Besti tími ársins á hjólinu er framundan!
Æfingar byrja aftur fimmtudaginn 10 ágúst.

Æfðu með okkur hjólreiðar þar sem markmiðið er að hafa gaman og ná árangri!
Æfingar sem koma þér í betra hjólaform, þú lærir og þjálfast í því að hjóla í hóp, lærir betur tæknina á hjólinu, kynnist flottu hjólreiðafólki og ert með þjálfara sem eru með mikinn metnað fyrir þínum árangri.

Skráning fer fram í þessu skráningaformi Skráning í Æfingahópinn
Þjálfarar eru í virku sambandi við hópinn í gegnum Æfingahópur Hjólaþjálfunar sumar 2017 á facebook.

Í fyrirkomulagi æfinganna leggjum við áherslu á gott skipulag til að nýta tíma allra sem best og einblínum á gæði umfram magn á æfingunum.
Á æfingunum er getuskipt í þrjá hópa sem kallast Expresso, Americano og Latte og með því fyrirkomulagi  hjóla allir eftir sinni getu, bæði þeir hægari og líka þeir hraðari, um 110 manns voru með okkur í hópnum í maí og júní.

Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Hjólaþjálfunar
Æfingahópur allar upplýsingar

Þjálfarar Æfingahóps
María Ögn, Hafsteinn Ægir og Jórunn Jóns
Um þjálfarana