Verkstæði

Við erum með voða krúttlegt reiðhjólaverkstæði í Grafarholtinu þar sem Hafsteinn gerir það sem hann hefur hvað mest gaman af því að gera, það er, að vera með svuntu og dedúa við hjól, skrúfa, þrífa, bóna og græja.
Við skiljum líka svo vel hversu hræðilegt það getur verið ef hjólið er ekki í lagi og þig vantar að komast út að hjóla.

Þjónustan er aðallega hugsuð fyrir hjólin sem eru notuð mikið og fólk má ekki við því að missa frá sér í lengri tíma.
Verkstæðið er með smá lager af þessum helstu varahlutum, stýrisvafningum, slöngum og dekkjum. En ef þörf er á öðrum og sértækum varahlutum fyrir hjólið þitt, þá erum við fljót að finna út úr því og redda málunum.

Markmið okkar er að þú fáir topp þjónustu, bæði í vandvirkni á vinnu og á afgreiðslutíma þinna mála.

Staðsetning og opnunartimar

Staðsetning: Jónsgeisla 89. 113 Reykjavík

Opnunartími: Verkstæðið er ekki eins og aðrir með hefðbundinn opnunartíma alla virka daga.

Þú þarft í öllum tilvikum að BÓKA TÍMA í gegnum netfangið verkstaedi@hjolathjalfun.is (ATH: ekki tekið við bókunum í gegnum facebook eða sms).

Frá og með 3 apríl 2018, verður Hafsteinn á staðnum og opnunartíminn á verkstæðinu.

8:10 - 15:00 Þriðjudaga og fimmtudaga
*20:00 - 21:00 Sunnudaga

*Breytilegur tími, einungis móttaka og afhending hjóla.

Þú hefur sem sagt samband á tölvupósti, færð úthlutuðum tíma til að koma með hjólið þitt og hvenær þú getur sótt það.

Dæmi um þjónustu og verð

 • Tímagjald verkstæðisvinnu = 9.900.- pr klst
 • Léttur þvottur fyrir viðgerð = 4.500.-
 • Umfelgun dekk/slöngur = hálft tímagjald 4.500.-
 • Útkallsgjald – ef þú vilt koma með eða sækja hjól þegar þér hentar utan auglýst opnunartíma þá bætast 3.000.- kr við.
 • Samsetning nýrra hjóla = Tímagjald 9.900.- Hvert hjól hefur sinn sjarma.

Þetta eru dæmi um verð á vinnu og þjónustu.
ATH – inni í þessum verðum eru ekki þeir varahlutir eða aðrir hlutar sem sem vantar upp á ef þarf þegar gert er við hjólið.
Þegar þú bókar tíma og eða kemur með hjólið þitt, þá getur þú fengið að vita betur hvað viðgerðin þín mun kosta.

 • Regluleg yfirferð = 14.900.-
  = Hafðu hjólið í lagi !
  = Yfirferð, upphersla, stilling á gírum og bremsum, smurning og þrif á hjóli.
 • Ítarleg yfirferð = 19.900.-
  = Allt sem er tilgreint í „reglulegri yfirferð“
  = Ítarleg yfirferð á ástandi alls hjólsins, (s. s. hlutar teknir í sundur, athugaðir og slíkt) búnaður, bremsur, gjarðir, dekk.
  = Alþrif með svamp og viðurkenndum hreinsiefnum, bónað, sett vörn og allt smurt sem hægt er að smyrja.

Ef þú trítar hjólið þitt vel, þá kemur hjólið vel fram við þig.

Það er gott að koma með hjólið mjög reglulega yfir árið (vor-sumar) og láta yfirfara það „regluleg yfirferð“ og einnig láta taka það allt í gegn „ítarleg yfirferð“ svona 1-2 sinnum á ári. Þetta fer að sjálfsögðu allt eftir því hversu mikið þú notar hjólið þitt, en við mælum hins vegar með því að nota hjólið mjög mikið!

Útkallsþjónusta

Verkstæðið er með auglýsta opnunartíma 3 sinnum í viku (sjá í texta hér fyrir ofan), en ef svo ber undir að þig vantar að koma með eða sækja hjólið þitt nákvæmlega þegar þér hentar utan þessa opnunartíma, þá bætist útkallsgjald 3.000.- kr við aukalega.

Tímabókanir

Bókanir og fyrirspurnir skulu alltaf berast á verkstaedi@hjolathjalfun.is
ATH. Fyrirspurnum um þjónustu er ekki svarað í gegnum facebook, messenger eða sms.

Hafsteinn bregst við eins fljótt og mögulegt er, en það má alveg búast við því að hann sé sjálfur úti á hjólinu á æfingu eða að þjálfa flott fólk.
Ef hann svara ekki í símann, þá hringir hann ekkert endilega aftur til baka, ekkert vera að taka því neitt persónulega því það er nefninlega langbest að senda tölvupóst með erindi þínu.

Verðskrá

 • 15.000 kr

 • Plan A
 • Númer 1
 • Númer 2
 • Númer 3
 • Panta
 • 15.000 kr

 • Plan B
 • Númer 1
 • Númer 2
 • Númer 3
 • Panta
 • 15.000 kr

 • Plan C
 • Númer 1
 • Númer 2
 • Númer 3
 • Panta
Til baka