Stelpur eru bara svo mikið æði þegar þær eru æði saman!
Förum út að leika, stelpumst saman og tölum eins mikið og okkur sýnist.

Jahá það er sko komið að hinu árlega maí stelpusamhjóli Hjólaþjálfunar og Arnarins!
Sumarið óðum að detta inn, sólin er komin til að vera og framundan er ofsalega skemmtilegt hjólasumar.

Hvar – hvenær – klukkan?
Örninn Faxafeni 8
Fimmtudaginn 5 maí (uppstigningadag)
Kl 9:30-11:30

Síðastliðin ár hafa Hjólaþjálfun og Örninn boðið konum upp á hjólreiðaviðburð bæði að vori og hausti sem hvatning til kvenna að fara út að leika sér saman og hjóla. Vor viðburðurinn hefur ávallt verið á malbikinu innan höfuðborgarinnar en haust viðburðurinn á fjallahjólinu í sept/okt, en meira um það hér á www.hjolathjalfun.is þegar nær dregur hausti.

Hjólað er frá hjólreiðabúðinni Erninum í Faxafeni. Það verða lengri og styttri leið í boði, svo allar konur geta tekið þátt og á hvernig hjóli sem er. Hjólatúrinn endar síðan aftur í Erninum þar sem við gæðum okkur á Sætkartöflusúpu frá Yndisauka.

Kveðja María Ögn
Hjólaþjálfari