Hvað er á döfunni hjá Hjólaþjálfun?

— Vikuna 25-30 ágúst, verður opin vika fyrir allskonar þjálfun, kennslu, viðtöl, fyrirlestra osfv fyrir einstaklinga og hópa. Hægt að bóka tíma á milli kl 6:00-23:00 alla dagana. Sendið póst á mariaogn@gmail.com og ég set niður hugmyndir, fyrirkomulag, tíma og verð.

— Frá 31 júlí – 14 ágúst verð ég í Noregi að hjóla og undirbúa síðsumar og haustið hjá Hjólaþjálfun.

— Í ágúst mun ég heimsækja bæjarfélög víðsvegar á landinu, með námskeið, kynningu, hjólaviðburði osfv. Verið endilega í sambandi ef þitt bæjarfélag, vinahópur eða annað viljið komast inn í þann heimsóknar rúnt Hjólaþjálfunar um landið. Nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar.

— Í ágúst, sept og okt fara í gang allskonar námskeið og viðburðir, td götuhjólanámskeið, fjallahjólanámskeið, æfingahópar, öndunarnámskeið, viðgerðarnámskeið, fyrirlestrar, fjallahjóla stelpuviðburður osfv. Dagsetningar og dagskrá verður kynnt í byrjun ágúst.

— Ég hitti fólk á öllum týpum af hjólum (körfuhjól, blendingum, fjallahjól, racer osfv), á öllum getustigum (þá sem hafa aldrei sest á hjól og þá sem vilja hámarka sig á hjólinu), með mismunandi tilgang, bæði á hjólinu eða í öðrum heilsu eða þjálfunar tilgangi.

— Það er frábær tími framundan og um að gera að njóta hans í botn!
Vertu í sambandi 🙂

mariaogn@gmail.com eða 775 9902 (þú ert aldrei að ónáða því ég svara þegar ég get og hringi til baka ef ég gat ekki svarað) 😀

Kveðja María Ögn
Hver er þjálfarinn María Ögn