Lærðu betri tækni á hjólinu – námskeið byrja 30 apríl 2018
24 apríl 2018
Sumarið á Íslandi er ekkert voðalega langt og því er málið að henda sér út í það um leið og það byrjar 😀
Götuhjólanámskeið
Hefst mánudaginn 30 apríl kl 18:15
Námskeiðið eru 3 skipti 90 mínútur í senn.
Frábær leið til að fá allar hjólreiðatæknina og upplýsingar beint í æð svona fyrir komandi hjólasumar.
Fjallahjólanámskeið
Hefst miðvikudaginn 2 maí kl 18:15
Námskeiðið eru 4 skipti 90 mínútur í senn.
Lærðu að nota fjallahjólið rétt, á skemmtilegan hátt og kynnast helstu fjallahjólasvæðunum hér á höfuðborgasvæðinu.
Þjálfari á námskeiðunum er María Ögn