Krakkahópur Hjólaþjálfunar

Krakkahópur Hjólaþjálfunar – VETRARTÍMABIL 2019 – 2020
Æfingatímabilið er frá 12 oktober – 14 desember
ATH: Skráning er í gangi og alltaf hægt að byrja þó tímabilið sé byrjað.
Alltaf hægt að koma í prufutíma, bara vera í sambandi við Maríu svo hún viti af ykkur. 

Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

———-
Svona skráir þú barnið…
Skráning = fyllir út þetta skráningaform SKRÁNING
Greiðsla = ef þú vilt greiða með kreditkorti eða greiðsluseðil í heimabanka og skipta greiðslum Greiðslusíða ATH ef þið viljið nýta frístundastyrkinn, bíddu þá aðeins með að borga á greiðslusíðunni því verið er að tengja bæjarfélögin inn á hana.
En annars mögulegt að greiða strax með
Greiðsla = greiða með millifærslu á reikn Heilsukvos slf: 0315-26-006202 kt: 620210 0480
Greiðsla = með Aur eða Kass appinu á 775 9902
Þjálfunin kostar 12. okt – 14. des = 21.900.- (10 vikur), mögulegt að skipta í 2 greiðslur
Upplýsingar um inni æfingatímabil í janúar – apríl 2020 koma í byrjun desember.
Ef þið viljið nýta frístundastyrkinn, bíddu þá aðeins með að borga því verið er að tengja bæjarfélögin inn á greiðslulinkinn.
Ekki er mögulegt að greiða lægra verð vegna óreglulegrar mætingar, verðið á þjálfuninni tekur mið af því að mæting sé misjöfn.

Hjólaþjálfun er á Bíldshöfða 9
Við erum á milli Mathöll Höfða og Golfbúðarinar. Ferð inn þar sem stendur „Inngangur“ hægramegin framan á húsinu, byrjar á því að fara inn í Spörtu og þar inni er hurð merkt Hjólaþjálfun. Þú getur líka komið aftan við húsið og farið beint inn í Hjólaþjálfun.
Upplýsingar um aðstöðuna og hjólin
Ef þú ert með spurningar vertu þá endilega í sambandi maria@hjolathjalfun.is eða 775 9902 María Ögn

—————————————-

Krakkahópur Hjólaþjálfunar
Eru inni hjólaæfingar fyrir krakka á aldrinum 9 – 15 ára.
Æfingar sem henta þeim sem vilja hafa hjólreiðar sem sína aðal íþrótt og stefna á að mæta á allar æfingar á viku.
Og fyrir krakka sem æfa aðrar íþróttir en vilja auka þol og styrk með hjólreiðum og mæta þá misjafnlega á eina til þrjár æfingar á viku sem færi þá alveg eftir því hvernig annað æfingaálag vikunnar er hjá hverjum og einum.

– Æfingatímar eru í boði 3x í viku, sumir mæta á allar æfingar, öðrum gæti hentað að mæta sjaldnar.
– Æfingarnar eru í heildina 60 mínútur og skiptast upp í inni hjólaæfingu, styrktaræfingar og teygjur, það verður alveg misjafnt hvernig það þrennt skiptist á heildar æfingatímann á hverri æfingu.
– Hjólin Icg8 sem eru inni í salnum hjá okkur eru þannig að hver og einn æfir eftir sinni getu og allir fá því það sama út úr æfingunni.
– Þjálfunin er því einstaklingsmiðuð og þjálfari passar upp á að álagið sé rétt svo jákvæður árangur náist.
– Krakkarnir eru með afslátt á ýmsum stöðum sem henta öllum í fjölskyldunni í gegnum þjálfunina #Spons
Hjólaþjálfun er ekki íþrótta- eða hjólreiðafélag og því allir velkomnir, sama hvort þeir séu í félagi eða ekki.

Æfingatímar

Hvað þarf að eiga eða taka með sér
Það þarf helst að eiga hjólaskó með festingu undir til að festa við pedalana (Shimano SPD), allar hjólreiðaverslanir vita hvernig skó þarf ef þú segir að krakkarnir séu að æfa hjá Hjólaþjálfun. Það er síðan hægt að kaupa festinguna sjálfa sem við setjum undir skóinn fyrir þig, hjá okkur í Hjólaþjálfun á 3000.-. Ekkert mál þó hjólaskór séu örlítið of stórir og því sniðugt að fá lánaða skó hjá fjölskyldumeðlim.
Það er smekksatriði en langflestir vilja vera í hjólabuxum með púða til að sitja á hnakknum á hjólinu, en það er alveg misjafnt hvernig hnakkarnir henta hverjum og einum, en við erum með 5 típur af hnökkum í salnum hjá okkur en annars er líka möguleiki að vera með gelpúða.
Síðan er það bara venjulegur íþróttafatnaður sem krökkunum líður vel í og mæta alltaf með vatnsbrúsa og svitahandklæði.
Það þarf ekki að eiga hjól til að vera með í þjálfuninni, krakkarnir hjóla á hjólunum okkar sem eru inni í salnum.
Ekkert stress að mæta með allar græjur í fyrstu tímana, ekkert mál að hjóla á stirgaskónum til að byrja með.

Yfirþjálfari Krakkahópsins 
María Ögn Guðmundsdóttir
Hún getur státað sig af því að vera búin með alveg ansi langan og fjölbreyttan lista af menntun í þjálfun barna og unglinga. Hefur lokið öllum stigum þjálfunar hjá ISI og einnig nokkrum sérgreinahlutum þjálfunar. Setið í aðalstjórnum íþróttafélaga og tók þátt í mótun á kerfi Fyrirmyndafélaga ISI. Var yfirþjálfari Skíðadeildar KR í 7 ár og Skólastjóri sumarskóla KR með fótbolta og körfubolta ásamt fleiri styttri þjálfunarverkefnum með börn og unglinga í ýmisskonar þjálfun.

Hlökkum mikið til að krakkast með ykkur í vetur!
María Ögn og Hafsteinn Ægir
maria@hjolathjalfun.is
Vita meira um þjálfarana

— Síðast uppfært 25. sept 2019 —

Til baka