Hvað nú, hvað gerist svo ?

Núna er júlí, þá er pása hjá okkur í skipulögðum æfingum og æfingaprogramið frá okkur þjálfurunum er…
„Hjóla – hjóla með vinum og famelí – njóta – kaffi og kökur – burger og bjór – pedala pedala – hafa gaman!“ eins gott að fólk fari eftir því plani frá okkur því um þetta snýst þetta hjólerí.

Við byrjum svo aftur skipulagðar æfingar með Æfingahópinn 12 ágúst – 22 sept, erum úti að hjóla á bæði götuhjóli og á fjallahjóli og inniaðstaða Hjólaþjálfunar er alltaf opin meðlimum hópsins að droppa inn og ýmist hjóla, lyfta, róa osfv þegar fólki hentar.

Það verður ýmislegt annað í gangi hjá okkur seinnipart sumars auk Æfingahópsins.
Við verðum með úti götuhjólanámskeiðið sem er mjög hentugt fyrir þá sem eru að byrja eða vilja bæta við sig þekkingu og færni á götuhjólinu (racer). Verðum með úti fjallahjólanámskeið sem hentar öllum getustigum því María þjálfar byrjendur og Hafsteinn betri hjólara, þú eykur færnina á fjallahjólinu gríðarlega og kynnist hentugum svæðum á höfuðborgasvæðinu til að hjóla á.

Ágúst
Æfingahópurinn byrjar 12 ágúst Æfingahópur haust
Götuhjólanámskeið Götuhjólanámskeið
Fjallahjólanámskeið Fjallahjólanámskeið

September
Æfingahópurinn er á útiæfingum til 22 september
Kynningadagar og byrjendadagar fyrir komandi hjólreiðaár verða á auglýstu opnu húsi nokkrum sinnum í september

Oktober
Ferð til Calpe á Spáni 1 – 8 oktober Calpe á Spáni

Hjólreiðaárið 2019 – 2020 byrjar alltaf hjá okkur um miðjan oktober
Vetrar inniæfingar Æfingahópsins byrja 14 oktober 2019 og eru til apríl 2020
Æfingahópur veturinn 2019 – 2020
Skráningar fyrir veturinn hefjast í lok ágúst.

Það verður margt nýtt í boði í vetur …
– Rólex klúbburinn fer af stað í oktober, en það eru hjólaæfingar fyrir þá sem vilja vera í rólegri deild en Æfingahópurinn er, þetta verður eðal hreyfiklúbbur sem hjólar, gerir styrktaræfingar og teygir á. Frábært fyrir þá sem hafa ekki komið sér af stað
– Krakkahjólaæfingar, fyrir krakka sem vilja hafa hjólreiðar sem sína íþrótt eða fyrir krakka sem æfa aðrar íþróttir en vilja bæta þolið og styrkinn með því að hjóla, alveg frjálst að mæta 1-3x í viku.
– VIP aðgangur í aðstöðu Hjólaþjálfunar, viltu æfa sjálf/ur og ráða tíma þínum algjörlega, hafa aðgang að hjóla- og styrktar aðstöðu Hjólaþjálfunar á öllum tímum þegar þér hentar.
– Mobility og teygju námskeið
– Styrktar þjálfun og fleira

Ef þú ert með spurningar, vertu þá endilega í sambandi við Maríu Ögn maria@hjolathjalfun.is eða 775 9902
Ps. Allar upplýsingar á heimasíðunni verða fullkomlega uppfærðar í síðastalagi 15 ágúst