Æfingahópur Hjólaþjálfunar

Æfingahópur Hjólaþjálfunar – VETRARTÍMABIL 2019 – 2020
Vetrartímabilið inniæfingar er frá 10 oktober 2019 – 26 apríl 2020
ATH: SKRÁNING ER ALLTAF Í GANGI, ÞÚ GETUR ALLTAF BYRJAÐ AÐ ÆFA MEÐ OKKUR!
Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

———-
Svona skráir þú þig…
Skráning = fyllir út þetta skráningaform SKRÁNING
Greiðsla = ef þú vilt greiða með kreditkorti eða greiðsluseðil í heimabanka og skipta greiðslum Greiðslusíða
Greiðsla = greiða með millifærslu á reikn Heilsukvos slf: 0315-26-006202 kt: 620210 0480
Greiðsla = með Aur eða Kass appinu á 775 9902
Þjálfunin kostar

Jan – apríl (4 mán) = 78.950.- (getur skipt í 4 greiðslur)
Jan – feb (2 mán) = 39.950.- (getur skipt í 2 greiðslur)
Mars – apríl (2 mán) = 39.950.- (getur skipt í 2 greiðslur)
Einn stakur mánuður (1 mán) = 22.950.- (ekki hægt að skipta greiðslum) mögulegt hvenær sem er.

Facebook hópurinn: þú finnur lokaða síðu Æfingahópsins á facebook Æfingahópur á facebook

ATH: Upplýsingar um æfingar frá maí og inn í sumarið/haustið 2020 koma þegar nær dregur vori, en þeir sem skrá sig strax í oktober allan veturinn, fá sumarþjálfunina á lægra verði en aðrir.

Hjólaþjálfun er á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“
Við erum á milli Mathöll Höfða og Golfbúðarinar. Ferð inn þar sem stendur „Inngangur“ hægramegin framan á húsinu, byrjar á því að fara inn í Spörtu og þar inni er hurð merkt Hjólaþjálfun. Þú getur líka komið aftan við húsið og farið beint inn í Hjólaþjálfun.
Upplýsingar um aðstöðuna og hjólin
Ef þú ert með spurningar vertu þá í sambandi maria@hjolathjalfun.is eða 775 9902 María Ögn

—————————————-

Æfingahópur Hjólaþjálfunar
Af því að það er gaman og árangursríkara að æfa með skemmtilegu fólki með góðum þjálfurum.
Þjálfun og æfingar sem er persónuleg og er sniðin að öllum getustigum.
Það eru markmiðin þín sem stýra því hvernig við þjálfum þig!

Þjálfunarfyrirkomulag og innifalið í þjálfuninni
– Þú hefur aðgang að öllum þjálfuðum hjólaæfingum hópsins, inni og úti, allri tímatöflunni, klukkan hvað sem er.
– Í grunninn eru þetta um 75 mín æfingar sem byggjast upp á innihjólreiðum, styrktaræfingum og liðleikaæfingum.
– Regluleg test og mat, svo þú fáir nákvæmlega það sem þú sjálf/ur þarft út úr hjólaæfingunum.
– Gæða styrktaræfingar á æfingum sem leggja áherslu á mjaðmasvæði, miðjuvöðva, hálsvöðva og aðra stöðugleikavöðva líkamans.
– Mikið er lagt upp úr því að þú teygir á undir stjórn þjálfara í lok hverrar æfingar og þekkir af hverju þú ert að teygja.
– Í hverri viku (1x eða oftar) eru sérstakir mobility tímar með Margréti Örnu liðleikaþjálfara, þær æfingar verða á mismunandi tímasetningum eftir vikum, svo allir nái einhvertíman eða alltaf að mæta.
– Útiæfingar verða reglulega en óreglulega yfir veturinn og þá um helgar, hægt að mæta á cyclocross, gravel eða fjallahjóli en við látum vita hvernig búnaður hentar best þegar við förum út og á nagladekkjum ef þörf er á þeim.
– Ekkert mál að fá hjólaæfingarnar frá þjálfara sendar í gegnum Training peaks eða sendar á messenger á facebook, ef það hentar þér stundum betur að æfa annarstaðar eða sjálf/ur á öðrum tíma í Hjólaþjálfun.
– Þjálfarar Hjólaþjálfunar eru þjálfararnir þínir og alltaf til í að spjalla við þig og svara spurningum.
– Reglulega verða sérstakir fræðslu fyrirlestrar um hitt og þetta tengt hjólreiðum og þjálfun.
– Æfingaaðstaða Hjólaþjálfunar er æfingaaðstaðan þín, upplýsingar um aðstöðuna og hjólin Þú getur komið á opnunartíma og æft sjálf/ur, hjóla, lyfta, róa eða hvað sem er, sjá opnunartíma neðst í tímatöflu.
Auka
– Mögulegt er að bóka sérstaklega tíma í einkaspjall utan æfingatíma, hittast á kaffihúsi eða annarstaðar og greiða fyrir það 6.000.-
– Getur fengið góða aðstoð frá Hafsteini þjálfara við að stilla stöðuna á þér á inni hjólinu „fit“, tekur um 30 mín greiðir fyrir það 6.000.-
– Ef þig vantar spd kíta (festinguna undir skóinn), þá getur þú keypt hann á 3.000.- hjá okkur og við setjum hana á skóinn fyrir þig.
– Ef þú vilt fá aukalega styrktar, lyftinga eða teygju program og slíkt þá getur María bent þér á góða þjálfara sem henta því sem þú stefnir að.
Þú sendir fyrirspurn á maria@hjolathjalfun.is varðandi þessar aukaþjónustur.

Æfingatímar
– Þegar þú skráir þig í þjálfunina þá velur þú ákveðinn tíma sem þú telur að þú munir helst og oftast mæta á.
– Þú hefur samt aðgang að öllum tímunum í tímatöflunni og mætir þegar þér hentar best hverju sinni og þarft því aldrei að missa af æfingu. Þannig að ef þú velur td 12:00 sem þinn aðal æfingatíma þegar þú skráðir þig upphaflega, þá getur þú samt líka alveg mætt kl 20:00 ef það hentar þér betur þann daginn.
– Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega á hverja æfingu, þú bara mætir, við erum með 40 hjól í salnum og lofum þér því að það er alltaf laust hjól fyrir þig!

Æfingatímatafla vetursins 2019-2020

Þjálfunaráherslur tímabila ársins 
– Árinu (okt-okt) í þjálfuninni er skipt upp í mismunandi áherslutímabil með mismunandi markmið hverju sinni.
– Hjólreiðaæfingaárið byrjar í oktober með inni-vetrartímabilinu og er sett upp með það að markmiði að þú komir út í vorið, klár, í flottu hjólaformi.
– Því skiptist inniæfingatímabilið oktober – apríl upp í mismunandi áherslutímabil á ákefð og kerfi og mis erfiðar/léttar vikur í þjálfuninni. Suma daga eru hörku keyrslur og aðra daga rólegar æfingar sem eru mikilvægar með.
– Útiþjálfunin um vorið frá lok apríl – júlí, eru götu-, fjalla og gravel æfingar (áhersla á fjalla- og gravel) sem eru með það að markmiði að læra að nýta og bæta við inniformið þitt úti, farið í ferðir, tekið á því á æfingum, mikil áhersla á tæknina á hjólinu, að æfa það að hjóla í hóp og sérstakur undirbúningur undir ákveðnar keppnir, viðburði, áskoranir osfv.
– Útiþjálfunin um haustið frá ágúst – sept, eru götu-, fjalla og gravel æfingar þar sem áherslan er meiri á félagslega hjólatúra, samhliða intervalþjálfun, tækni o.fl.

Ertu byrjandi?
– Í upphafi hvers tímabils bjóðum við upp á byrjendafræðslu, þú kemur og hittir okkur, kíkir á aðstöðuna, þjálfarar fara yfir hvernig æfingarnar ganga fyrir sig og þú spyrð allra spurninganna í rólegheitunum svo þú getir mætt örugg/ur með þig á fyrstu æfingarnar.
– Þú getur alltaf byrjað að æfa með okkur þó það sé ekki formlega í upphafi tímabils, þá er María í sambandi við þig og þjálfarinn fer vel yfir þetta allt saman með þér þegar þú mætir á fyrstu æfinguna.
– Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og þjálfarar passa upp á að álagið sé rétt svo jákvæður árangur náist, það er öll flóran af fólki í Æfingahópnum, allt frá byrjendum til Íslandsmeistara.
– Það skiptir engu máli í hversu slæmu eða góðu formi þér finnst þú vera þegar þú byrjar, hjá okkur eru allir flottir á sínum forsendum!
– Hjólaþjálfun er líka með Rólex klúbbinn sem fer aðeins rólegar í æfingarnar, sem hentar mörgum betur Rólex klúbburinn

Hvað þarf ég að eiga og taka með mér
Þú þarft að eiga hjólaskó með festingu undir (Shimano spd) til að festa við pedalana, allar hjólreiðaverslanir vita hvernig skó þú þarft ef þú segist vera að æfa hjá Hjólaþjálfun. Það er síðan hægt að kaupa festinguna sjálfa sem við setjum undir skóinn, hjá okkur í Hjólaþjálfun á 3000.-
Það er smekksatriði en langflestir vilja vera í hjólabuxum með púða til að sitja á hnakknum á hjólinu, það er misjafnt hvernig hnakkarnir á hjólinu henta fólki, við erum með sjö típur af hnökkum en annars eru líka gelpúðar í boði.
Síðan er það bara venjulegur íþrótta eða hjólreiðafatnaður sem þér líður vel í og þú mætir alltaf með vatnsbrúsa og svitahandklæði með þér.
Þú þarft ekki að eiga hjól til að vera með, þú hjólar á hjólunum okkar sem eru inni í salnum.
Ekkert stress að mæta með allar græjur í fyrstu tímunum, getur alveg mætt á strigaskónum til að byrja með.


Hér er ekkert smátt letur, þú bara skráir þig, borgar fyrir þjálfunina, mætir á æfingar og við sjáum um rest…enda snýst þetta um að hafa gaman og ná árangri.

Þjálfarar Hjólaþjálfunar
Hjólaþjálfun státar af flottasta hjólreiðaþjálfarateymi landsins, hvergi annarstaðar eins íþróttamenntaðir og reynslumiklir þjálfarar!

María Ögn og Hafsteinn Ægir
Aðstoðaþjálfarar
Elvar Örn, Margrét Arna, Bríet Kristý, Einar Gunnar, Rúnar Karl, Jórunn Jóns, Páll Elís
Lestu um þjálfarana

— Síðast uppfært 12. des 2019 —

Æfingahópur Hjólaþjálfunar – SUMARTÍMABIL 2020
Sumartímabilið er frá 27 apríl – 21 júlí 2020
Við munum breyta skipulagi æfinga og áherslum fyrir sumarið 2020 frá fyrri árum, en við munum leggja aðaláherslu á alveg stórskemmtilegar fjallahjóla- og gravel æfingar, ásamt götuhjólahjólatúrum. 

Kynnumst öllum þeim geggjuðu svæðum sem eru hérna í bakgarðinum hjá okkur á höfuðborgasvæðinu, munum fara í ferðir út á land og hjóla flotta staði. Það verða æfingar þar sem við tökum á því á styttri leiðum og förum yfir tækni og einnig þar sem við hjólum í lengri tíma sem reynir á úthald. Allt mun þetta miðast af því að fólk sé á gravel hjóli, cyclocross hjóli eða létt dempuðu fjallahjóli og mismunandi æfingarnar verða alltaf færar fyrir allar þessar típur af hjólum. Við munum ekki hjóla þannig leiðir að þörf sé á hjálmi með kjálkagrímu eða öðrum auka hlífðarbúnaði.

Í boði verða tveir getuhópar með þjálfara á æfingunum en annars fara allir á sínum hraða, æfingarnar og hjólatúrarnir verða vel skipulagðir og alltaf kort af leið gefið út fyrir hverja æfingu. 

ATH. Allar frekari upplýsingar um sumarið 2020 koma hér inn á síðuna byrjun mars og skráning á þetta tímabil hefst 1 apríl 2020

Þjálfarar Hjólaþjálfunar
María Ögn, Hafsteinn Ægir og aðstoðaþjálfarar
maria@hjolathjalfun.is

–Síðast uppfært 28. nóv 2019–

Til baka