Verkstæði

Við erum með persónulegt reiðhjólaverkstæði þar sem Hafsteinn er í essinu sínu með svuntuna að dedúa við hjól, laga, skrúfa, þrífa, bóna, gera og græja.

Þjónustan er í raun einungis hugsuð fyrir svona þessi hjól sem eru í „dýrari“ kantinum, hjól sem eru notuð mikið, tökum ekki ódýrari típur af hjólum eða barnahjól í viðgerð.

Verkstæðið er með smá lager af þessum helstu varahlutum sem þarf, stýrisvafningum, slöngum og dekkjum. En ef þörf er á öðrum og sértækum varahlutum fyrir hjólið þitt, þá finnum við út úr því og reddum málunum.

Markmið okkar er að þú fáir topp þjónustu, bæði í vandvirkni á vinnu og á afgreiðslutíma þinna mála!

Staðsetning og tímabókun

Staðsetning: Þórðarsveigur 36 (íbúð 109) í Grafarholti.

Opnunartími: Það er enginn opnunartími, þú pantar tíma.

Tímabókun: Þú sendir tölvupóst á netfangið verkstaedi@hjolathjalfun.is til að bóka tíma.
ATH: það er betra að senda póst því skilaboð á facebook, instagram eða sms gætu tínst í þvögunni.

Dæmi um þjónustu og verð

 • Tímagjald verkstæðisvinnu = 9.900.- pr klst
 • Yfirferð á hjóli = tímagjald, tekur um 30-60mín 4.500 til 9.900 + varahlutir
 • Þrif á hjóli = 4.500.-
 • Umfelgun dekk/slöngur er hálft tímagjald 4.500.-
 • Samsetning nýrra hjóla = Hvert hjól hefur sinn sjarma

Þetta eru bara dæmi um verð á vinnu og þjónustu.
ATH – inni í þessum verðum eru ekki þeir varahlutir eða aðrir hlutar sem sem vantar upp á ef þarf, þegar gert er við hjólið.
Þegar þú bókar tíma og eða kemur með hjólið þitt, þá getur þú fengið að vita betur hvað viðgerðin þín mun mögulega kosta.
Mælum með því að þú biðjir Hafstein líka um að þrífa hjólið þitt því það er svo mikið skemmtilegra að vera á hreinu hjóli.

Tímabókanir

Bókanir og fyrirspurnir skulu ALLTAF og einungis berast á verkstaedi@hjolathjalfun.is
ATH: það er betra að senda póst því skilaboð á facebook, instagram eða sms geta auðveldlega tínst í þvögunni.

Hafsteinn svarar þér eins fljótt og mögulegt er á hverjum degi, en það má alveg búast við því að hann sé úti að hjóla og það getur tekið alveg tvær til fimm klukkustundir.

Verðskrá

 • 15.000 kr

 • Plan A
 • Númer 1
 • Númer 2
 • Númer 3
 • Panta
 • 15.000 kr

 • Plan B
 • Númer 1
 • Númer 2
 • Númer 3
 • Panta
 • 15.000 kr

 • Plan C
 • Númer 1
 • Númer 2
 • Númer 3
 • Panta
Til baka