Það er sko alveg heilmikið í gangi hjá okkur þessar vikurnar og næstu mánuði…

13 ágúst – 23 september
Æfingahópurinn er á fullu að njóta haustsins úti og inni.
Götuhjól, fjallahjól, inniæfingar, styrkur, sund, liðleiki ofl
Alltaf hægt að slást í hópinn, lækkað æfingagjald, sendu póst á maria@hjolathjalfun.is
Upplýsingar um haust tímabil Æfingahópsins

24 september – 14 oktober
Opnir æfinga- og viðburða dagar Hjólaþjálfunar
Munum fara á götuhjólið, fjallahjólið, hafa hörku inniæfingar og ýmislegt annað.
Allir velkomnir með, kostar ekkert!
Munum auglýsa æfingar með viðburðaboðum á facebook síðu Hjólaþjálfunar

6 september 2018 (6, 13, 18, 20 september)
Fjallahjólanámskeið
Fáðu tæknina á hjólinu beint í æð! 4 skipti 90mín í senn.
Skipt í tvo hópa, María þjálfar byrjendur og Hafsteinn þjálfar lengra komna.

5 – 12 oktober
Hjólaþjálfun og ÞÚ til Calpe á Spáni!
Það verður æði að komast aðeins út á hjólið í sólinni áður en við leggjum af stað inn í veturinn.
Mikið af pörum og hjónum og skemmtilegu fólki búið að skrá sig.
Getustig hópsins sem er búinn að skrá sig er svona um miðjuna, enginn topp hjólari og enginn alger byrjandi.
Upplýsingar um Calpe hjólaferðina

15 oktober – 22 apríl
Vetrartímabil Æfingahópsins hefst 15 oktober
13-14 oktober verða sérstakir byrjendadagar
Stútfull tímatafla af inni æfingum á ýmsum tímum dagsins sem hentar öllum.
Einnig útiæfingar, sundæfingar, styrktaræfingar, liðleiki-teygjur og fleira í allan vetur.
Ekkert flókið, þú mætir og þjálfararnir sjá um rest!
Upplýsingar um vetraræfingatímabilið

14 – 15 júní 2019
Vatternrundan
Hjólaþjálfun ætlar að fara í Vatternrundan í Svíþjóð
Ert þú til í að koma með okkur og 20þúsund manns í 300 km hjólatúr…njóta, þjóta, fljóta.
Þetta er eitt af þeim markmiðum sem einhverjir sem æfa með Hjólaþjálfun ætla að stefna að með okkur í vetur.
Frekari upplýsingar hjá Maríu þjálfara maria@hjolathjalfun.is

Allt árið, opið þriðjud og fimmtud 8:10 – 15:00
Verkstæði Hjólaþjálfunar
Tímapantanir á verkstaedi@hjolathjalfun.is
Um og opnunartímar verkstæðisins

#Spons
Þeir sem æfa með Æfingahóp Hjólaþjálfunar fá góða afslætti á mjög hentugum stöðum fyrir hjólreiðafólkið.
Afslættir Æfingahópsins

Annars skalt þú bara endilega vera í sambandi við Maríu þjálfara ef þú hefur spurningar
maria@hjolathjalfun.is

Þjálfararnir
Hjólaþjálfun státar af flottasta hjólreiðaþjálfarateymi landsins, hvergi annarstaðar eins menntaðir og reynslumiklir þjálfarar.
María Ögn – er með má segja 5 háskólagráður í Sálfræði- og þjálfunarfræðum, hefur unnið sem þjálfari í 19 ár, er sigursælasta hjólreiðakona Íslands hingað til og er til dæmis 14 faldur Íslandsmeistari í hjólreiðum.
Hafsteinn Ægir – ef það væri hægt að vera með doktorsgráðu í að vera íþróttamaður, þá er hann með hana, hefur farið á tvenna Ólympíuleika í siglingum og á svo marga sigra og titla í hjólreiðum að hann kann ekki að telja það saman.
Rúnar Karl – er menntaður Sjúkraþjálfari og vinnur sem slíkur á Bæklunardeild Landspítalans, hann á glæstann hjólreiðaferil og getur skilað alveg rosalegum wöttum í sprettunum.
Jórunn Jóns – er menntaður mannauðstjóri, kokkur og lokið þjálfarastigum ÍSÍ, hefur klárað nokkrar þríþrautir hér og erlendis.
Páll Elís – þvílíkur hjólreiða reynslubolti, Íslandsmeistari í hjólreiðum hérna í „denn“ og hann er ennþá í svaðalegu keppnisformi, það er ekkert kjaftæði til í dæminu hjá Palla.
Jóhanna Rósa – er liðleika teygju jóginn okkar, getur staðið lengur á höndum en hún getur staðið kjurr á fótunum, hampaði Norðurlandameistaratitli í þolfimi hérna um árið og kláraði hálfann járnkarl 2018.