Já við erum flutt í stórglæsilega aðstöðu á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“

Þar erum við með flottan hjólasal með x40 Ic8 powerhjólum sem eru hönnuð fyrir hjólreiðar en ekki spinning.
Við hliðina á hjólasalnum er flottur teygju- og styrktarsalur þar sem við teygjum á, rúllum gerum joga og gerum styrktaræfingar samhliða hjólaæfingunum.
Í salnum eru þessi helstu tæki og tól fyrir hjólreiðamanninn að nota fyrir lyftingar, styrk og liðleika. Eins og x2 róðravélar, x1 ski-erg vél fyrir skíðagönguna, lóð og stangir til að gera lyftingar eins og hnébegjur, réttstöðulyftur osfv. Ketilbjöllur, ýmisskonar boltar, teygjur, sippubönd, TRX bönd, upphýfingastöng osfv
Þeir sem eru í æfingahóp Hjólaþjálfunar hafa aðgang að aðstöðu Hjólaþjálfunar.

Hjólaþjálfun deilir sturtuaðstöðu með Spörtu heilsurækt sem er með sýna þjálfunaraðstöðu við hlið Styrktarsals Hjólaþjálfunar.

Framkvæmdir á húsinu, skipulagi þjálfunaraðstöðunnar og sturtuaðstaða eru glæný og mikið af bílastæðum við húsið og einnig góð aðstaða til að læsa hjólum.

Skráðu þg endilega með okkur í Æfingahópinn, það er mikið fjör 🙂
Einnig er mögulegt að leigja salinn með eða án þjálfara frá Hjólaþjálfun.
Frekari upplýsingar hjá Maríu Ögn yfirþjálfara
maria@hjolathjalfun.is