Fyrir hverja

Alla sem anda

bicycle

Hvernig hjól

Þurfum ekki hjól, öndum bara inn og út á námskeiðinu

Verð

6.900 kr

Næsta námskeið

Auglýst síðar haustið 2018

Bættu árangur þinn með réttri öndun í íþróttum og við hreyfingu almennt.
Hjólaþjálfun í samstarfi við www.anda.is

 Um námskeiðið

Við þjálfun og hreyfingu gleymist of oft að huga að þessum risastóra þætti líkamans, önduninni og öndunarvöðvum. Virkilega gott námskeið fyrir alla þá sem vilja bæta árangur sinn sama hver markmiðin með hreyfingunni eða íþróttinni eru.

Betri öndun byggir á fræðum fríköfunnar sem snýst um stýringu og fullkomna stjórn á öndun, en fjölmargir íþróttamenn í fremstu röð hafa notað aðferðafræði fríköfunnar til að bæta sig og hámarka árangur sinn í sinni íþróttagrein með virkilega góðum árangri.

Á námskeiðinu er farið í lífeðslisfræðina á bak við öndun, öndunarfæri- og vöðva og farið í öll helstu atriði réttrar öndunar. Þú lærir aðferðir til að lækka púls samhliða áreynslu eða við álag, styrkjandi æfingar og teygjur fyrir lungu og öndunarvöðva ásamt slökun.
Gott námskeið fyrir alla, sama hvaða íþrótt, hreyfingu eða líkamsrækt þú stundar, hvort sem það séu göngur, þolíþróttir eða styrktar- og lyftingaræfingar.

 

Staðreyndir
Hvenær: Haustið 2018 – auglýst þegar nær dregur hausti
Hvar: GG Sport, Smiðjuvegi 8 (græn gata)
Klukkan: 19:30 – 22:30 (3klst)
Verð: 6.900.-
Skráning: Sendu póst á maria@hjolathjalfun.is
Kennarar
Fyrirlesarinn er Birgir Skúlason sem er besti fríkafari Íslands og mikill íþróttamaður. Hann er með AIDA/SSI/PADI réttindi, er Master freediver instructor og einnig EFR instructor. Fór í þjálfun í Dahab í Egyptalandi þar sem hann kláraði AIDA 2, 3 og 4 svo einhvað sé nefnt.

 

Sérnámkeið fyrir hópa
Hjólaþjálfun auglýsir reglulega opin námskeið, en einnig er hægt að panta sér námskeið fyrir hópa á tíma sem hentar hópnum best.

 

 

Ýtarlegri lýsing á námskeiði
Vissir þú að þú þarft að anda þegar koltvíoxíð CO2 hækkar yfir visst stig í blóðinu, en ekki þegar þú hefur of lítið af súrefni O2 í blóðinu?

Þú andar sem sagt ekki af því að þig vantar súrefni, heldur vantar þig að lækka koltvíoxíð.
Þú lærir æfingar til að auka þol fyrir því að vera með hærra hlutfall CO2 í líkamanum og getur því stýrt önduninni mun betur við áreynslu. Þú lærir að anda með það að markmiði að bæði fá minna CO2 og einnig að losna við CO2 úr kerfinu á sem hraðastan og orkuminnstann hátt.

Lærir púlsöndun, öndun sem hægir á púls, svokölluð recovery öndun, öndunartækni sem gott er að nota á meðan eða eftir áreynslu til að jafna þig fljótar og einnig í slökun.

Lærir tegjur fyrir lungna- og þyndarvöðva sem líkt og með aðra vöðva líkamans bæta getu sína þegar þeir eru með réttann „liðleika“.

–Síðast uppfært 04.07.2018–

Til baka