KRAKKA HJÓLAÆFINGAR fyrir 9 – 15 ára
👉Tímabilið 12.okt – 14.des
Inntak æfinga eru hjól og liðleiki ásamt styrktaræfingum.
Samhliða æfingum verður ýmisskonar fræðsla um hjólreiðar, líkamlegt form, næringu, svefn og markmið.
Verð. 21.900.-

👉Æfingar fyrir krakka…
…sem vilja bæta hjólaformið sitt og almennt form.
…sem vantar og vilja fá almennilegar þolæfingar samhliða annarri íþrótt sem þau stunda.
…sem hafa ekki fundið sig í annarri hreyfingu, en þá eru innihjólreiðar með okkur mjög hvetjandi þar sem hæfni og geta einstaklingsins sést ekki öðrum á æfingunni og þjálfunin er persónuleg.

👉Æfingar 3x í viku
Þriðjudaga kl 16:10 – 17:10
Fimmtudaga kl 16:10 – 17:10
Laugardaga kl 13:10 – 14:10
Einhverjir mæta á allar æfingar og aðrir á færri, en það fer alveg eftir því hvernig annað æfingaálag vikunnar er hjá hverjum og einum.

👉Þjálfari er María Ögn
Er með sálfræðimenntun og ansi langan- og fjölbreyttan lista af menntun í þjálfun barna og unglinga. Hefur lokið öllum stigum þjálfunar hjá ISI og einnig nokkrum sérgreinahlutum þjálfunar. Var yfirþjálfari Skíðadeildar KR í 7 ár og Skólastjóri sumarskóla KR með fótbolta og körfubolta ásamt fleiri þjálfunarverkefnum með börn og unglinga.

👉👉 ALLAR frekari upplýsingar hér á síðunni
http://hjolathjalfun.is/namskeid/
Erum staðsett á Bíldshöfða 9 „Höfðinn“
Hjólaþjálfun er ekki hjólreiðafélag og því allir velkomnir, sama hvort þeir séu í félagi eða ekki.