvernig við þjálfum þig!
Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

Þjálfunarfyrirkomulag
– Í grunninn eru þetta um 75 mín æfingar sem byggjast upp á hjólreiðum, styrktaræfingum, liðleika-teygjum og foam flex rúllum.
– Regluleg test og mat, svo þú fáir nákvæmlega það sem þú þarft út úr hjólaæfingunum.
– Gæða styrktaræfingar sem leggja áherslu á mjaðmasvæði, miðjuvöðva, hálsvöðva og aðra stöðugleikavöðva líkamans.
– Mikið er lagt upp úr því að hópurinn taki liðleikaæfingar, teygjur eða nudd rúlli saman undir stjórn þjálfara í lok æfinga.
– Útiæfingar verða óreglulega yfir veturinn, hægt að mæta á cyclocross eða fjallahjóli en ef fólk á bæði þá látum við vita hvort hentar betur þann daginn, síðan á nagladekkjum þegar þörf er á þeim.
– Ekkert mál að fá æfingar frá þjálfara eða sendar í gegnum Trainingpeaks ef það hentar þér stundum betur en að mæta til okkar.
– Hópurinn hefur alltaf aðgang að þjálfunaraðstöðu Hjólaþjálfunar á Höfðanum utan þjálfaðra æfingatíma ásamt styrktar æfingum til að gera.
– Í hjólasalnum hjá okkur eru x40 power wattahjól IC8 (getur lesið betur um hjólin hérna til hliðar á síðunni).
– Í styrktar/liðleikasalnum hjá okkur eru 2x róðravélar, 1x Ski-erg skíðagönguvél, hnébegjurekki, bumper-lóð og stangir, ketilbjöllur, ýmisskonar æfingaboltar, ásamt ýmsum stöðuleika-æfingadóti, teygjum, upphýfingastöng, nuddrúllum, boltum o.fl.

Ertu byrjandi?
– Í september verðum við með sérstök byrjendanámskeið á innihjólunum í hjólasal Hjólaþjálfunar, fyrir þá sem vilja koma sér þægilega af stað, læra á hjólin, spyrja allra spurninganna í rólegheitunum til að vera svo öruggari með sig og klár í að mæta á æfingar í vetur.
– Byrjendanámskeiðið er að sjálfsögðu öllum opið að skrá sig, engin kvöð að þú æfir síðan með Hjólaþjálfun yfir veturinn.
– Upplýsingar um Byrjendanámskeið í september X (kemur hér inn í ágúst)
– Þú getur líka komið bara beint í Æfingahópinn, í upphafi hvers tímabils er byrjendafræðsla þar sem þjálfarar eru til taks í salnum, kenna á hjólin og fara yfir hvernig æfingarnar ganga fyrir sig svo þú getir mætt örugg/ur með þig á fyrstu æfingarnar.
– Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og þjálfarar passa upp á að álagið sé rétt svo jákvæður árangur náist.
– Það skiptir engu máli í hversu slæmu eða góðu formi þú ert þegar þú byrjar, hjá okkur eru allir flottir á sínum forsendum!

Æfingatímar
– Þegar þú skráir þig í þjálfunina þá velur þú ákveðinn tíma sem þú telur að þú munir helst og oftast mæta á.
– Þú hefur samt aðgang að öllum tímunum í tímatöflunni og mætir þegar þér hentar best hverju sinni og þarft því aldrei að missa af æfingu. Þannig að ef þú velur td 12:00 sem þinn aðal æfingatíma þegar þú skráðir þig upphaflega, þá getur þú samt líka alveg mætt kl 20:00 ef það hentar þér betur þann daginn.
– Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega á hverja æfingu, þú bara mætir, við erum með 40 hjól í salnum og lofum þér því að það er alltaf laust hjól fyrir þig!

Það sem þú þarft með þér á æfingu er vatnsbrúsi, handklæði, betra að vera í hjólabuxum með púða og hjólaskór með spd/fjallahjóla klítum (ekki nauðsynlegt á fyrstu æfingunum).

Æfingatímatafla vetursins kemur hér inn í ágúst 2019
Tímataflan hér fyrir neðan á við um veturinn 2018 – 2019!!

Hvað er innifalið í verðinu…
Allt!
– Þú hefur alltaf aðgang að öllum æfingum í fastri tímatöflu, aukaæfingum, twistum og því sem er í gangi hjá hópnum, sjá allt um það í textanum hér fyrir ofan.
– Þú hefur opinn aðgang að æfinga aðstöðu Hjólaþjálfunar utan fastra æfinga og getur komið sjálf/ur að æfa, hjóla, lyfta, róa eða hvað sem er.
– Þjálfarar Hjólaþjálfunar eru þjálfararnir þínir og þú hefur aðgang að þeim.
– Reglulega verða sérstakir þjálfaradagar (þjálfarar klárir að hitta þig persónulega), byrjendafræðsla og mjög spennandi fræðslu fyrirlestrar frá um hitt og þetta tengt hjólreiðum og þjálfun.
– Ert alltaf með virkilega góða afslætti á hentugum og mettandi stöðum, kíktu á það #Spons Æfingahópsins

Þjálfunaráherslur tímabila ársins
– Árinu (okt-okt) í þjálfuninni er skipt upp í mismunandi áherslutímabil með mismunandi markmið hverju sinni.
– Æfingaárið byrjar í oktober með inni-vetrartímabilinu og er sett upp með það að markmiði að þú komir út í vorið, klár, í flottu hjólaformi.
– Því skiptist inniæfingatímabilið oktober – apríl upp í mismunandi áherslutímabil á ákefð og kerfi og mis erfiðar/léttar vikur í þjálfuninni.
– Útiþjálfunin um vorið frá maí – júlí, eru götu- og fjallahjólaæfingar sem eru með það að markmiði að læra að nýta og bæta við inniformið þitt úti, tekið á því á æfingum, mikil áhersla á tæknina á hjólinu, að æfa það að hjóla í hóp og sérstakur undirbúningur undir ákveðnar keppnir og viðburði osfv.
– Útiþjálfunin um haustið frá ágúst – sept, eru götu- og fjallahjólaæfingar þar sem áherslan er meiri á félagslega hjólatúra samhliða intervalþjálfun, tækni o.fl.

Facebook hópurinn…
Hérna finnur þú lokaðan facebook hóp Æfingahóps Hjólaþjálfunar Æfingahópur á facebook

Hér er ekkert smátt letur, þú bara skráir þig, borgar fyrir þjálfunina, mætir á æfingar og við sjáum um rest…enda snýst þetta um að hafa gaman og ná árangri.

Þjálfarar Hjólaþjálfunar
Hjólaþjálfun státar af flottasta hjólreiðaþjálfarateymi landsins, hvergi annarstaðar eins íþróttamenntaðir og reynslumiklir þjálfarar!

María Ögn og Hafsteinn Ægir
Aðstoðaþjálfarar
Rúnar Karl, Gunnar Wedholm, Elvar Örn, Einar Gunnar, Bríet Kristý, Hansína Þóra, Jórunn Jóns, Páll Elís (útiþjálfari), Jóhanna Rósa (joga)

— Síðast uppfært júlí 2019 —

Æfingahópur Hjólaþjálfunar – SUMARTÍMABIL 2020
Sumartímabilið er frá 27 apríl – 28 júní 2020
ATH… Allar frekari upplýsingar koma hér inn á síðuna í september 2019 og skráning á þetta tímabil hefst 1 apríl 2020

—–
Upplýsingarnar hér fyrir neðan eru frekar almennt um þjálfunina en nánari upplýsingar koma inn í september 2019

Bjóðum upp á skemmtilegar og skipulagðar úti æfingar sem henta öllum getustigum, allir fá að njóta sín í botn
Þjálfunin er fyrir þá sem vilja hafa gaman, æfa hjólreiðar reglulega, mæta á æfingar í góðum félagsskap, læra betri tækni á hjólinu, taka vel á því og komast í betra form á hjólinu með góðum hóp.
Markmiðið með þjálfuninni er að bjóða bæði þeim hraðari og þeim sem hægari eru, að æfa með fólki í hópum á sama getustigi, undir leiðsögn góðs þjálfarateymis. 

Við skipuleggjum æfingarnar og þjálfunina þannig að við berum virðingu fyrir tíma annarra. Þeir sem fara hraðar eiga ekki að þurfa að eyða tíma sínum í að bíða eftir þeim sem hægari eru og á hinn veginn, þeir sem fara hægar eiga ekki að þurfa að vera með æluna í hálsinum allar æfingar til að reyna að elta og hanga í þeim sem hraðari eru.  Það er lítil gleði í því og það verður enginn árangur með slíku fyrirkomulagi.

Við skiptum við hópnum upp í þrjá getuhópa á æfingum og hver hópur er með sinn þjálfara á æfingum.
Espresso = þeir sem eru hraðari en hinir
Americano = miðlungs hjólarar
Latte = þeir sem eru hægari en hinir
Þú finnur fljótt þegar þú mætir hvaða hóp þú tilheyrir, þannig að ekkert stress, það kemur bara í ljós og síðan getur verið dagamunur á hjólafíling dagsins og þá hjólar þú bara með þeim hóp sem hentar þér hverju sinni.

Með því að tilheyra Æfingahóp Hjólaþjálfunar hefur þú aðgang að…

 • Frábærum þjálfurum og súper flottum félagsskap á hjólinu.
 • Getur valið um nokkrar fastar æfingatímasetningar á viku til að mæta á með þjálfara, þú mætir þegar þér hentar best hverju sinni.
 • Hefur fullan aðgang að æfingahúsnæði Hjólaþjálfunar á Bíldshöfða 9 frá morgni til kvölds, getur hoppað inn og hjólað, lyft, róið eða hvað sem er.
 • Þú hefur mjög góðan aðgang að virkilega góðu þjálfarateymi á æfingum og í gegnum facebook síðu hópsins utan æfinga.
 • Þú ert hluti af hóp, ert partur af félagsskap sem vill hjóla reglulega saman á æfingum með þjálfara og hendast saman út á hjólið utan fastra æfinga.
 • Verður þátttakandi í ýmsu alveg stórskemmtilegu á tímabilinu utan fastrar tímatöflu.
 • Ert með virkilega góða afslætti á völdum stöðum á meðan þú ert í Æfingahóp Hjólaþjálfunar, frekari upplýsingar á lokuðu facebook síðu hópsins.

Æfingarnar eru virkilega vel skipulagðar!

 • Hópnum er getuskipt í þrjá hópa á æfingunum og því yfirleitt þrír þjálfarar á hverri æfingu.
 • Hóparnir heita Espresso – Americano – Latte, (hröðustu eru í espresso og hægari í latte). Það kemur bara í ljós á fyrstu æfingunum hvaða hóp þú tilheyrir.
 • Allar upplýsingar um æfingar hverrar viku eru settar í skjal á facebook síðu hópsins, þannig að ef þú kemst t.d ekki á æfingu með þjálfara, þá getur þú framkvæmt æfinguna samviskusamlega sjálfur.
 • Það er alltaf ljóst á sunnudegi fyrir hverja viku hvernig æfingar vikunnar verða, hversu langar og hvar þær verða og svo framvegis.
 • Leiðin eða svæðið sem æfingin fer fram á, er alltaf kynnt með Strava korti fyrir hverja æfingu, þannig að ef einhvað kemur upp á þá veistu alltaf hvar hópurinn og þjálfararnir eru, tínir okkur aldrei.
 • Upphafsstaður æfinganna er ekki alltaf sá sami því við viljum fjölbreytni, nota mismunandi svæði sem bjóða upp á mismunandi áherslur á æfingunum, einnig kynna hópinn fyrir hentugum og öruggari æfingasvæðum víðsvegar um höfuðborgina. Æfingarnar munu þó oftast byrja í Hjólaþjálfun Bíldshöfða 9 enda liggja leiðir til allra átta þaðan. Aðrir staðir eru t.d Árbæjarlaug, Hádegismóar, Vífilstaðaspítali, Sjálandsskóli í Garðabæ.
 • Allir æfa saman þó æfingin geti verið mjög mismunandi fyrir hvern og einn eftir getu.

 

Þjálfunin 

 • Æfingarnar eru hnitmiðaðar og samanstanda af sprettum, keyrslum, brekkum og ýmisskonar tækniæfingum ásamt löngum hjólatúrum.
 • Þjálfarar fylgjast vel með hverjum og einum og leiðbeina einstaklingnum persónulega og alltaf til í að aðstoða persónulega.
 • Þú lærir rétta stöðu og tækni á hjólinu, að hjóla í hóp, hjóla í kjölsogi/drafta, góða pedalatækni, beygjutækni, lærir að hjóla brekkur rétt og svo margt annað.
 • Æfingar á bæði götuhjólum og fjallahjólum.
 • Reglulega verða ákveðin þemu tekin fyrir á æfingu, eins og tækniæfingar, drafting (að hjóla í kjölsogi) og annað fróðlegt.
 • Ef það er algjörlega fráleitt veður á æfingadegi, þá færum við æfinguna inn á hjólin í Hjólaþjálfun.

Við leggjum mikið upp úr því að fólk beri sig rétt á hjólinu, sé öruggt gagnvart sjálfu sér og öðrum í kring um sig, kunni að hjóla í hóp og þekki allar helstu reglur sem fylgja hjólreiðunum og því förum við vel í þau atriði bæði með hópnum og einstaklingnum.

Æfingatímatafla sumarsins 2020 kemur í september 2019

Facebook hópurinn…
Hérna finnur þú lokaðan facebook hóp Æfingahóps Hjólaþjálfunar Æfingahópur á facebook

Það er ekkert smátt letur, þú bara skráir þig, borgar fyrir þjálfunina, mætir á æfingar, þjálfararnir og félagsskapurinn sjá um rest…enda snýst þetta um að hafa gaman og ná árangri.

Þjálfarar Hjólaþjálfunar
María Ögn, Hafsteinn Ægir og aðstoðaþjálfarar
maria@hjolathjalfun.is

Síðast uppfært júlí 2019

Þeir sem æfa með Hjólaþjálfun fá heldur betur flotta afslætti á meðan þeir eru í þjálfun…
#Kaffivagninn = FRÍTT uppáhellt kaffi á Kaffivagninum úti á Granda
#Eldsmiðjan = 40% afsláttur
#Saffranveitingastaður = 20% afsláttur og FRÍTT kaffi eða kakó úr Kaffitárs kaffivélunum á öllum Saffran stöðunum
#Hreysti = 15% afsláttur af fæðubótavörum
#Örninn = 10% afsláttur af reiðhjólum og 15% afsláttur af öðru
#Garminbúðin = reglulega sérstaklega góð verð á ákveðnum vörum kynnt sérstaklega
#Úthald.is = 15% afsláttur
Upplýsingar um hvernig fólk notar afsláttinn eru inni á lokuðum facebook síðum hópana sem eru Æfingahópurinn, Rólex klúbburinn og Krakkahópurinn.
Til baka