Einkatímar á fjalla- , götu- eða innihjólinu

Oft er bara þrælsniðugt, þægilegt og skemmtilegt að fá einkatíma fyrir þig eða hópinn þinn, með hjólaþjálfara á götu- eða fjallahjólinu?

Eins og til dæmis…
..fara yfir grunnatriðin á hjólinu
..fá meiri kjark á hjólinu
..verða tæknilega betri
..læra almennilega að hjóla í hóp og að drafta (hjóla í kjölsogi)
..láta þjálfara stýra hópnum á hjólaæfingum inni eða úti
..taka FTP wattatest á innihjólunum
..fá innihjólaæfingar nokkur skipti eða reglulega fyrir hóp, td WOW Cyclothon hóp, vinnustaði osfv
..hjóla og læra nýjar leiðir á fjallahjólinu
…sem sagt, bara hvað sem er og sniðið að ykkar markmiðum á götuhjóli, fjallahjóli eða inni í Hjólaþjálfun.

  • Eitt skipti eða oftar
  • Tímarnir geta verið frá 45 – 120+mín.
  • Við hittumst þar sem þér eða ykkur hentar best, ákveðum hentugan stað, komum í vinnuna eða heim til þín/ykkar. .
  • Það fer eftir fjölda skipta og markmiðum hvað við gerum, hvort við leggjum meiri áherslu á tæknina á hjólinu, þolið og formið eða bæði í bland.
  • Við getum hitt þig og þína á hjólinu svona sirka á milli kl 6:00-22:00 virka daga og 8:00-18:00 um helgar.

Verð: Fer eftir fjölda skipta- og þátttakenda

Þjálfarar: María Ögn og Hafsteinn Ægir
Getið beðið um bæði eða annaðhvort, það fer líka eftir því hvað við ætlum að gera hvort þeirra hittir þig eða ykkur.

Vertu í sambandi við okkur og kílum á þetta maria@hjolathjalfun.is

Til baka