FYRIRLESTRAR OG HÓPEFLI

Fyrirlestur

Við erum alltaf til í að koma og halda fyrirlestur um hvað það sem tengist hjólreiðum, hreyfingu, þjálfun, draft(að hjóla í kjölsogi), keppnir, heilsueflingu, næringu, markmiðasetningu, andlega íþróttasálfræðiþættinum eða öðru.

Hver fyrirlestur er sérstaklega settur saman eftir því hver áform og markmið hlustendahópsins eru.

Fyrirlestrar geta verið frá 40 mín og þess vegna upp í 3 klst, fer allt eftir umfangi og efnistökum fyrirlestursins.

Dæmi um möguleg umfjöllunarefni í fyrirletrum.

  • Kynning á hjólreiðum og hjólreiðabúnaði almennt.
  • Hjólreiðar sem hvetjandi heilsuefling og lífsstíll.
  • Tengt hjólað í vinnuna eða heilsueflingu fyrirtækisins.
  • Hjólafærni, tæknin á hjólinu.
  • Næring, markmiðasetning, íþróttasálfræðin.
  • Keppnishjólreiðar, æfingar, þjálfun, markmið.
  • Kynning á einstökum keppnum og viðburðum á Íslandi, svo sem, Hjólað í vinnuna, Bláalónsþrautin, Cyclothon, KIA Gullhringurinn, Tour de Reykjavík o.s.frv kíkið endilega á  dagatal Hjólaþjálfunar hér á síðunni og sjáið þá viðburði sem eru í boði á Íslandi á hverju ári.

Við púslum saman stórgóðum fyrirlestri sem hentar hlustendahópnum.

Verð fyrirlesturs: Fer eftir lengd og umfangi fyrirlesturs.

Fyrirlesari: María Ögn maria@hjolathjalfun.is

 

 

Fyrirlestur og hjólatúr, hópefli

Það hefur verið vinsælt hjá fyrirtækjum að við hittum þau með fyrirlestur og tökum síðan einn eða fleiri hjólatúra saman í beinu framhaldi eða einhverju seinna, þar sem ýmist hefur verið tekið vel á því með æfingu annaðhvort úti á hjólinu eða inni í hjólasalnum okkar, farið í tæknina og færnina á hjólinu úti eða bara flottann hópeflis hjólatúr sem endar á kaffihúsi.

Verð fyrirlesturs og hjólatúr í framhaldinu: Fer eftir lengd og umfangi fyrirlesturs og fjölda skipta úti á hjólinu.

Fyrirlesari: María Ögn

Umsjón hjólatúrs, hópeflis: María Ögn eða Hafsteinn Ægir

 

 

Cyclothon fundir

Er fyrirtækið að fara í Cyclothon 2019

Bjóðum upp á óformlegan fyrirlestrar spjallfund með liðsmönnum liðsins, þá setjumst við niður og förum yfir keppnina, búnað, æfingar og allan undirbúning fyrir stóra verkefnið.

Verð: 35.000.- Fundur er rúmlega 60+ mín.

Stýring Cyclothon funda: María Ögn eða Hafsteinn Ægir

Við bjóðum einnig upp á að Cyclothon lið geti leigt hjólasalinn okkar til æfinga, með eða án þjálfara, nánar um það hér á síðunni Cyclothon þjálfun

 

–Síðast uppfært 11.04.2019–

Til baka