Fréttir og misfróðlegur fróðleikur

Hjólaþjálfun mun ekki bjóða upp á inniæfingar veturinn 2020 – 2021

Hjólaþjálfun mun ekki bjóða upp á inniæfingar veturinn 2020 – 2021

Fjalla- og götuhjólanámskeið í júní.

Seinnihluta júní verðum við með síðustu námskeiðin okkar fyrir sumarfrí. Byrjum með fjallahjólanámskeið 16 júní og götuhjólanámskeið 22 júní. Þú finnur allar upplýsingar um námskeiðin hér á síðunni Hjólanámskeið Svo endilega vera í sambandi við Maríu Ögn þjálfara ef þú hefur einhverjar spurningar, 775 9902 og maria@hjolathjalfun.is

Hjól og lúxus – Kanarí 20 mars 2020

Við erum að bjóða þér með okkur í lúxus hjólaferð til Kanarí „Gran Canaria“ brottför 20 mars 2020 Gistum á alveg hreint geggjuðu hóteli, já það er svo einstakt og næs, þig langar til að eiga heima þar! Þetta verður næs, það verður sól, hlýtt, gott malbik, kaffibollar, ís, kaldur á kantinum, tásunudd, eðal félagsskapur…

Hlaðvarpsviðtal við Hafstein Ægi

Podcast stöðin – Spekingar spjalla fengu Hafstein Ægi til sín í viðtal í Janúar 2019 og fóru yfir ferilinn í siglingum, Ólympíuleikana sem hann hefur farið á og svo hjólreiðarnar. Þið getið nálgast viðtalið á síðu þeirra og viðtalið við Hafstein er nr #15 Podcast stöðin – Spekingar spjalla

Hlaðvarps viðtal við Maríu Ögn

Þríhjólið er nýtt hjólreiðahlaðvarp sem Auðunn Gunnar Eiríksson er með. Í þætti 4 er spjallað við Maríu Ögn um þróum kvennahjólreiða á íslandi. Þríhjólið er með facebook síðuna þar sem tenglar á öll hlaðvörpin eru Þríhjólið á facebook Mögulegt er að nálgast þáttinn á Spotify undir „Þríhjólið“

Gefðu gjafabréf í jólagjöf

Við eigum gjafabréf og gull umslag fyrir þig til að gefa um jólin. Æfingahópurinn eða Rólex klúbburinn Það skiptir ekki máli hvort fólk ætli sér að verða betra í að hjóla brekkuna sem er fyrir utan heima eða ætli að rústa keppni, við erum að skemmta okkur og viljum gera það vel! #hjólaþjálfun Sendu Maríu Ögn þjálfara…

Kíktu í heimsókn og prufutíma 29 – 30 sept 2019

Ertu ekki forvitin/nn? 😉 Kíktu til okkar í HEIMSÓKN á sunnudag og PRUFUTÍMA á mánudag 🚴‍♀️ ⭐️ Æfingar haustsins byrja 10 og 12 oktober. Innihjólaæfingar sem henta öllum, þrír mismunandi hópar. Æfingahópurinn Rólex klúbburinn Krakka hópurinn (9-15 ára) ATH allar upplýsingar 👉 http://hjolathjalfun.is/namskeid/ ⭐️ HEIMSÓKN Kíktu til okkar í heimsókn og spjall – Sunnudaginn 29. sept – Mætir hvenær…

Krakka hjólaæfingar fyrir 9 – 15 ára

KRAKKA HJÓLAÆFINGAR fyrir 9 – 15 ára 👉Tímabilið 12.okt – 14.des Inntak æfinga eru hjól og liðleiki ásamt styrktaræfingum. Samhliða æfingum verður ýmisskonar fræðsla um hjólreiðar, líkamlegt form, næringu, svefn og markmið. Verð. 21.900.- – 👉Æfingar fyrir krakka… …sem vilja bæta hjólaformið sitt og almennt form. …sem vantar og vilja fá almennilegar þolæfingar samhliða annarri…

Við erum að gera allt klárt fyrir nýtt hjólreiðaár!

Við erum að gera allt klárt fyrir nýtt hjólreiðaár! Í æfingunum þá notum við september til að jafna okkur eftir hjólandi sumarið og gerum bara allskonar eftir veðri og fíling, tökum aðeins á því, tökum kaffibolla og félagslega hjólatúra, allt um það HÉR . Svona til að þyrsta svo enn frekar í æfingar vetursins og ný markmið.…

Götu- og fjallahjólanámskeið ágúst 2019

Skráning er byrjuð á frábæru götu- og fjallahjólanámskeiðin í ágúst. Götuhjólanámskeið Þú lærir á hjólið þitt og að hjóla almennilega, finnur öryggið, taka beygjur, skipta um gír, hjóla í hóp, drafta og allt „hjólreiðalingóið“ í bransanum. Allar upplýsingar Skráning Mánud 19 ágúst kl 20:00 Fimmtud 22 ágúst kl 18:00 Mánud 26 ágúst kl 20:00 Verð…

Haustið 2019 og Veturinn 2019 – 2020

Hvað nú, hvað gerist svo ? Núna er júlí, þá er pása hjá okkur í skipulögðum æfingum og æfingaprogramið frá okkur þjálfurunum er… „Hjóla – hjóla með vinum og famelí – njóta – kaffi og kökur – burger og bjór – pedala pedala – hafa gaman!“ eins gott að fólk fari eftir því plani frá…

Komdu með okkur til Calpe á Spáni 1-8 okt 2019

Eftir gott haust á Íslandi þá er svo akkúrat að hoppa aðeins út svona áður en veturinn mætir. Út með hjólið í sól með eðal félagsskap og klassa fararstjórum. 1 – 8 október 2019 Verð kr 169.500.- á mann, miðað við 2 í herbergi. Verð kl 197.500.- á mann, miðað við 1 í herbergi. Ath:…

Þú getur alltaf byrjað að æfa með okkur…

…til dæmis mætt á æfingu í dag, því það eru æfingar í boði alla daga! 😉 Í stuttu máli… Skráning = fyllir út þetta skráningaform  SKRÁNING Greiðsla = greiðslusíða ef þú vilt greiða með kreditkorti eða greiðsluseðil í heimabanka (skipta greiðslum) Greiða fyrir þjálfun Greiðsla = eða greiða með millifærslu á reikn: 0342-26-040345 og  kt: 210580 3879 Facebook hópurinn = þú finnur æfingahópinn…

Yfirlit og verðskrá námskeiða og þjálfunar

Við erum mikið fyrir það að einfalda málin í kring um okkur í lífinu. Hér sérð þú gott yfirlit og verðskrá námskeiða, þjálfunar, hjólaferða og verkstæðis Hjólaþjálfunar. Tenglar sem leiða þig svo í nánari upplýsingar um það sem þú vilt vita betur. Annars bara senda póst á maria@hjolathjalfun.is ef þú vilt vita meira. Yfirlit og…

Hjólaðu með okkur á Kanarí í mars/apríl

Þú með Hjólaþjálfun til Kanarí „Gran Canaria“ 27 mars 2019 Út með hjólið (racerinn) í sól með eðal félagsskap og klassa fararstjórum. Vikuferð 27. mars – 3 apríl 2019 Verð kr 189.500.- á mann, miðað við 2 í herbergi. Einnig mögulegt að vera einn (kr. 204.500.-) eða þrír í herbergi, hafið sambandi við Svönu hjá…

Vesturgatan – hjólaþáttur

Nú er mál að poppa og horfa á þennan þátt um Vesturgötuna! Hjólaþjálfun er sko heldur betur að sníða formið til á inniæfingum í vetur og svo þegar við förum meira út í vor þá munu fjallahjólaæfingarnar stíla mest á Bláalónið og Vesturgötuna, sem þýða nokkrar ferðir upp á Úlfarsfell 😉 Team Hjólaþjálfun ætlar vestur…

Hjólaþjálfun flutt á Höfðann

Já við erum flutt í stórglæsilega aðstöðu á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“ Þar erum við með flottan hjólasal með x40 Ic8 powerhjólum sem eru hönnuð fyrir hjólreiðar en ekki spinning. Við hliðina á hjólasalnum er flottur teygju- og styrktarsalur þar sem við teygjum á, rúllum gerum joga og gerum styrktaræfingar samhliða hjólaæfingunum. Í salnum eru þessi helstu…

Hjólandi haust… inn í veturinn…

Það er sko alveg heilmikið í gangi hjá okkur þessar vikurnar og næstu mánuði… 13 ágúst – 23 september Æfingahópurinn er á fullu að njóta haustsins úti og inni. Götuhjól, fjallahjól, inniæfingar, styrkur, sund, liðleiki ofl Alltaf hægt að slást í hópinn, lækkað æfingagjald, sendu póst á maria@hjolathjalfun.is Upplýsingar um haust tímabil Æfingahópsins 24 september…

Viltu reglulegar æfingar eða stutt námskeið beint í æð?

Við erum nefninlega að bjóða upp á bæði 😀 Æfingar þar sem er tekið á því og við gerum allskonar og svo stutt námskeið þar sem við einbeitum okkur að því að koma öllum upplýsingunum á þig í þau skipti sem við hittumst. Æfingahópur Hjólaþjálfunar – ÆFINGAR Reglulegar æfingar með hóp í 6 vikur Götuhjól,…

Hjólaþjálfun og þú til Calpe á Spáni 5-12 oktober

Hjólaþjálfun og þú með til Calpe á Spáni Út með hjólið í sól með eðal félagsskap og klassa fararstjórum… 5 – 12 október 2018 Verð kr 149.000.- á mann, miðað við 2 í herbergi. Verð kr 139.000.- á mann, miðað við 3 í herbergi. Verð kl 179.000.- á mann, miðað við 1 í herbergi. Ath:…

Vertu úti sjónvarpsþáttur – Hjólað um friðland að fjallabaki

Úti — Fjallabak, Hnappavellir og Svínafellsjökull Í þriðja þætti sláumst við í för með Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu og Maríu Ögn Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og förum á fjallahjólum af Pokahrygg, meðfram Laufafelli, að Álftavatni og eftir Laugavegi í Hvannagil. Þetta er glæsileg hjólaleið um Friðland að Fjallabaki. Í síðari hluta þáttarins förum við með Helga Seljan og…

Útivarpið á Rás2 – María Ögn og Kjartan Long, 8 júlí 2018

Útivarp — Hjólaferðalög Hjónin Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir fjalla um allt sem snýr að hreyfingu, útivist og áskoranir. María Ögn Guðmundsdóttir og Kjartan Long er gestir þáttarins. Allt um hjólreiðar í spjalli við þetta hressa hjólafólk. Meðal annars hvernig á að viðhalda góðri klofheilsu. Þú getur hlustað á þáttinn hér Þátturinn veðrur aðgengilegur til…

Að hjóla í hóp – nokkrir mjög góðir punktar

Hjólaþjálfunar misfróðlegur fróðleikur um hjólandi hópahegðun! Í öllum aðstæðum í lífinu þurfum við að hugsa til náungans þegar við erum í hóp, við erum jú ekki ein þegar við erum í hóp og skilgreiningin á hóp eru tveir eða fleiri.  Hér eru nokkur grunnatriði til að hafa í huga og leggja sig fram við að…

Skráning hafin í ÚTI og INNI þjálfun sumarið 2018

Æfðu með okkur í sumar! Það er mikið fjör framundan Æfingar verða frá 7 maí – 7 júlí = 9 vikur Úti Æfingahópur Hjólaþjálfunar Það er bara svo skemmtilegt að hjóla og æfa með hóp af fólki sem er á sama getustigi og þú. Mjög vel skipulagðar æfingar þar sem við skiptum í þrjá getuhópa…

Lærðu betri tækni á hjólinu – námskeið byrja 30 apríl 2018

Sumarið á Íslandi er ekkert voðalega langt og því er málið að henda sér út í það um leið og það byrjar 😀 Götuhjólanámskeið Hefst mánudaginn 30 apríl kl 18:15 Námskeiðið eru 3 skipti 90 mínútur í senn. Frábær leið til að fá allar hjólreiðatæknina og upplýsingar beint í æð svona fyrir komandi hjólasumar. Fjallahjólanámskeið…

Opnunartími á verkstæðinu 2018

Við mælum með því að þú notir hjólið þitt mikið! Og ef þú notar hjólið þitt mikið, þá mælum við með því að þú hugsir vel um það, því þá fer það betur með þig. Frá og með apríl 2018 verður opnunartíminn á verkstæðinu 8:10 – 15:00 þriðjudaga 8:10 – 15:00 fimmtudaga *20:00 – 21:00…

Æfðu með okkur í vetur – skráning í gangi

Mættu inn í vorið og sumarið á hjólinu í þínu allra besta og skemmtilegasta formi! Æfingar byggjast upp á hjólreiðum, styrktaræfingum og liðleika teygjum Persónuleg þjálfun sem hentar öllum getustigum Stútfull tímatafla með mörgum æfingatímum svo þú ættir aldrei að þurfa að missa af æfingu! Virkilega reynslumikið- og menntað þjálfarateymi Allar upplýsingar og skráningarform í…

Hjólaþjálfun fullorðnast – ný þjálfunaraðstaða og ný hjól

HJÓLAÞJÁLFUN NÝ IC8 POWER HJÓL OG NÝTT ÞJÁLFUNARHÚS UM ÁRAMÓTIN …ÞVÍ ÞETTA SNÝST UM ÞAÐ AÐ HAFA GAMAN AF ÞVÍ AÐ ÆFA OG NÁ ÁRANGRI Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP… 40 HJÓL FYRIR YKKUR OG 1 HJÓL FYRIR OKKUR ÞJÁLFARANA IC8 HJÓLIN ERU Á ALLAN HÁTT HÖNNUÐ AÐ HJÓLREIÐAFÓLKI SVO INNI ÆFINGAR HJÓLARANS VERÐI SEM SKEMMTILEGASTAR HJÓLAÞJÁLFUN…

Hjólaþjálfun er á snappinu

Ýmislegt frá þjálfun og starfsemi Hjólaþjálfunar Hendum inn ýmsum æfingum, ráðum og misfróðlegum fróðleik og ýmsu alveg frekar ómerkilegu  😉

Betri öndun íþróttafólks – námskeið 30 nóvember

Jú rétt, þú andar… …og eflaust gerir þú það bara án þess að huga neitt að því hvernig þú í raun andar. Lærðu að lækka púlsinn við álag eða stressfullar aðstæður, styrkja öndunarvöðva og stýra fullkomlega öndun þinni. Virkilega hagnýtt námskeið Nánar á Betri öndun – námskeið

Æfðu hjólreiðar með Æfingahóp Hjólaþjálfunar

Besti tími ársins á hjólinu er framundan! Æfingar byrja aftur fimmtudaginn 10 ágúst. Æfðu með okkur hjólreiðar þar sem markmiðið er að hafa gaman og ná árangri! Æfingar sem koma þér í betra hjólaform, þú lærir og þjálfast í því að hjóla í hóp, lærir betur tæknina á hjólinu, kynnist flottu hjólreiðafólki og ert með…

Stórfréttir úr bransanum!

Við kynnum með stolti sigursælasta hjólreiðamann Íslands síðustu 12 ára — Hafstein Ægi Geirsson sem nýráðinn þjálfara Hjólaþjálfunar! Hann kann heldur betur að hjóla og deila reynslu sinni með öðrum. Búinn að lesa allar hjólabækurnar og allt hjólainternetið varðandi æfingar, græjur og keppniskallana í útlöndunum. Veit sennilega of mikið um ýmislegt í lífinu sem skiptir…

Skíðin og gönguskíðin í vetur

Veturinn er dásamlegur þegar þú notar snjóinn til að leika þér. Í boði verða einkatímar og sérnámskeið fyrir einstaklinga og allskonar hópa, bæði í lyftunum og í göngubrautinni. Hvort sem það eru byrjendur, lengra komnir, krakkar eða fullorðnir. Hægt er að bóka tíma á opnunartíma skíðasvæðanna (Bláfjöll og Skálafell) sem er yfirleitt á milli kl…

Allskonar námskeið að fara í gang

Sumarfríið búið, skólarnir að byrja og rútínan að hendast í gang! Fullt eftir af frábærum tíma úti á hjólinu, oftar en ekki er alveg frábært stillt veður frá seinnipart ágúst til loka október. Fullt af námskeiðum að fara í gang og um að gera að halda áfram að njóta. Götuhjólanámskeið – þriðjudaginn 23 ágúst –…

Hvað er á döfunni hjá Hjólaþjálfun?

Hvað er á döfunni hjá Hjólaþjálfun? — Vikuna 25-30 ágúst, verður opin vika fyrir allskonar þjálfun, kennslu, viðtöl, fyrirlestra osfv fyrir einstaklinga og hópa. Hægt að bóka tíma á milli kl 6:00-23:00 alla dagana. Sendið póst á mariaogn@gmail.com og ég set niður hugmyndir, fyrirkomulag, tíma og verð. — Frá 31 júlí – 14 ágúst verð…

Fólk á öllum getustigum getur hjólað – Stundin.is 10 júlí

Viðtal í Stundinni 10. júlí 2016 Reynir Traustason rt@stundin.is María Ögn Guðmundsdóttir vonast til þess að samskipti hjólreiðafólks, bílstjóra og gangandi fólks, batni. Maður grýtti hjólafólk. Fordómafullir og ógnandi bílstjórar. „Fólk á öllum getustigum getur hjólað“ „Ég er mikil útivistarmanneskja. Hjólasportið heillaði mig gjörsamlega strax og ég kynntist því. Ég keypti mér flott hjól árið…

Virkni rauðrófusafa

Þetta er alveg helgin sem fólk gæti misst sig í áfengisruglinu, hellt ógætilega í sig sorgum, sigrum, spennu og spennufalli ‪#‎áframfótbolti‬ ‪#‎áframforseti‬ ‪#‎áframþúíþínumæfingum‬ Af hverju rauðrófusafi? Skelltu í þig rauðrófusafa á hverjum degi, á morgnana og/eða 2 tímum fyrir æfingu. Jú, hann bragðast mögulega í fyrstu eins og mold en hann venst, virkar og er…

Stelpusamhjól Hjólaþjálfunar

Stelpur eru bara svo mikið æði þegar þær eru æði saman! Förum út að leika, stelpumst saman og tölum eins mikið og okkur sýnist. Jahá það er sko komið að hinu árlega maí stelpusamhjóli Hjólaþjálfunar og Arnarins! Sumarið óðum að detta inn, sólin er komin til að vera og framundan er ofsalega skemmtilegt hjólasumar. Hvar…

8 ráð um næringu hjólreiðafólks

Ef þú vilt raunverulega ná markmiði þínu, þá þarf vélin, sem er skrokkurinn á þér, að ganga á góðu bensíni. Það að huga að mataræði, svefni, teygjum, æfingahvíld og öðrum hliðarþáttum þjálfunar er „aukaæfingin sem skapar meistarann!“ en ekki endilega það að hjóla fleiri kílómetra og æfa meira,“ Segir María Ögn hjólreiðakona og hjólaþjálfari. Viðtalið…

María Ögn Glókorn mánaðarins

Gætir þú ímyndað þér að gera eitthvað annað við líf þitt en tengja það íþróttum? „Nei, það væri bara ekki hægt, íþróttir eru bara svo frábærar sama hvernig þú stundar þær og í hvaða tilgangi sem er. Ég velti því oft fyrir mér hvernig fólk fer að ef það hefur ekki íþróttir samferða sér og…

Hjólaþjálfun í Fréttatímanum 15 apríl

Þú átt ekki að þurfa að fara á æfingu, þú átt að vilja fara á æfingu“ segir María Ögn Guðmundsdóttir, hjólaþjálfari og eigandi vefsíðunnar hjolathjalfun.is. „Það er svo skemmtilegt að stunda hreyfingu utandyra og í góðum félagsskap.“ Greinina má lesa í heild sinni hér á vefriti Fréttatímans Skemmtilegt að stunda hreyfingu utandyra og í góðum…

Sumargjöf Hjólaþjálfunar.

Ef ÞÚ vilt taka á því og vera tilbúnari í hjólasumarið þá er Hjólaþjálfun með áskorun á þig! Eg kalla þetta aukaæfingarnar sem skapa meistarann og hjálpa þér að ná markmiðum þínum. Í 21 dag skorar Hjólaþjálfun á þig að… Taka matarræðið í gegn Drekka meira vatn Huga að svefnvenjum Minnka tækja og símanotkun Ásamt…

Verkefnin eru margskonar

Af því að fólk er allskonar þá geri ég allskonar, verkefni hverrar viku eru margskonar hjá Hjólaþjálfun. Síðasta vika hljómaði meðal annars sirka svona… Hjólaþjálfarinn: Hópar sem tóku á því á trainer og ættu að vera tilbúin að fara út með hjólin í næstu viku eftir góðar æfingar inni í vetur. Heilsuþjálfarinn: Heimsótti Batamiðstöðina á…

Viðgerðanámskeið

Lærðu að tríta og sinna hjólinu þínu á góðan hátt. Lærðu að tríta og sinna hjólinu þínu á góðan hátt smile emoticon Hjóla viðgerðanámskeið að fara af stað, 19 okt, 20 okt, 3 nóv, 4 nóv. Kennarar Hafsteinn Ægir og Friðjón Grunn og framhaldsnámskeið. Nánar undir námskeið hér á síðunni http://hjolathjalfun.is/activities/vidgerdanamskeid/

Námskeið í september að byrja!

Götu- og fjallahjólanámskeið fara af stað í fyrstu vikunni í september. Nánar um námskeiðin hér á síðunni undir Námskeið

Einn frábærasti tími ársins er að hefjast.

Ýmislegt framundan hjá Hjólaþjálfun! – Hjólafærninámskeiðin bæði götu- og fjallahjólanámskeið fara í gang um mánaðarmótin ágúst/sept, skráning hefst núna í lok vikunnar. – Einkatímar, sendu mér póst með að fá tíma. – Einkanámskeið fyrir hópa, sendu mér póst til að fá tíma. – Hópeflishjólaferðir og fyrirlestrar, sendu mér póst til að finna tíma. – Fjarþjálfun…

Jákvæð upplifun barnsins að læra að hjóla

Öll börn eiga að kunna að hjóla, það er órjúfanlegur hluti af uppeldinu og það er réttur allra barna að eiga hjól. Vegna þessa þá hefur Barnaheill ávallt safnað saman hjólum og gefið þeim sem ekki hafa þann kost á að kaupa hjól handa barninu sínu. Það er alveg kúnst að læra að hjóla og…

Hjólaþjálfun á Akureyri

Akureyri er að blómstra sem hjólabær og er metnaðarfull hjólreiðahelgi framundan, sjá nánar á www.hjolak.is Ég verð með námskeið um hjólreiðar og hjólafærni á Akureyri fimmtudaginn 16. júlí kl 18:00-21:00. Námskeiðið er byggt á hjólanámskeiðum sem ég hef verið að halda síðustu ár. Farið verður meðal annars yfir hjólafærni, stöðu líkamans á hjólinu, hvernig skal…

Hjólaþjálfunar misfróðlegur fróðleikur um hópahegðun!

Í öllum aðstæðum í lífinu þurfum við að hugsa til náungans þegar við erum í hóp, við erum jú ekki ein þegar við erum í hóp 😉 Í tilefni af því að Gullhringurinn götuhjólakeppni í hópstarti er núna um helgina og ég veit að það eru margir nýjir hjólarar að fara að taka þátt þá…

Námskeið og einkatímar í sumar

Götu- og fjallahjólanámskeiðum lauk í júní, næstu auglýstu námskeið hefjast í lok ágúst og verða auglýst með fyrirvara hér á síðunni og á facebook síðu Hjólaþjálfunnar. Hægt er að bóka einkanámskeið, einkatíma, fyrirlestra, hópefli eða annað í allt sumar. Verð fer eftir fjölda skipta og fjölda þátttakenda, hafið endilega samband ef áhugi er fyrir því.

Glóandi og nærandi hjólasumar

Annað kvöld (miðvikudag 3júní) verða María Ögn og Elísabet Margeirsdóttir með fyrirlestur um næringu hjólarans og fræðslu um hjólreiðar í Gló Fákafeni, byrjar kl 18:00. Fyrirlesturinn er ekki bara fyrir þá sem hafa hug á því að keppa í hjólreiðum, algjörlega fyrir alla sem vilja njóta íþróttarinnar betur og læra betur á næringuna samhliða æfingum…

Sumarsýning KIA og Gullhringurinn

Komið og hittið mig og alla hina á sumarsýningu KIA í Öskju á morgun laugardaginn 30 maí milli kl 12:00 – 16:00. Ný glæsileg bílalína frá KIA. BMX Brós verða svífandi þarna um á BMX hjólunum sínum. Örninn mun aðstoða ykkur með val á rétta hjólinu. Tilboðsverð í hjólreiðakeppnina KIA Gullhringinn sem verður 11 júlí.…

Götuhjólanámskeið byrjar 2júní kl 6:30, skráning hafin

Morgun götuhjólanámskeið að hefjast, SKRÁNING ER Í GANGI Ert þú að æfa þig fyrir Jökulmíluna, WOW Cyclothon, Gullhringinn eða bara sumarið allt. Morgun námskeiðið er þriðjudagana, 2 júní, 9 júní, 16 júní. Götuhjólanámskeið morguntími: þriðjudaga kl 6:30 – 8:00 Sendið upplýsingar um Hópinn/tímann sem þú vilt mæta í: Nafn: Sími: Netfang: Hjólamarkmið þitt: mariaogn@gmail.com Nánar…

Hjólreiðafróðleikur í Marel

Hjólaþjálfun hefur verið að kíkja í heimsóknir í fyrirtækin og tala um hvað? Jú auðvita hjólreiðar og um allt það sem tengist hjólreiðum. Efni fyrirlestrarins fer eftir þeim áherslum sem fyrirtækið setur og því starfsfólki sem hlustar. Hægt er að panta einungis fyrirlestur. Fyrirtæki hafa verið með fyrirlestur og síðan allir farið í hópeflis hjólatúr…

BMX námskeið

Bestu BMX strákar íslands eru með BMX námskeið fyrir krakka. Frábær námskeið! Skráningar á BMX námskeið sumarsins 2015 á bmxnamskeid@gmail.com. Í boði eru vikurnar: 15.júní – 19.júní fyrir og eftir hádegi 22.júní – 26.júní fyrir og eftir hádegi 29.júní – 3.júlí fyrir og eftir hádegi 6.júlí – 10.júlí fyrir og eftir hádegi Fyrir hádegi =…

Stelpusamhjól Arnarins og Hjólaþjálfunar

Hvert ár í maí hefur Hjólaþjálfun ásamt Erninum hjólreiðaverslun boðið öllum stelpum út í hjólatúr. Stelpusamhjólið var haldið á uppstigningadag 14 maí kl 10:00 og voru um 150 stelpur sem létu veðrið sem var hvasst og blautt ekki stoppa sig fyrir góðum félagsskap. Boðið var upp á tvær vegalengdir sem allir geta hjóla á hvernig…

Einn, tveir og…hjólað í vinnuna er byrjað!

Hjólaþjálfun heimsótti Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Talaði um hjólreiðar og peppaði fólk áfram í heilsueflandi hjólreiðum. Næst á dagskrá er að taka góðan hjólatúr um borgina, njóta útiverunnar og félagsskaparins. Hvað með þinn vinnustað? Hjólandi – Heilsueflandi – Hópefli

Skráning hafin á næstu námskeið!

Viltu vera reddí í sumarið á götuhjólinu þínu eða með allt á tæru fyrir WOW Cyclothon? Götuhjólanámskeiðin byrja á mánudaginn í næstu viku, 11 maí. Allar upplýsingar á Götuhjólanámskeið Viltu vera klár í Bláalóns keppnina og allt fjallahjólastuðið í sumar? Næsta fjallahjólanámskeið og það síðasta á þessu vori hefst þriðjudaginn 19 maí og líkur í…

Hjólaþjálfunar misfróðlegur fróðleikur í góðu jafnvægi í sólinni

Eftir því sem þú æfir jafnvægið á hjólinu meira því betra jafnvægi nærðu á hjólinu…Satt. Eftir því sem þú ert með betra jafnvægi á hjólinu, því betri verður þú í að bregðast við áreitum sem verða á vegi þínum og minni líkur á því að þú dettir, valdir öðrum slysi eða að aðrir valdi þér…

Dagatal hjólreiðaviðburða

Ég vil endilega benda ykkur á að undir hjólaviðburðir er mjög þægilegt dagatal, í þessu dagatali eru allar keppnir, viðburðir og úrslit sem haldnir eru í hjólreiðum á íslandi. Stay tuned í allt sumar og allt árið. Ef það eru einhverjir nýjir viðburðir eða keppnir framundan sem þú stendur fyrir eða veist af og eru…

Hjólreiðar eru vorboðinn

Lóan er orðin alveg rugluð á tíðarfarinu og hefur sagt af sér sem yfir vorboði íslands. Hjólreiðar eru nýji vorboðinn, þegar hjólin eru dregin út úr geymslunni og fólk sést með viðeigandi höfuðfat brosandi út í eyru, þá er víst að það er ekki hálka og ekki of kalt fyrir tær og fingur. Þar með…

Skráning hafin á námskeiðin

Þar sem vorið er alveg að vakna þá er skráning hafin á bæði götuhjóla- og fjallahjólanámskeiðin sem byrja 20 og 21 apríl. Sjá allt um námskeiðin og annað sem er í boði hjá Hjólaþjálfun hér á síðunni. Kveðja María Ögn

Hjólum í fjörið!

Nú ætla ég að einbeita mér alfarið og fara á fullt með Hjólaþjálfun.is Götu- og fjallahjólanámskeið, sérnámskeið og hjólatímar, þjálfun, viðtöl, markmið, fyrirtæki, hópefli, fyrirlestrar, fræðsla, viðburðir ofl. Er vinnan þín til dæmis að taka þátt í Hjólað í vinnuna, WOW Cyclothon eða með önnur skemmtileg markmið sama hvort það tengist hjólreiðum eða ekki? Er…

Til baka