Æfingahópur Hjólaþjálfunar

Upplýsingar varðandi þjálfun og tímatöflu sem verður í gildi frá og með janúar 2019, verða uppfærðar hérna ekki seinna en 12 des, en skráningar fyrir janúar hefjast 15 desember.
Þó æfingar vetursins séu byrjaðar, þá er alltaf hægt að bætast í hópinn! 😉
Við erum flutt í súperflotta hjóla og lyftinga/styrktar/liðleika aðstöðu á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

Skráningaform, verð og greiðsluupplýsingar hér neðar á síðunni…sendir póst á Maríu þjálfara ef eitthvað er, maria@hjolathjalfun.is
—————————————-

Æfingahópur Hjólaþjálfunar
Af því að það er gaman og árangursríkara að æfa með skemmtilegu fólki með góðum þjálfurum.
Þjálfun og æfingar sem er persónuleg og er sniðin að öllum getustigum.
Það eru markmiðin þín sem stýra því hvernig við þjálfum þig!
Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

Hjólaþjálfun státar af alveg þrælmenntuðum-, reynslumiklum- og umfram allt, langt yfir meðallagi skemmtilegum þjálfurum.
Þar sem hver og einn hefur ákveðna sérstöðu til að deila til hópsins og samtals er þetta besta hjólaþjálfarteymi landsins!
María Ögn, Hafsteinn Ægir og Rúnar Karl eru aðalþjálfarar.
Aðstoðaþjálfarar eru
Elvar Örn, Jórunn Jóns, Hansína Þóra, Bríet Kristý, Páll Elís, Gunnar Wedholm, Jóhanna Rósa og Grétar Laxdal.
„Höfum gaman af því að æfa og náum árangri“
Lesa meira um þjálfarana…

Þjálfunarfyrirkomulag
– Í grunninn eru þetta um 75 mín æfingar sem byggjast upp á hjólreiðum, styrktaræfingum, liðleika-teygjum og foam flex rúllum.
– Regluleg test og mat, svo þú fáir nákvæmlega það sem þú þarft út úr hjólaæfingunum.
– Gæða styrktaræfingar sem leggja áherslu á mjaðmasvæði, miðjuvöðva, hálsvöðva og aðra stöðugleikavöðva líkamans.
– Mikið er lagt upp úr því að hópurinn taki liðleikaæfingar, teygjur eða nudd rúlli saman undir stjórn þjálfara í lok æfinga.
– Útiæfingar eru reglulega allan veturinn, hægt að mæta á cyclocross eða fjallahjóli en ef fólk á bæði þá látum við vita hvort hentar betur þann daginn, síðan á nagladekkjum þegar aðstæður fara að byðja um það. Æfingarnar verða hjólatúrar oft með áherslu á tæknina og skemmtileg twist, alltaf skipt í getuhópa með jafnmörgum þjálfurum á æfingum.
– Sundæfingar allan veturinn í Kópavogslaug, alltaf kl 6:30 á þriðjudögum, stundum aukaæfingar um helgar eða auka tækniæfingar.
– Ekkert mál að fá æfingar frá þjálfara eða sendar í gegnum Trainingpeaks ef það hentar þér stundum betur en að mæta til okkar.
– Hópurinn hefur aðgang að þjálfunaraðstöðu Hjólaþjálfunar á Höfðanum utan hefðbundinna æfingatíma ásamt styrktar æfingum til að gera.
– Í hjólasalnum hjá okkur eru x40 power wattahjól IC8 (getur lesið betur um hjólin hérna neðst í textanum).
– Í styrktar/liðleikasalnum hjá okkur eru 2x róðravélar, 1x Ski-erg skíðagönguvél, hnébegjurekki, bumper-lóð og stangir, ketilbjöllur, ýmisskonar æfingaboltar, ásamt ýmsum stöðuleika-æfingadóti, teygjum, upphýfingastöng, nuddrúllum, boltum o.fl.
– Utan hefðbundinnar fastrar tímatöflu verða mjög regluega, aukaæfingar eins og… teygjuflæðis-liðleikatímar, gæða-styrktaræfingar, styrktar-þrekæfingar (bootcamp), skíðaganga og önnur félagsleg bráðskemmtileg twist.

Þjálfunin
– Árinu (okt-okt) í þjálfuninni er skipt upp í mismunandi áherslutímabil með mismunandi markmið hverju sinni.
– Æfingaárið byrjar í oktober með inni-vetrartímabilinu og er sett upp með það að markmiði að þú komir út í vorið, klár, í flottu hjólaformi.
– Því skiptist inniæfingatímabilið oktober – apríl upp í mismunandi áherslutímabil á ákefð og kerfi og mis erfiðar/léttar vikur í þjálfuninni.
– Útiþjálfunin um vorið frá maí – júlí, eru götu- og fjallahjólaæfingar sem eru með það að markmiði að læra að nýta og bæta við inniformið þitt úti, tekið á því á æfingum, mikil áhersla á tæknina á hjólinu, að æfa það að hjóla í hóp og sérstakur undirbúningur undir ákveðnar keppnir og viðburði osfv.
– Útiþjálfunin um haustið frá ágúst – sept, eru götu- og fjallahjólaæfingar þar sem áherslan er meiri á félagslega hjólatúra samhliða intervalþjálfun, tækni o.fl.

Markmið
– Hver og einn er með sín markmið, sem viðkomandi setur í markmiðaskjal til þjálfarans (valkvætt).
– Hjólaþjálfun er líka með ýmis markmið til að gera með hópnum á árinu, allt snýst þetta um að hafa gaman og vera með og…sigra mótið eða sjálfan sig 😉
– Særsta markmiðið er 300km Vatternrundan í Svíþjóð 14-15 júní 2019, allir velkomnir með. Skemmtilegt markmið að stefna á, frekari upplýsingar hérna neðst í textanum.
– Önnur markmið eru að taka þátt í ákveðnum götuhjóla- fjallahjóla – og grevel- keppnum. Einnig styttri þríþrautum, hlaupum og skíðagöngu.
– Það eru þónokkuð margir í hópnum nú þegar sem eru að stefna á þríþraut-hálfan járnkarl og einnig margir að undirbúa sig fyrir Landvættina, þannig að flottir æfingafélagar ef þetta er markmið þitt.

Ertu byrjandi?
– Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og þjálfarar passa upp á að álagið sé rétt svo jákvæður árangur náist.
– Það skiptir engu máli í hversu slæmu eða góðu formi þú ert í í upphafi, það hvað við munum geta bætt formið þitt mikið er það sem skiptir máli.
– Í byrjun tímabils í oktober, janúar og mars er sérstök byrjendafræðsla utan æfingatíma, þar sem þjálfarar hjálpa þér að stilla hjólið í rétta stöðu, kenna á hjólin og hvernig æfingarnar ganga fyrir sig svo þú getir mætt örugg/ur með þig á fyrstu æfingarnar.

Stefnir þú hátt með þig og vilt meira?
– Í boði er að vera Elite, það þýðir að þú vilt meira persónulegt aðhald frá þjálfara á þeim sviðum þjálfunarinnar eða öðru skipulagi í lífinu sem þú þarft á að halda til að æfa vel og rétt. Til dæmis fleiri æfingar (hjól, styrkur, lyftingar), skipulag á tíma, eftirlit með magni æfinga og slíkt.
– í Elite þjálfun fylgja ekki aukaæfingar með þjálfara með sér á staðnum, greiða þarf sérstaklega fyrir slíka þjálfun, einkatími í þjálfun kostar 9.900.-
– Mjög takmarkaður fjöldi getur verið í Elite eftirliti hjá þjálfara og kostar það aukalega á mánuði (aukalega við æfingahóps gjaldið), þú sendir þjálfara póst til að skrá þig, en það byrjar 1. janúar 2019  maria@hjolathjalfun.is

Æfingatímar
– Þegar þú skráir þig í þjálfunina þá velur þú ákveðinn tíma sem þú telur að þú munir helst og oftast mæta á.
– Þú hefur samt aðgang að öllum tímunum í tímatöflunni og mætir þegar þér hentar best hverju sinni og þarft því aldrei að missa af æfingu. Þannig að ef þú velur td 12:00 sem þinn aðal æfingatíma þegar þú skráðir þig upphaflega, þá getur þú samt líka alveg mætt kl 18:40 ef það hentar þér betur þann daginn.
– Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega á hverja æfingu, þú bara mætir, við erum með 40 hjól í salnum og lofum þér því að það er alltaf laust hjól fyrir þig!

Tímataflan hér fyrir neðan er  er tímatafla Æfingahópsins sem tekur gildi 3. janúar 2019.
ATH í desember 2018, er ekki tími kl 16:15-17:30 (það er tími sem bætist við eftir áramót), seinniparts og kvölds tímarnir eru kl 17:15- 18:30, 18:40-19:55 og 20:00-21:15 í desember áður en taflan breytist svo um áramótin.
Í þessa töflu bætast svo aukaæfingar og fyrirlestrar sem verða mismunandi hverja viku.

Hvað er innifalið í verðinu…
Allt!
Sama hvað þú velur að vera mikið með okkur yfir árið að þá er þetta ekkert flókið…
…Þú hefur alltaf aðgang að öllum æfingum, aukatwistum, æfingaraðstöðu Hjólaþjálfunar á Höfðanum og þjónustu sem eru í boði og í gangi hjá hópnum…sjá allt um það í textanum hér fyrir ofan.
…Þjálfarar Hjólaþjálfunar eru þjálfararnir þínir og þú hefur aðgang að þeim.
…Reglulega verða sérstakir þjálfaradagar (þjálfarar klárir að hitta þig persónulega), byrjendafræðsla og mjög spennandi fræðslu fyrirlestrar frá um hitt og þetta tengt hjólreiðum og þjálfun.
…Ert alltaf með virkilega góða afslætti á hentugum og mettandi stöðum… kíktu á það = #Spons Æfingahópsins

Hvernig skrái ég mig?
Þú verður í allra fyrsta lagi að skrá þig í skráningaskjalið sem er hér fyrir neðan og íta á SUBMIT þar!
Þá færð þú upp tengil á greiðslusíðu sem þú skráir þig inn á með rafrænum skilríkjum.
Þú skiptir æfingagjaldinu í eins margar mögulegar greiðslur og þér hentar og færð rukkanir á annaðhvort heimabanka eða á kort, það kostar þig ekkert aukalega, nema 390kr seðilgjald ef þú velur að fá rukkun í heimabanka. . 
Að lokum finnur þú okkur þjálfarana og æfingafélagana á lokaðri facebook síðu hópsins (sjá hér fyrir neðan).

Skráning…
Þú skráir þig í Æfingahópinn í gegnum þetta skráningaskjal SKRÁNING

Greiðsla…
Þetta er greiðslusíðan sem þú ferð inn á greiða fyrir þjálfun
Þarna skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Hjólaþjálfun er ekki íþróttafélag eða hjólreiðafélag og fær því ekki styrki frá sveitafélagi, íþróttafélagi, lottótekjur frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands líkt og öll hjólreiðafélögin fá til niðurgreiðslu æfingagjalda iðkenda sinna. Við bendum fólki á að nýta sér íþróttastyrki, endurgreiðslur stéttafélaga, vinnustaða o.s.fv.

Þjálfunin kostar…
Skráning möguleg frá oktober til 30 nóv, þjálfun hefst 14. oktober 2018…
– Allt árið okt 2018 – okt 2019. Verð 139.950.- (mögulegt að skipta í 7 greiðslur) sem er langskemmtilegast og hagstæðast!
– Allt vetrartímabilið okt 2018 – apríl 2019. Verð 109.950.- (mögulegt að skipta í 5 greiðslur).
– Bara: okt – des 2018 (11 vikur). Verð 39.950.- (mögulegt að skipta í 2 greiðslur).
Skráning möguleg frá 1 – 15 des…
– Árið: Des 2018 – okt 2019, Verð 133.950.- (mögulegt að skipta í 7 greiðslur).
– Veturinn: Des 2018 – apríl 2019, Verð 88.950.- (mögulegt að skipta í 4 greiðslur).
Skráning möguleg frá 15 des – 30 janúar, þjálfun hefst 3. janúar 2019…
– Árið 2019: Jan – okt. Verð 122.950.- (mögulegt að skipta í 6 greiðslur).
– Veturinn 2019: Jan – apríl. Verð 75.950.- (mögulegt að skipta í 3 greiðslur).
– Bara: Jan – feb 2019. Verð 38.950.- (mögulegt að skipta í 2 greiðslur).
Skráning möguleg frá 15 febrúar – 31 mars, þjálfun hefst 25. febrúar 2019…
– Bara: Mars – apríl 2019 (9 vikur). Verð 38.950.- (mögulegt að skipta í 2 greiðslur).
Skráning möguleg frá 15 apríl – 31 ágúst, þjálfun hefst 29. apríl 2019…
– Allt sumartímabilið maí – sept 2019. Verð 49.950.- (mögulegt að skipta í 3 greiðslur).
– Bara: Vor/sumar tímabil maí – júlí 2019 (9 vikur). Verð 32.950.- (mögulegt að skipta í 2 greiðslur).
– Bara: sumar/haust tímabil ágúst – sept 2019 (6 vikur). Verð 22.950.- (ekki mögulegt að skipta greiðslum), þjálfun hefst 12. ágúst 2019..
Greiðslusíða: Greiða fyrir þjálfun

Þegar þú ert búin/nn að skrá þig og borga þá finnur þú æfingafélagana og þjálfarana á lokaðri facebook síðu hópsins Æfingahópur Hjólaþjálfunar … 😉

Hér er ekkert smátt letur, þú bara skráir þig, borgar fyrir þjálfunina, mætir á æfingar og við sjáum um rest…enda snýst þetta um að hafa gaman og ná árangri.

Hjólin… x40 IC8 power wattahjól
– Hjólaþjálfun er með flest hjól allra á landinu í salnum hjá sér, enda er markmiðið að það sé alltaf laust hjól fyrir þig, svo þú getur mætt þegar þér hentar best.
– IC8 hjólin eru á allan hátt hönnuð að hjólreiðafólki svo inniæfingar hjólarans verði sem líkastar þínum hjólreiðum.
– Þessi hjól gefa þjálfurum kost á að taka FTP watta test á einstaklingnum sem setur gríðarleg gæði í æfingarnar og þjálfunin verður einstaklingsmiðaðri og getur fólk á öllum getustigum æft saman.
– Hjólið er tengjanlegt við Garmin, Strava og Zwift og eru Garminfestingar á öllum hjólunum.
– Hjólaþjálfun er búin að setja 5 mismunandi hjólreiða hnakka á hjólin og því ættu því öll klof að finna sér hnakk við hæfi.
– Hjólið er útbúið fríhjóli, pedalarnir hætta sem sagt að snúast ef þú hættir að pedala, bara eins og á venjulegu hjóli. Þú getur einnig fylgst með því hvernig þú nýtir sveifasnúninginn sem skiptir miklu tæknilegu máli upp á nýtingu á vöðvum.
– Hjólaþjálfun setti alvöru Shimano 520 spd pedala á hjólin, þannig nást bæði flot á klítana sem fer betur með hnéin og Q-factorinn verður hárréttur (breiddin á milli sveifanna/pedalanna). Það gerir það að verkum að þeir sem eru tæpir í hné finna ekki fyrir eymslum sem annars fynnast á pedölum sem fylgdu hjólunum. En að sjálfsögðu eru líka nokkur hjól með pedölum sem ganga upp fyrir strigaskó. Enginn annar hjólasalur á Íslandi er með alvöru reiðhjólapedala á hjólunum hjá sér.
– Það sem þú þarft með þér á æfingu er vatnsbrúsi, handklæði, betra að vera í hjólabuxum með púða og hjólaskór með spd/fjallahjóla klítum (ekki nauðsynlegt á fyrstu æfingunum).

Þjálfarar Hjólaþjálfunar
Hjólaþjálfun státar af flottasta hjólreiðaþjálfarateymi landsins, hvergi annarstaðar eins íþróttamenntaðir og reynslumiklir þjálfarar!

María Ögn, Hafsteinn Ægir, Rúnar Karl
Aðstoðaþjálfarar
Elvar Örn, Jórunn Jóns, Hansína Þóra, Bríet Kristý, Páll Elís, Gunnar Wedholm, Jóhanna Rósa, Grétar Laxdal

Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“.

Ps. Komdu með okkur í Vatternrundan í Svíþjóð 14-15 júní 2019
– Þessi viðburður snýst um að hjóla, njóta, þjóta og fljóta #Hafagaman
– Algjörlega stórmagnaður hjólaviðburður í Svíþjóð, þar sem hjólaðir eru nokkuð flatir 300km með 20þúsund manns, engin formleg úrslit eru í keppninni. Heimasíða keppninnar
– Ræst er frá því kl 18:00 föstudaginn 14 júní, þar til 6:00 laugardagsmorguninn 15 júní. En Elite hópar ræsa um hádegi laugardaginn 15 júní.
– Algengt er að vera á bilinu 9 – 13 klst að hjóla þessa vegalengd með nokkrum stoppum.
– Hjólaþjálfun er með „liðaslot“ með starttíma kl 5:26 og 4:34 þar sem þeir sem vilja hjóla vegalengdina á nákvæmlega þeim tíma sem þeim hentar starta saman eða á svipuðum tíma.
– Hafðu samband við Maríu þjálfara sem fyrst ef þú hefur áhuga á því að koma með okkur til Svíþjóðar.

— Síðast uppfært 29. nóvember 2018 —

Þeir sem eru í Æfingahóp Hjólaþjálfunar fá heldur betur flotta afslætti á meðan þeir eru í þjálfun…
#Kaffivagninn = FRÍTT uppáhellt kaffi á Kaffivagninum úti á Granda
#Eldsmiðjan = 40% afsláttur
#Saffranveitingastaður = 20% afsláttur og FRÍTT kaffi eða kakó úr Kaffitárs kaffivélunum á öllum Saffran stöðunum
#Hreysti = 15% afsláttur
#Örninn = 10% afsláttur af reiðhjólum og 15% afsláttur af öllu öðru
#Garminbúðin = 15-20% afsláttur af hjólatengdum Garmin vörum
#Úthald.is = 15% afsláttur af öllu
Upplýsingar um hvernig fólk notar afsláttinn eru inni á lokuðu facebook síðu hópsins 😉

Upplýsingarnar sem eru hér fyrir neðan eiga við um vortímabilið maí – júlí 2018, en allar upplýsingar um vorið 2019 koma hér inn eftir veturinn og þegar nær dregur vori.

Þjálfunin er fyrir þá sem vilja æfa hjólreiðar reglulega, mæta á æfingar í góðum félagsskap, læra betri tækni á hjólinu, taka vel á því og komast í betra form á hjólinu með góðum hóp.
Markmiðið með þjálfuninni er að bjóða bæði þeim hraðari og þeim sem hægari eru að æfa með hóp á sama getustigi, undir leiðsögn góðs þjálfarateymis sem vill endilega fá að deila mikilli reynslu sinni og metnaði í hjólreiðum. 

Við skipuleggjum æfingarnar og þjálfunina þannig að við berum virðingu fyrir æfingum og tíma annarra. Þeir sem fara hraðar eiga ekki að þurfa að eyða tíma sínum í að bíða eftir þeim sem hægari eru og á hinn veginn, þeir sem fara hægar eiga ekki að þurfa að vera með æluna í hálsinum allar æfingar til að reyna að hanga í þeim sem hraðari eru.  Það er lítil gleði í því og það verður enginn árangur með slíku fyrirkomulagi.

Því skiptum við hópnum upp í þrjá getuhópa á æfingum
Espresso = þeir sem eru hraðari en hinir.
Americano = medium fólkið, miðlungs hjólarar
Latte = þeir sem eru hægari en hinir

 

Með því að tilheyra Æfingahóp Hjólaþjálfunar þá hefur þú aðgang að…

 • Þremur götuhjólaæfingum með þjálfurum á viku í 9 vikur.
 • Getur valið um 9 æfingatímasetningar á viku til að mæta á með þjálfara.
 • Þú hefur mjög góðan aðgang að virkilega góðu þjálfarateymi á æfingum og í gegnum facebook síðu hópsins utan æfinga.
 • Færð góða leiðsögn á æfingum og fyrirlestur utan æfinga varðandi tæknina á hjólinu.
 • Þú tilheyrir æfingahóp þar sem allir eru með það að markmiði að æfa reglulega og hafa gaman af.
 • Þú ert hluti af hóp, ert í félagsskap þar sem þú getur alltaf athugað hvort fólk vilji ekki hendast með þér út í hjólatúra utan æfingatíma.
 • Getur mætt á aukaæfingar/hjólatúra (utan tímatöflu) á fjallahjólinu með þjálfara til dæmis fyrir Bláalóns þrautina og aðrar fjallahjólakeppnir sem eru á tímabilinu (sama hvort þú ætlir að keppa eða ekki).
 • Verður þátttakandi í ýmsu alveg stórskemmtilegu sem þjálfararnir skipuleggja á tímabilinu… 🙂 
 • Ert með virkilega góða afslætti á völdum stöðum á meðan þú ert í Æfingahóp Hjólaþjálfunar, frekari upplýsingar á lokuðu facebook síðu hópsins.

Æfingarnar eru vel skipulagðar!

 • Hópnum er getuskipt í þrjá hópa á æfingunum og því yfirleitt þrír þjálfarar á hverri æfingu.
 • Hóparnir heita Espresso – Americano – Latte, (hröðustu eru í espresso og hægari í latte). Við leiðbeinum fólki hvaða hóp það tilheyrir en síðan kemur það líka bara í ljós á fystu æfingunum.
 • Allar upplýsingar um æfingar hverrar viku eru settar í skjal á facebook síðu hópsins, þannig að ef þú kemst t.d ekki á æfingu með þjálfara, þá getur þú framkvæmt æfinguna samviskusamlega sjálfur.
 • Það er alltaf ljóst á sunnudegi fyrir hverja viku hvernig æfingar vikunnar verða, hversu langar og hvar þær verða og svo framvegis.
 • Leiðin eða svæðið sem æfingin fer fram á, er alltaf kynnt með Strava korti fyrir hverja æfingu, þannig að ef einhvað kemur upp á þá veistu alltaf hvar hópurinn og þjálfararnir eru.
 • Upphafsstaður æfinganna er ekki alltaf sá sami því við viljum fjölbreytni, nota mismunandi svæði sem bjóða upp á mismunandi áherslur á æfingunum, einnig kynna hópinn fyrir hentugum og öruggari æfingasvæðum víðsvegar um höfuðborgina. Æfingarnar munu þó oftast byrja í Stúdíó Hjólaþjálfun á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi, enda liggja leiðir til allra átta þaðan. Aðrir staðir eru t.d Hádegismóar, Vífilstaðaspítali, Sjálandsskóli í Garðabæ.
 • Allir æfa saman þó æfingin geti verið mjög mismunandi fyrir hvern og einn eftir getu.

 

Þjálfunin 

 • Æfingarnar eru hnitmiðaðar og samanstanda af sprettum, keyrslum, brekkum og ýmisskonar tækniæfingum ásamt löngum hjólatúrum einhverjar helgar.
 • Þjálfarar fylgjast vel með hverjum og einum og leiðbeina einstaklingnum persónulega.
 • Reglulega verða ákveðin þemu tekin fyrir á æfingu, eins og tækniæfingar, drafting (að hjóla í kjölsogi) eða annað fróðlegt og skemmtilegt.
 • Æfingar munu sumpart miðast að þeim keppnum/viðburðum sem eru framundan, eins og t.d æfa beygjutækni og slíkt fyrir Tour of Reykjavík o.s.fv.
 • Reglulega munu hjólaæfingarnar enda á því að teygja á í Stúdíó Hjólaþjálfun.
 • Ef það verður algjörlega fráleitt veður á æfingadegi, þá færum við æfinguna inn á powerhjólin í Stúdíó Hjólaþjálfun.
 • Haldinn verður „tæknilegur“ fyrirlestur fyrir hópinn yfir kaffi og kleinu, eitt gott kvöldið, utan æfingatíma.
 • Við leggjum mikið upp úr því að fólk beri sig rétt á hjólinu, sé öruggt gagnvart sjálfu sér og öðrum í kring um sig, kunni að hjóla í hóp og þekki allar helstu reglur sem fylgja hjólreiðunum og því förum við vel í þau atriði bæði með hópnum og einstaklingnum.

 

Æfingatímatafla – ATH gildir vorið 2018
Æfingar á virkum dögum eru 60 – 90 mín (oftast um 75 mín). Æfingar á sunnudögum eru 60 – 120+ mín (oftast um 90 mín).

Svo allir geti fundið hentugan tíma til að æfa þá er t.d æfing á þriðjudegi kl 6:15, 11:30, 18:00 og 20:00, það er í raun sama æfingin sem er keyrð í gegn á þessum fjórum æfingatímum, síðan fer önnur æfing í gang á fimmtudeginum þá vikuna.
Sunnudagar eru góðir hjóladagar og því verða þær æfingar yfirleitt með skemmtilegu tvisti, teknir lengri hjólatúrar eða sérstaklega farið yfir ákveðnar tækniæfingar á hjólinu.

Staðreyndir

Hvernig hjól?: Þjálfunin gengur út frá því að fólk sé á racer hjólum eða cyclocross hjólum með sléttum dekkjum, sem sagt hjólum með hrútastýri.
Hvenær og klukkan: Skoðaðu tímatöflu æfingahópsins hér fyrir ofan.
Hvar byrja æfingarnar?: Æfingarnar byrja oftast við Stúdíó Hjólaþjálfun, aðrir staðir eru t.d Árbæjarsundlaug, Vífilstaðaspítali, Sjálandsskóli í Garðabæ o.fl, staðsetning æfinga hverrar viku eru alltaf kynntar í ýtarlegu heildarprogrami vikunnar sem er sett inn á facebook hópinn á sunnudögum, alveg misjaft hvort fólk hjóli eða keyri á æfingu.
Upplýsingarflæðið: Allir sem eru skráðir eru inni á lokaðri facebook grúbbu Æfingahópsins, þar sem þjálfarar koma öllum upplýsingum á hópinn og er um leið vettvangur þeirra sem eru í hópnum að hóa sig saman í hjólatúra utan æfinga.

Verð fyrir 9 vikna ÚTI þjálfunartímabil: x

Skráning og greiðsla
Þú svarar þessu skráningarformi til að skrá þig x
Þér verður síðan bætt inn í lokaðan facebook hóp Æfingahóps Hjólaþjálfunar í gegnum e-mailið þitt þegar nær dregur fyrstu æfingum í maí.

 

Okkur hlakkar mikið til, enda er fjör framundan !
Hjólaþjálfun státar af alveg einstöku þjálfarateymi sem veit hvað þarf til að ná markmiðum sínum á skemmtilegan hátt!
Þjálfarar Æfingahóps Hjólaþjálfunar.
María Ögn, Hafsteinn Ægir
Rúnar Karl, Jórunn Jóns
Páll Elís, Rósa

Ef þú hefur spurningar, sendu okkur þá póst
maria@hjolathjalfun.is

Upplýsingar hér fyrir neðan eiga við um tímabilið haustið 2018. Upplýsingar fyrir haustið 2019 koma hér inn í apríl 2019. 

Seinnihluti sumars og haustin er svo geggjaður tími og þess vegna gerum við allskonar…
Engin vika verður nákvæmlega eins, en það sem verður pottþétt er að það verður mikið af allskonar æfingum í boði að mæta á og það verður fjör!

Á þessu haust tímabili verða æfingar eins og…
Götuhjólinu – eðal interval æfingar, criterium, tækniæfingar og lengri hjólatúrar.
Fjallahjólinu – kynnum ykkur fyrir öllum flottu fjallahjólaleiðunum sem eru hérna í bakgarðinum hjá okkur á höfuðborgasvæðinu með því að taka hörkuæfingar ásamt því að rúlla bara áfram og njóta í gleðinni. Förum mikið í tækniæfingar á fjallahjólinu. Förum fjallahjóladagsferð að Háafoss og mögulega meira í þeim dúr. Þetta verða svokallaðar cross country fjallahjólreiðar eða „hefðbundnar“ fjallahjólreiðar sem krefjast ekki auka öryggishlífa eða búnaðar, sem sagt engin heljarstök á hjólinu.
Inniæfingar í Studio Hjólaþjálfun – hörku inniæfingar eru í hverri viku, æfingin er í 45mín og teygjum svo á í 15 mín.
Auka æfinga twist – Það verða aukaæfingar í hverri viku eins og…
…eðal styrktaræfingar
…sérstakir teygju- og liðleikaflæðistímar
…5mín FTP test á innihjólunum
…stingum okkur í sundlaugina og syndum
…förum í fjallgöngu
…verðum með létt „námskeið“ fyrir æfingahópinn í því hvernig á að skipta um dekk/slöngu og þetta helsta um viðhald á hjólinu
…sem sagt götuhjóla, fjallahjóla, gera allskonar og hafa gaman!

Æfingar fyrir þig!

Þjálfunin er fyrir þá sem vilja mæta reglulega á æfingar í góðum félagsskap, æfa með hóp á sama getustigi og þeir sjálfir, læra betri tækni á hjólinu, taka vel á því, komast í betra form á hjólinu og í öðrum æfingum með góðum hóp í góðu glensi.

Því skiptum við hópnum upp í þrjá getuhópa á æfingum
Espresso = þeir sem eru hraðari en hinir.
Americano = medium fólkið, miðlungs hjólarar
Latte = þeir sem eru hægari en hinir
Allir fá æfingu við sitt hæfi með sínum þjálfara

Æfingarnar eru vel skipulagðar!

Allar og ýtarlegar upplýsingar um æfingar hverrar viku eru í æfingavikuskjali á facebook síðu hópsins.
Leiðin eða svæðið sem æfingin fer fram á, er alltaf kynnt með Strava korti fyrir hverja æfingu, þannig að ef einhvað kemur upp á þá veistu alltaf hvar hópurinn og þjálfararnir eru.
Upphafsstaður æfinganna er ekki alltaf sá sami því við viljum fjölbreytni, nota mismunandi svæði sem bjóða upp á mismunandi áherslur á æfingunum, einnig kynna hópinn fyrir hentugum og öruggari æfingasvæðum og skemmtilegum fjallahjólaleiðum víðsvegar um og í kring um höfuðborgasvæðið.
Allir æfa saman þó æfingin geti verið mjög mismunandi fyrir hvern og einn eftir getu.

Í grunninn lítur æfingataflan svona út en vikurnar verða aldrei alveg eins, því í hverri viku verða alltaf einhver aukaæfingatwist.
Æfingar á mán og mið verða ýmist götuhjóla eða fjallahjólaæfingar, stílum götuhjólaæfingarnar á daginn þar sem spáir betra veðri því allt veður er gott á fjallahjólinu, en sama æfingin er þá í hádeginu og seinnipartinn þann sama dag.
Um helgar verða einnig götu- og fjallahjólaæfingar, yfirleitt þá lengri túrar með twistum og oftar en ekki þá félagslegum kaffibolla í lokin.

Staðreyndir

Tímabilið 13 ágúst – 23 september – 6 vikur
Hvernig hjól?: Á götuhjólaæfingum – racer eða cyclocross hjól með sléttum dekkjum, sem sagt hjólum með hrútastýri. Á fjallahjólaæfingum – hjól með dempun og grófum dekkjum, sem sagt hardtail hjól eða meira dempað fjallahjól. Á inniæfingum – Ic8 inni power hjól sem eru í hjólasal Hjólaþjálfunar.
En ég á ekki og ætla ekki að eiga fjallahjól?: Það er allt í góðu, þú ert samt heill hluti af hópnum og þá mætir þú á götuhjólaæfingarnar sem eru í boði í hádeginu, seinnipartinn og um helgar og svo í allt aukatwistið sem við ætlum að gera. Verðið miðast í raun að því að fólk nái að mæta í sirka helminginn (sama hvaða helmingur það er), þannig að þú ert í raun ekki að borga fyrir æfingar sem þú nærð ekki að mæta á, en hinsvegar eru þeir sem vilja og mæta í allt í raun að græða.
Hvenær og klukkan: Í grunninn eru æfingatímarnir eins og í tímatöflunni hér fyrir ofan en engin vika verður alveg eins því við skjótum alltaf inn einhverjum aukaæfingum og aukatwisti.
Hvar byrja æfingarnar?: Mjög misjafnt verður hvar æfingarnar byrja, en staðir eins og við Stúdíó Hjólaþjálfun á Nýbýlaveginum, Árbæjarlaug, Elliðaárdal, Hádegismóum, Vífilstaðaspítali, Sjálandsskóli í Garðabæ o.fl, staðsetning æfinga hverrar viku eru alltaf kynntar í ýtarlegu heildarprogrami vikunnar sem er sett inn á facebook hópinn um helgar, það er alveg misjaft eftir staðsetningu hvort fólk hjóli eða keyri á æfingu.
Upplýsingarflæðið: Allir sem eru skráðir eru inni á lokaðri facebook grúbbu Æfingahópsins, þar sem þjálfarar koma öllum upplýsingum á hópinn og er um leið vettvangur þeirra sem eru í hópnum að hóa sig saman í hjólatúra utan æfinga.
Afslættir Æfingahópsins: Kíktu á alla afslættina sem þú ert með á meðan þú ert í þjálfun hjá okkur #Spons 😉

Verð fyrir 6 vikna þjálfunartímabilið 13 ágúst – 23 sept: x 

Skráning og greiðsla
ATH: Af því að tímabilið er byrjað væri betra að þú sendir póst beint á maria@hjolathjalfun.is og skráir þig þannig og hver greiðslan er.
Þú svarar þessu skráningarformi til að skrá þig x

Síðan finnur þú lokaða Facebook hóp Æfingahópsins og verður með okkur í gleðinni.

Það er feikna fjör framundan !
Þjálfarar Æfingahóps Hjólaþjálfunar.
María Ögn, Hafsteinn Ægir
Rúnar Karl
Jórunn Jóns, Páll Elís, Rósa

Meira um þjálfara Hjólaþjálfunar Þjálfarar

Ef þig vantar að vita meira eða einhvað er óljóst þá væri geggjað að þú sendir póst maria@hjolathjalfun.is eða bjallaðir bara í Maríu þjálfara í 775 9902

Síðast uppfært 2. nóv 2018

Sérhópar í þjálfun.
Séræfingar með þjálfara fyrir þinn hóp eða fyrtæki á þeim tíma sem hentar, eins oft og óskað er eftir.
– Mjög skemmtilegt að æfa sérstaklega með vinahópnum, vinnustaðnum eða WOW Cyclothon liðinu.

Leiga á hjólasal – x40 Ic8 powerhjól
Leiga á hjólasal án þjálfara.
Þá hafið þið aðgang að hjólasalnum á þeim tíma sem hentar hópnum best 

Ef þú hefur spurningar, sendu okkur þá póst
maria@hjolathjalfun.is

Til baka