Við erum að bjóða þér með okkur í lúxus hjólaferð til Kanarí „Gran Canaria“ brottför 20 mars 2020
Gistum á alveg hreint geggjuðu hóteli, já það er svo einstakt og næs, þig langar til að eiga heima þar!
Þetta verður næs, það verður sól, hlýtt, gott malbik, kaffibollar, ís, kaldur á kantinum, tásunudd, eðal félagsskapur og fararstjórar á heimsmælikvarða!

9 daga ferð, 20 – 29 mars 2020 Beint flug til og frá Kanarí LPA
Verð kr 219.900.- á mann, miðað við 2 í herbergi, með morgunmat 
Einnig mögulegt að vera einn (kr 279.900.-) eða þrír í herbergi, hafið sambandi við Svönu hjá Vita.
Ekki innifalið:
Hálft fæði 9 dagar (kvöldmatur): 19.800.-
(stakur kvöldmatur á hótelinu kostar annars 25eur)
Hjólataska í flug: 6.000.- hvora leið
Ef þú ætlar að leigja hjól úti þá mælum við með norskum vini okkar Martin Hugo sem er í göngufæri við hótelið Life On Two Wheels algjörlega frábær og með glæný hjól.

Innifalið
Beint flug með Icelandair til og frá Kanarí, LPA
Brottför frá Keflavík 20.mars kl. 9:30 koma til Kanarí LPA kl. 14:40 FI1512
Brottför frá Kanarí LPA 29.mars kl. 16:40 koma til Keflavíkur kl. 21:00 FI1513
23 kg farangurstaska, 10 kg handfarangur
Rúta til og frá flugvelli-hóteli úti
Gisting á 4+* hóteli í 9 nætur
Fararstjórn á heimsmælikvarða

5 daga ferð, 20 – 25 mars 2020 Beint flug til Kanarí LPA – heimflug frá Tenerife TFS
Verð kr 169.900.- á mann, miðað við 2 í herbergi, með morgunmat. 
Einnig mögulegt að vera einn (kr. 206.900.-) eða þrír í herbergi, hafið sambandi við Svönu hjá Vita.
Ekki innifalið:
Hálft fæði 5 dagar (kvöldmatur): 11.040.-
(stakur kvöldmatur á hótelinu kostar annars 25eur)
Hjólataska í Icelandair flug: 6000.- hvora leið
Innanlandsflug- eða ferja frá Kanarí LPA – Tenerife TFN að morgni heimferðadags 25. mars (flugverð ca á bilinu 1500-5000 kr) og einnig lítið mál að taka ferjuna, Fred Olsen á milli eyjanna.
(fararstjórar geta séð um að taka hjólatöskuna þína með í heimflugið sitt þann 29. mars ef þú óskar eftir því).
Ef þú ætlar að leigja hjól úti þá mælum við með norskum vini okkar Martin Hugo sem er í göngufæri við hótelið Life On Two Wheels algjörlega frábær og með glæný hjól.

Innifalið
Beint flug með Icelandair til Kanarí LPA og heim frá Tenerife TFS
Brottför frá Keflavík 20.mars kl. 9:30 koma til Kanarí LPA kl. 14:40 FI1512
Brottför frá Tenerife TFS 25.mars kl. 15:40 koma til Keflavíkur kl. 21:00 FI1515
23 kg farangurstaska, 10 kg handfarangur
Rúta til og frá flugvelli-hóteli úti á Kanarí
Gisting á 4+* hóteli í 5 nætur
Fararstjórn á heimsmælikvarða

—–

BÓKUN FERÐAR
Bókanir fara fram í þessum link Vita.is/hópabókanir með hópanúmerinu 1277
Söludeild VITA, Svana, gefur allar upplýsingar um bókanir (570-4444/svanaek@vita.is) en allar aðrar upplýsingar veitir María Ögn maria@hjolathjalfun.is og 775 9902
Staðfestingagjald er 40þúsund og þarf að greiðast ekki seinna en 3. febrúar 2020. Fullgreiða verður ferðina 6 vikum fyrir brottför, sem er 7. febrúar 2020.
Mögulegt er að nýta 15000 punkta í ferðina á mann sem samsvara 10.000.- krónum.

Fararstjórar
Eru María Ögn, Hafsteinn Ægir og Elvar Örn.

Þrír getuhópar en ferðin er ekki ætluð byrjendum
Að sjálfsögðu eru allir velkomnir með sama hvort fólk æfi með Hjólaþjálfun eða ekki.
Ferðin hentar þó ekki byrjendum í hjólreiðum, til dæmis þeim sem hafa ekki reynslu af því að hjóla í umferð, eru að fara í fyrstu skiptin á götuhjól, hafa ekki hjólað í smelltum hjólaskóm eða þeim sem eru að stíga upp úr sófanum rétt fyrir brottför, því æskilegt að æfa fyrir ferðina.
En í ferðinni verður boðið upp á þrjá getuhópa sem við köllum Latte, Americano og Espresso.

Hótelið og Kanarí
Hótelið heitir Club Maspalomas Suites and Spa https://www.clubmaspalomassuites.com/en/
Algjörlega geggjað adults only 4+* hótel, herbergin eru í litlum smáhýsum í snyrtilegum garði, alveg nýuppgert og staðsett á Maspalomas svæðinu, sem er mjög hentugt þegar velja á hjólaleiðir frá hóteli.
Kanarí býður upp á alveg frábærar hjólaleiðir, það er stutt út í sveitina, þægilegir dalir og fallegt útsýni á toppunum, það er mikið um hjólreiðafólk á svæðinu og lítið um umferð og umhverfið því vant hjólandi hópum sem skiptir miklu máli upp á öryggið og upplifun.

Hjóladagar
Hver dagur verður settur upp með nákvæmum leiðakortum/Strava/GPS, alltaf tveir – þrír möguleikar í boði hvern dag.
Vegalengdir hvern dag verða á bilinu 30 – 140km+ enda þrír getuhópar í boði.
Það fá allir áskorun við hæfi, bæði hraðari hjólarar og hægari.
Hversu langt er farið hvern dag fer mikið eftir því hver hækkun þess dags er, hver hjóladagur mun henta mismunandi getuhópum og hægt að velja eftir fíling hvers og eins þann daginn, fararstjórn í ferðinni einungis á götuhjólum.
Bendum á að skemmtilegt gæti verið að taka fjallahjóladag með eða vini okkar frá Noregi, Martin Hugo sem er með fjallahjólaleigu og fararstjóri á eyjunni.
Stoppað verður á kaffihúsum og einhverja daga stoppað í lengra hádegishlé.
Lokaður facebook hópur mun sjá um að upplýsingaflæðið verði sem best til allra í hópnum varðandi hjóladagana og annað bæði fyrir og í ferðinni sjálfri.
Einnig er að sjálfsögðu hægt að fá aðstoð með leiðarval úti og setja það inn í Garmintæki ef fólk vill fara sjálft einhvern dag en ekki með hópnum. Ekki verða skipulagðir hjóladagar á komu og brottfarardegi og einnig einn hvíldardagur í 9 daga ferðinni.

Típísk rútína dagsins
Ding dong!
Rölt í morgunmat.
Græja sig fyrir daginn.
Hittast fyrir utan hótelið um morguninn og lagt af stað kl 9:30
Rúllað af stað í hjólatúr dagsins.
Það fer allt eftir vegalengd og leið hvern dag, hvernig dagurinn þróast varðandi, kaffihús, hádegistjill og slíkt, en það er allt kynnt á facebook síðu hópsins fyrir hvern dag, því enginn dagur verður eins.
Í lok hjólatúrsins er alveg eðall að setjast við hótelbarinn, fá sér kaldann og taka spjall eftir daginn.
Það fer síðan allt eftir lengd hjólatúrs hvers dags hve mikið er eftir af deginum og hvernig fólk nýtir þann tíma.
Síðan er það kvöldmaturinn og farið yfir stöðu mála fyrir næsta dag

Við erum að tala um „Hjól og Lúxus“ … lifa og njóta!
María Ögn, Hafsteinn Ægir og Elvar Örn
maria@hjolathjalfun.is
775 9902