Annað kvöld (miðvikudag 3júní) verða María Ögn og Elísabet Margeirsdóttir með fyrirlestur um næringu hjólarans og fræðslu um hjólreiðar í Gló Fákafeni, byrjar kl 18:00.

Fyrirlesturinn er ekki bara fyrir þá sem hafa hug á því að keppa í hjólreiðum, algjörlega fyrir alla sem vilja njóta íþróttarinnar betur og læra betur á næringuna samhliða æfingum og hreyfingu.

Elísabet er hafsjór af fróðleik um næringu íþróttafólks og þekkir langar æfingar og keppnir mjög vel af eigin raun, þar sem hún stundar einna helst lengri hlaup og utanvegahlaup þar sem næringin í kring um allt ferlið skiptir alveg gríðarlegu máli líkt og í hjólreiðum.
Hún var kjörin bæði langhlaupari og ofurhlaupari ársins 2014
Elísabet er með menntun í lífefnafræði og næringafræði.

María Ögn er bæði þjálfari og keppnismanneskja í hjólreiðum og þekkir íþróttagreinina frá öllum hliðum.
Hún á marga íslandsmeistaratitla í ýmsum greinum hjólreiða og hefur verið kjörin hjólreiðakona ársins fjórum sinnum.
María er með menntun í sálfræði og þjálfun.

Notið endilega tækifærið og hittið okkur á miðvikudagskvöldið og fáið ráðleggingar um allt sem ykkur dettur í hug varðandi hjólreiðar og næringu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Frekari upplýsingar um námskeiðið á facebook