FYRIRLESTRAR 

Fyrirlestur eða „pepp“ fundir

Við erum alltaf til í að koma og halda fyrirlestur um hvað það sem tengist hjólreiðum, hreyfingu, þjálfun, draft (að hjóla í kjölsogi), keppnir, heilsueflingu, næringu, markmiðasetningu, andlega íþróttasálfræðiþættinum eða öðru.

Hver fyrirlestur er sérstaklega settur saman eftir því hver áform og markmið hlustendahópsins eru.

Fyrirlestrar geta verið frá 40 mín og þess vegna upp í 2 klst, fer allt eftir umfangi og efnistökum fyrirlestursins.

Dæmi um möguleg umfjöllunarefni í fyrirlestrum.

  • Kynning á hjólreiðum og hjólreiðabúnaði almennt.
  • Hjólreiðar sem hvetjandi heilsuefling og lífsstíll.
  • Tengt hjólað í vinnuna, öryggisþáttum eða heilsueflingu fyrirtækisins.
  • Hjólafærni, tæknin á hjólinu.
  • Næring, markmiðasetning, íþróttasálfræðin.
  • Keppnishjólreiðar, æfingar, þjálfun, markmið.
  • Cyclothon fundur, farið yfir undirbúning fyrir keppnina eða aðrar keppnir eða viðburði.

Við púslum saman stórgóðum fyrirlestri og spjalli sem hentar hlustendahópnum.
Hægt er að bóka fyrirlestur milli 8:00 – 22:00 alla daga

Fyrirlesari: María Ögn

Verð fyrirlesturs: Vertu í sambandi varðandi tíma og fáðu verð maria@hjolathjalfun.is

 

–Síðast uppfært 28. nóv 2019–

Til baka