VIP AÐGANGUR

ATH allar upplýsingar X koma hér inn á síðuna 11. sept 2019
Æfðu nákvæmlega þegar þér hentar
Með VIP aðgang í Hjólaþjálfun getur þú æft nákvæmlega þegar þér hentar.
Þú þarft ekki að vera skráð/ur í aðra skipulagða þjálfun hjá Hjólaþjálfun.
Við kennum þér á hjólið, tengingar og slíkt ef þú vilt.
Þú getur keypt æfingaprogram frá Hjólaþjálfun til að fara sjálf/ur eftir, bæði hjólaprogram og/eða styrktarprogram X
Þú getur keypt „fit“ þjónustu, til að láta stilla þig í rétta stöðu á hjólinu.
Þú hefur þá aðgang að alveg frábærri æfingaaðstöðu Hjólaþjálfunar, lestu þér betur til um aðstöðuna Upplýsingar um aðstöðuna og hjólin

Tímatafla
Það er að auðvita margt um að vera á ýmsum tímum í aðstöðunni.
– Þú sérð hér í töflu hvenær aðstaðan er alveg lokuð þér, báðir salir (svart)
– Hvenær önnur skipulögð þjálfun er í gangi í hjólasalnum en þú getur samt komið og æft í báðum sölunum (ljósgrátt)
Athugaðu að í tímum sem eru merktir gráir, kl 17:20 alla virka daga og á sunnudögum, þá er þjálfun í hjólasalnum og salurinn oftast fullur, en alls ekkert alltaf (grátt)
– Hvenær engin skipulögð þjálfun er í gangi í aðstöðunni (hvítt)
– Neðsta línan í töflunni segir þér hvenær húsið er almennt opið, ef þú vilt æfa utan þess tíma þá ert þú í sambandi við Maríu.

Það er ekki innifalið að taka þátt í þjálfuðum æfingum. En þú getur verið í báðum sölum á meðan og tekið þínar æfingar þó það sé þjálfuð æfing í gangi í hjólasalnum (sjá ljósgráa og gráa tíma í tímatöflunni).

Verð fyrir VIP aðgang
Verð X

Vertu í sambandi við Maríu Ögn maria@hjolathjalfun.is til að fá nánari upplýsingar og til að skrá þig.

Til baka