Götuhjólanámskeið

Fyrir hverja

Alla sem hjóla, sama hvort þú sért byrjandi eða ekki

bicycle

Hvernig hjól

Götuhjól, stílað inn á hjól með hrútastýri en öll hjól velkomin

Verð

16.900 kr

Næsta námskeið

Næsta námskeið
Um miðjan Apríl 2019

Við erum komin í pásu með götuhjólanámskeiðin þar til vorið 2019, næsta námskeið verður um miðjan/lok apríl, veðrið undan vetri fær að ráða aðeins með það. 

Langar þig að læra betur á racerinn þinn og svo margt um þessar heillandi götuhjólreiðar?

Það eru mörg stór smáatriði sem gott og nauðsynlegt er að kunna í hjólreiðunum, sama á hvernig hjóli þú ert. Markmið námskeiðisins er í raun að kenna þér að hjóla, að þú verðir öruggari með þig og öruggari gagnvart öðrum í kring um þig, á hjólinu.

Um námskeiðið

Námskeiðið snýst ekki um að hjóla einhverja fjölda kílómetra heldur er áherslan lögð á tæknina á hjólinu, þú færð samt alveg að taka á því.

Meðal þess sem farið er yfir er

 • Tæknin á hjólinu – hjólafærni.
 • Grunnæfingar og réttur pedalasnúningur.
 • Rétt staða líkamans á hjólinu.
 • Hvernig skal beita sér í ólíkum aðstæðum.
 • Hjóla upp og niður brekkur.
 • Fara í beygjur, hringtorg o.s.frv.
 • Hvernig á að nota gírana rétt og tímasetja gírskiptingar.
 • Hvernig skal nota stýrið, sitjandi og standandi á hjólinu.
 • Að hjóla í hóp.
 • Að hjóla í kjölsogi (drafting) að nýta skjól af öðrum á hjólinu.
 • Farið yfir umferðareglur hjólreiðanna á götum og stígum umhverfisins.

Námskeið sem hentar vel fyrir ALLA þá sem hjóla, ekki bara fyrir byrjendur því það eru ólík atriði og fræði sem þátttakendur geta nýtt sér úr námskeiðinu til að bæta færni sína og kunnáttu í hjólreiðum.

 

Staðreyndir

Námskeiðið er þrjú skipti 90 mín í senn
Hvenær:  
Apríl 2019

Klukkan: Yfirleitt seinnipartinn, en skjótum líka inn morgun- hádegis eða kvöld námskeiði.
Hvar: Allir skráðir fá sendan póst með nánari upplýsingum. En við hittumst á tveimur stöðum á höfuðborgasvæðinu, fyrsti tíminn er við Hampiðjuhúsið Skarfagörðum 4 á Sundahöfn og í tíma tvö og þrjú, hittumst við Hrafnistu í Hafnafirði/Álftanes.

Hvernig hjól: Námskeiðið gengur út frá því að hjólað sé á racer eða cyclocross hjóli (bæði hjól eru með hrútastýri) og því er einungis hjólað á malbiki. Einnig er hægt að vera á götuhjólum með flötu stýri og sléttum dekkjum.
Ef þú kemst ekki í alla tímana á námskeiðinu: Þá mætir þú bara í þann tíma sem þú missir af með næsta námskeiði sem hentar þér að mæta á. Hjólaþjálfun er reglulega með námskeið á tímabilinu maí – september.

SkráningÞú svarar þessu skráningaformi = x kemur inn þegar nær dregur vori
Verð: 16.900.-
Sem greiðist inni á greiðslusíðu Greiðslumiðlunar hjolathjalfun.felog.is þar sem þú greiðir með korti eða færð greiðsluseðil í heimabanka (ekkert aukagjald við að skipta greiðslum).
Þjálfari sendir síðan póst á alla skráða með frekari upplýsingum, daginn áður en námskeiðið hefst.

Kennari
María Ögn Hjólaþjálfari
Margfaldur Íslands- og bikarmeistari í götuhjólreiðum.

Sérnámskeið fyrir hópa
Hjólaþjálfun auglýsir reglulega opin námskeið á ákveðnum tímum, en einnig er hægt að panta sér námskeið fyrir hópa á tíma sem hentar hópnum best, hjá Maríu eða Hafsteini hjólaþjálfurum.

–Síðast uppfært 2. nóv 2018–

Til baka