Við kynnum með stolti sigursælasta hjólreiðamann Íslands síðustu 12 ára — Hafstein Ægi Geirsson sem nýráðinn þjálfara Hjólaþjálfunar!

Hann kann heldur betur að hjóla og deila reynslu sinni með öðrum.
Búinn að lesa allar hjólabækurnar og allt hjólainternetið varðandi æfingar, græjur og keppniskallana í útlöndunum.

Veit sennilega of mikið um ýmislegt í lífinu sem skiptir ekki máli en þegar allt kemur saman þá er viska í öllu sem maður fræðist um.

Já, og hann bjó í Frakklandi þar sem hann var atvinnumaður og hefur keppt á tvennum Ólympíuleikum í siglingum fyrir Íslands hönd.

Það eru stórskemmtileg verkefni framundan.
Æfingarhópur Hjólaþjálfunar í Reebok Fitness byrjar 1 nóvember og mjög einstaklingsmiðuð fjarþjálfun er farin af stað.
Allar frekari upplýsingar um þjálfun og námskeið má finna hér á síðunni undir námskeið og mariaogn@gmail.com

Höfum gaman af þessu og náum árangri!
María Ögn og Hafsteinn Ægir
Fylgist með Hjolathjalfun á snappinu
#Hjólaþjálfun