Hjólaþjálfun og þú með til Calpe á Spáni

Út með hjólið í sól með eðal félagsskap og klassa fararstjórum…

5 – 12 október 2018
Verð kr 149.000.- á mann, miðað við 2 í herbergi.
Verð kr 139.000.- á mann, miðað við 3 í herbergi.
Verð kl 179.000.- á mann, miðað við 1 í herbergi.

Ath: Hjólataska í flug er ekki innifalin í verðinu, þú bætir henni við bókun fyrir 6000 kr hvora leið, en einnig eru góðar hjólaleigur í Calpe fyrir þá sem vilja það heldur.

Innifalið

 • Beint flug með Icelandair til Alicante og til baka.
  • Hægt er að greiða 12500 vildarpunkta á mann, sem eru andvirði 10.000 kr (eingöngu ef bókað er á netinu).
 • 5. Okt = Brottför Keflavík 13:55, koma til Alicante 20:15
 • 12. Okt = Brottför Alicante 21:20, koma til Keflavíkur 23:50
 • 23kg farangurstaska, 10kg handfarangur
 • Rúta til og frá flugvelli/hóteli úti.
 • Gisting á 4* hóteli í 7 nætur
 • Hálft fæði, sem er morgunmatur og kvöldmatur.
 • Gríðarlega skemmtilega flottir fararstjórar.

 

BÓKUN FERÐAR
Bókanir fara fram hjá VITA ferðaskrifstofu hjá svanaek@vita.is 

Söludeild VITA (Svana) gefur allar upplýsingar um bókanir (570-4444/svanaek@vita.is) en allar aðrar upplýsingar veitir María Ögn maria@hjolathjalfun.is
Staðfestingagjald er 40þúsund en fullgreiða verður ferðina um 6 vikum fyrir brottför.

Ferðin er ekki formlega auglýst á heimasíðu VITA og sést því ekki á síðu þeirra, en öllum er frjálst að koma með, sama hvort fólk hafi verið í þjálfun hjá Hjólaþjálfun eða ekki.

Fararstjórar
Eru María Ögn og Hafsteinn Ægir en þau kunna vel á það að hafa fólk í eftirdragi á eftir sér á hjólinu 😉 En þau eru vön því að skipuleggja og stýra hjólatúrum, æfingum heima og ferðum erlendis.

Ef þátttaka og getustig hópsins verður slíkt að þörf er á þriðja fararstjóranum svo allir geti notið sín í botn þá mætir hann á svæðið þeim.

Ferðin er opin öllum að koma með en hentar þó ekki algjörum byrjendum, til dæmis þeir sem eru að fara í fyrstu skiptin á recer eða hafa ekki hjólað í smelltum hjólaskóm er ágætis viðmið.

Hótelið  og Calpe

 • Hótel Diamantebeach https://www.diamantebeach.com/
 • Flott 4* hótel staðsett við ströndina í Calpe.
 • Calpe er gríðarlega mikið æfingasvæði hjólara, bæði almennings og atvinnuliða. Umferð og umhverfið er því vant hjólandi hópum sem skiptir miklu máli upp á öryggið og upplifun.
 • Hótel sem er vant að taka á móti hjólahópum.
 • Læst aðstaða með öryggismyndavélum til að geyma hjólin (má líka hafa hjólið inni á herbergi).
 • Aðstaða til að gera við og þrífa hjól.
 • Aðgangur að spa https://www.diamantebeach.com/en/spa
 • Kaldur pottur við 14° sem má bæta ísmolum úr vél sem er við hliðina til að kæla enn frekar, ferlega næs eftir góðan hjóladag.
 • Þvottaþjónustan er einungis fyrir hjólreiðafólk, hótelið sér um að þvo fyrir þig, hver poki af þvotti kostar € 5.00
 • Frítt wifi á góðum hraða á herbergjum https://www.diamantebeach.com/en/hotel/double-room

Hjóladagarnir
Hver dagur verður settur upp með nákvæmum leiðakortum/strava/GPS, alltaf tveir til þrír möguleikar í boði hvern dag, vegalengdir verða aðallega á bilinu 60 – 110km, (munum líka bjóða upp á styttri túra og hendast í 110+) skipulag hvers dags fer mikið eftir hæðahækkun leiðarinnar.

Hver hjóladagur mun henta mismunandi getuhópum og hægt að velja eftir fíling hvers og eins þann daginn, einungis hjólað á racer götuhjólum.  

Stoppað verður á kaffihúsum og einhverja daga stoppað í lengra hádegishlé.

Lokaður facebook hópur mun sjá um að upplýsingaflæðið verði sem best til allra í hópnum varðandi hjóladagana og annað fyrir og í ferðinni sjálfri.

Einnig er að sjálfsögðu hægt að fá aðstoð með leiðarval úti og setja það inn í Garmintæki ef fólk vill fara sjálft en ekki með hópnum.

Típísk rútína dagsins
Ding dong!
Vaknað og farið í morgunmat.
Græja sig fyrir daginn.
Hittast fyrir utan hótelið um morguninn.
Rúllað af stað í hjólatúr dagsins.
Það fer allt eftir vegalengd og leið hvern dag, hvernig dagurinn þróast, kaffihús, hádegistjill osfv en það er allt kynnt á facebook síðu hópsins fyrir hvern dag.
Í lok hjólatúrsins er alveg eðall að taka spjall og smá teygjur með hópnum við sundlaugabarinn eftir daginn, mjög ljúft að vera með einn ískaldann í annarri á meðan við teygjum okkur í tærnar með hinni.
Það fer síðan allt eftir lengd hjólatúrs hvers dags hve mikið er eftir af deginum og hvernig fólk nýtir þann tíma, nóg er allavega í boði að gera á þessu svæði.  
Um kvöldið borðar hópurinn saman á hótelinu, eða annarstaðar ef fólk vill heldur, en við höfum góðar fregnir af því að maturinn sé virkilega fínn á þessu hóteli.

 

Ekkert annað en að lifa og njóta!
Hjólandi sólarsamba
María Ögn og Hafsteinn Ægir með VITA
maria@hjolathjalfun.is

Allar þessar upplýsingar í skjali má finna hér