Akureyri er að blómstra sem hjólabær og er metnaðarfull hjólreiðahelgi framundan, sjá nánar á www.hjolak.is
Ég verð með námskeið um hjólreiðar og hjólafærni á Akureyri fimmtudaginn 16. júlí kl 18:00-21:00.

Námskeiðið er byggt á hjólanámskeiðum sem ég hef verið að halda síðustu ár. Farið verður meðal annars yfir hjólafærni, stöðu líkamans á hjólinu, hvernig skal beita sér á hjólinu í ólíkum aðstæðum, nota gíra, næringu, æfingar, hvernig á að hjóla í hóp, hjóla í kjölsogi osfv. Ásamt svörum við spurningum þátttakenda námskeiðisins um öll stóru smáatriðin sem tengjast hjólreiðum á allan hátt.

Hvar: Jötunvélar Lónsbakka 6 Akureyri
Hvenær: Fimmtudaginn 16. júlí 2015
Klukkan: 18:00 – 21:00
Greiðsla: kr 5000 greiðist á staðnum.
Fyrir hverja: Alla þá sem vilja læra að hjóla og fræðast betur um hjólreiðasportið.
Skráning: mariaogn@gmail.com með upplýsingum um nafn og hvernig hjól þú átt (ekki tegund heldur típu, götu, fjalla osfv).
Námskeiðið er í formi fyrirlestrar og hægt er að skrá sig til kl 17:50 á fimmtudag 🙂

Hlakka til að hitta norðlenskt hjólreiðafólk!
Hjólakveðja María Ögn
775 9902
mariaogn@gmail.com
www.hjolathjalfun.is
Hjólaþjálfun á facebook