Allskonar námskeið að fara í gang
Sumarfríið búið, skólarnir að byrja og rútínan að hendast í gang!
Fullt eftir af frábærum tíma úti á hjólinu, oftar en ekki er alveg frábært stillt veður frá seinnipart ágúst til loka október.
Fullt af námskeiðum að fara í gang og um að gera að halda áfram að njóta.
Götuhjólanámskeið – þriðjudaginn 23 ágúst
– Allt um þessar heillandi götuhjólreiðar til að kunna að njóta í botn.
Fjallahjólanámskeið – miðvikudaginn 24 ágúst
– Lærðu að nota fjallahjólið öruggar, betur og á góðum svæðum í nágrenninu.
Viðgerðarnámskeið – mánudaginn 29 ágúst
– Frekarari viðgerðir á hjólinu þínu, stilling á gírum osfv
Einkatímar – alla daga milli 6:30-21:00
– Pantaðu tíma fyrir þig eða þína, sama hver markmiðin eru og á hvernig hjóli sem er.
Allar upplýsingar um námskeiðin eru hér á heimasíðu Hjólaþjálfunar undir námskeið
Fylgstu með heimasíðu Hjólaþjálfunar og facebook síðunni, því það er ýmislegt framundan í haust og í vetur!