Rólex klúbburinn

Rólex klúbburinn – VETRARTÍMABIL 2019 – 2020
Æfingatímabilið er frá 12 oktober – 17 desember (10 vikur)
ATH: Skráning er í gangi, alltaf hægt að bætast í hópinn þó tímabilið sé byrjað.

Alltaf velkomið að koma í prufutíma, bara vera í sambandi svo við vitum af þér.

Hjólaþjálfun er staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

———-
Svona skráir þú þig…
Skráning = fyllir út þetta skráningaform SKRÁNING
Greiðsla = ef þú vilt greiða með kreditkorti eða greiðsluseðil í heimabanka og skipta greiðslum Greiðslusíða
Greiðsla = greiða með millifærslu á reikn Heilsukvos slf: 0315-26-006202 kt: 620210 0480
Greiðsla = með Aur eða Kass appinu á 775 9902
Þjálfunin kostar 12 okt – 17 des = 29.900.- (10 vikur) mögulegt að skipta í 2 greiðslur.
Upplýsingar um inni æfingatímabil í janúar – apríl 2020 koma svo í byrjun desember.
Ekki er mögulegt að greiða lægra verð vegna óreglulegrar mætingar, verðið á þjálfuninni tekur mið af því.
Facebook hópurinn = þú finnur Rólex hjólaklúbburinn á facebook

Hjólaþjálfun er á Bíldshöfða 9
Við erum á milli Mathöll Höfða og Golfbúðarinar. Ferð inn þar sem stendur „Inngangur“ hægramegin framan á húsinu, byrjar á því að fara inn í Spörtu og þar inni er hurð merkt Hjólaþjálfun. Þú getur líka komið aftan við húsið og farið beint inn í Hjólaþjálfun.
Upplýsingar um aðstöðuna og hjólin
Ef þú ert með spurningar vertu þá í sambandi maria@hjolathjalfun.is eða 775 9902 María Ögn

—————————————-

Rólex klúbburinn
Er æfingafélagsskapur fyrir þá sem vilja aðeins „rólegri“ nálgun á æfingarnar en Æfingahópurinn er með.
Köllum þetta ekkert endilega byrjendahóp, því fólk er allstaðar statt með sig í formi  og þoli.
En þetta eru innihjólaæfingar sem henta þeim sem vilja fara aðeins rólegar í sakirnar, hafa ekki komið sér í það að stunda almennilega hreyfingu, eða kannski bara langt síðan síðast,  hafa ekki þorað að mæta á hjólaæfingar, langar að eignast æfingafélaga, tilheyra hópi, vera með sinn privat þjálfara til að leita til.
Þjálfunin er einstaklingsbundin, þú æfir eftir þinni getu því tölvan í hjólunum býður svo vel upp á það og þú gerir styrktar- og liðleikaæfingarnar á þínum hraða.
Þú þarft ekki að ætla þér að verða einhver „hjólari“ þó þetta séu í grunninn hjólaæfingar, bara langa að auka þolið þitt og styrk fyrir svo margt annað og auka almenna þrautsegju í lífinu.

Þjálfunarfyrirkomulag og hvað er innifalið í þjálfuninni
– Æfingatímar eru í boði 3x í viku, sumir mæta á allar æfingar, öðrum gæti hentað að mæta sjaldnar til að byrja með.
– Æfingarnar sem eru í heildina 65 mínútur og skiptast upp í hjólaæfingu, styrktaræfingar og teygjur, það verður alveg misjafnt hvernig það þrennt skiptist á heildar æfingatímann á hverri æfingu.
– Þjálfunin er einstaklingsmiðuð og þjálfari passar upp á að álagið sé rétt svo jákvæður árangur náist.
– Þú ert með þinn þjálfara og góðan félagsskap til að drífa þig áfram í að mæta og svara spurningum þínum.
– Utan þjálfaðra æfinga hefur þú aðgang að aðstöðu Hjólaþjálfunar á opnunartíma (sjá tímatöflu á fb síðu) og getur komið sjálf/ur að æfa, hjóla, lyfta eða róa hvenær sem hentar.
– Reglulega verða settar inn aukaæfingar eins og sérstakir mobility tímar sem eru teygju/liðleikatímar með Örnu þjálfara og aðrir skemmtilegir hittingar.
– Þú ert með afslátt á ýmsum hentugum stöðum á meðan þú ert í þjálfuninni #Spons

Æfingatímar 12 okt – 17 des 2019

Hvað þarf ég að eiga og taka með mér
Þú þarft að eiga hjólaskó með festingu undir (Shimano spd) til að festa við pedalana,  allar hjólreiðaverslanir vita hvernig skó þú þarft ef þú segist vera að æfa hjá Hjólaþjálfun. Það er síðan hægt að kaupa festinguna sjálfa sem við setjum undir skóinn fyrir þig, hjá okkur í Hjólaþjálfun á 3000.-
Það er smekksatriði en langflestir vilja vera í hjólabuxum með púða til að sitja á hnakknum á hjólinu, það er misjafnt hvernig hnakkarnir á hjólinu henta fólki, við erum með fimm típur af hnökkum en annars eru líka gelpúðar í boði sem geta alltaf bjargað rassinum á manni.
Síðan er það bara venjulegur íþróttafatnaður sem þér líður vel í og þú mætir alltaf með vatnsbrúsa og svitahandklæði með þér.
Þú þarft ekki að eiga hjól til að vera með, þú hjólar á hjólunum okkar sem eru inni í salnum.
Ekkert stress að mæta með allar græjur í fyrstu tímunum, getur alveg mætt á strigaskónum til að byrja með.

Þetta er í alvöru ekkert flókið, þú þarft bara að skrá þig, síðan mætir þú á staðinn og þá sér María þjálfari og félagsskapurinn um rest!
Hlakka til að hitta nýtt fólk og vera í þessu með ykkur!

Þjálfarar Rólex klúbbsins
María Ögn og Hafsteinn Ægir
maria@hjolathjalfun.is
Vita meira um þjálfarana

— Síðast uppfært 25. sept 2019 —

Til baka