Hvert ár í maí hefur Hjólaþjálfun ásamt Erninum hjólreiðaverslun boðið öllum stelpum út í hjólatúr.
Stelpusamhjólið var haldið á uppstigningadag 14 maí kl 10:00 og voru um 150 stelpur sem létu veðrið sem var hvasst og blautt ekki stoppa sig fyrir góðum félagsskap.

Boðið var upp á tvær vegalengdir sem allir geta hjóla á hvernig hjóli sem er, eftir hjólatúrinn bauð Yndisauki upp á súpu, bauð, kökur og hnetur í hjólreiðaversluninni Erninum.

Alltaf skemmtilegur dagur sem er einskonar byrjun á hjólasumri okkar stelpnanna 🙂

Frétt af MBL 14 maí 2015

Frétt frá Stöð2 14 maí 2015