Veturinn er dásamlegur þegar þú notar snjóinn til að leika þér.

Í boði verða einkatímar og sérnámskeið fyrir einstaklinga og allskonar hópa, bæði í lyftunum og í göngubrautinni.
Hvort sem það eru byrjendur, lengra komnir, krakkar eða fullorðnir.
Hægt er að bóka tíma á opnunartíma skíðasvæðanna (Bláfjöll og Skálafell) sem er yfirleitt á milli kl 14:00-21:00 á virkum dögum og milli kl 9:00-17:00 um helgar. Göngusvæðið er þó yfirleitt með troðnar brautir fyrir kl 14:00. Einnig er möguleiki að vera í skíðalyftum innan borgarmarkanna.

Allar frekari upplýsingar má finna hér á síðunni
Skíða- og/eða gönguskíðaþjálfun