Leiga á aðstöðu – hjólasal

Það eru ýmsir tímar lausir í salnum hjá okkur og því bjóðum við aðstöðuna til leigu, með eða án þjálfara frá Hjólaþjálfun.

Sérhópur í þjálfun: Leiga á hjólasal með þjálfara frá Hjólaþjálfun.

Leiga á hjólasal: Einungis leiga á hjólasal, hópurinn stjórnar æfingunni sjálfur.

Það eru x41 Ic8 powerhjól í salnum.
Góðar græjur, myndvarpi og allir tengimöguleikar.
Við hliðina á hjólasalnum er sér teygjusalur með góðu gólfplássi.
Lestu þér betur til um aðstöðuna Upplýsingar um aðstöðuna og hjólin

Mjög skemmtilegt að æfa saman með vinahópnum, vinnustaðnum, Cyclothon liðinu eða íþróttaliðinu sem vill auka þolið með hjólreiðaæfingum.
Hægt að leigja í eitt skipti, stundum eða reglulega, bara hvernig sem hentar.
Mögulegt að koma með hóp einungis í FTP test (frammistöðutest) og koma svo aftur síðar í test til samanburðar.
Sniðugt er ef hópur/vinnustaður er frekar lítill, að finna annan hóp með sér til að deila kostnaði á leigu salarins.

Hafið samband við Maríu Ögn maria@hjolathjalfun.is til að fá verð og frekari upplýsingar um lausa tíma í salnum.

— Síðast uppfært 28. nóv 2019 —

Til baka