Fyrir hverja

Alla sem vilja læra betur á fjallahjólið og kynnast flottum leiðum

María Ögn þjálfar byrjendur og Hafsteinn Ægir þá sem eru vanari

bicycle

Hvernig hjól

Fjallahjól – hvernig fjallahjól sem er

Verð

19.900.-

Næsta námskeið

Næsta námskeið
Ekkert námskeið er á döfunni

ATH ekkert námskeið á döfunni.
María Ögn þjálfari með byrjendur
Hafsteinn Ægir þjálfari með þá sem eru vanari á hjólinu
Skipt er í tvo getu hópa, þetta er því námskeið sem hentar þér og þinni getu, sama hvort þú sért byrjandi með Maríu eða aðeins vanari hjólari með Hafsteini.

Langar þig að kunna að nota fjallahjólið þitt rétt og kynnast öllum skemmtilegu fjallahjólaleiðunum sem eru í bakgarðinum hjá Höfðuborgasvæðinu?

Þegar þú ferð út á fjallahjólið, þá ertu að fara út að leika, þú getur alltaf prófað eitthvað sem þú hefðir aldrei haldið að þú myndir gera á hjólinu að þekkja svæðin í kring og kunna að nota hjólið almennilega utan malbiksins gerir upplifunina margfalt betri og þetta snýst um að taka töffarann með sér á hjólið.

Um námskeiðið
Námskeiðið snýst ekki um að hjóla einhverja fjölda kílómetra heldur er áherslan lögð á tæknina á hjólinu og að kynnast nýjum leiðum.

Meðal þess sem farið er yfir er

  • Tæknin á hjólinu – hjólafærni.
  • Grunnæfingar og réttur pedalasnúningur.
  • Stýra líkamanum rétt og læra á hjólið í ólíkum aðstæðum.
  • Hjóla upp og niður brekkur og í gegnum beygjur
  • Hvernig á að nota gírana rétt og tímasetja gírskiptingar.
  • Efla þor, hraða og öryggi á hjólinu.
  • Hvernig þeir sem stefna á ákveðnar keppnir geri það sem best.
  • Ýmis stór smáatriði og að koma sjálfum ykkur skemmtilega á óvart á fjallahjólinu.
  • Kynnast þessum helstu fjallahjólasvæðum sem eru í bakgarðinum hjá öllum sem búa á höfuðborgasvæðinu.
  • Farið yfir þær umgengnisreglur hjólreiðafólks á malarstígum, hestaslóðum osfv

Námskeið sem hentar vel fyrir ALLA þá sem hjóla, ekki bara fyrir algera byrjendur því það eru ólík atriði og fræði sem þátttakendur geta nýtt sér úr námskeiðinu til að bæta færni sína og kunnáttu á fjallahjólinu.
Skipt er í tvo getu hópa og því námskeið sem hentar þér og þinni getu, sama hvort þú sért byrjandi með Maríu eða vanari hjólari með Hafsteini.

Hvenær og hvar: Námskeiðið er fjögur skipti og því hjólað á fjórum mismunandi svæðum á höfuðborgarsvæðinu.
X = Öskjuhlíð (mæting við Háskóla Reykjavíkur)
X = Rauðavatn (mæting við Morgunblaðshúsið)
X = Hólmsheiði (mæting við Sæmundarskóla Grafarholti)
X = Hvaleyrarvatn (mæting á bílastæði við enda vatnsins)
Klukkan: X

Hvernig hjól: Öll hjól sem hægt er að hjóla á á möl. Námskeiðið gengur út frá því að hjólað sé á fjallahjóli, sem sagt á hjóli með allavega dempun að framan og munstruðum dekkjum, einnig mögulegt að mæta á cyclocross hjóli eða gravel hjóli. Þú þarft ekki sérstakan hlífðarbúnað annan en venjulegan hjólreiðahjálm, frekar en þú vilt. Hjólum svokallaðar „Cross country“ fjallahjólreiðar á þessu námskeiði.

Skráning: Þú svarar skráningaformi HÉR
Verð: 19.900.-
Greiðsla: Með millifærslu á reikn Heilsukvos slf: 0315-26-006202 kt: 620210 0480
Greiðsla: Í gegnum Aur eða Kass á símanúmer 775 9902

Greiðsla staðfestir skráningu.
Þú færð síðan póst frá okkur með öllum frekari og ýtarlegri upplýsingum hvar á að mæta og slíkt.
Ekki hika við að senda Maríu póst á maria@hjolathjalfun.is eða hringja í síma 775 9902 ef þú hefur einhverjar spurningar 🙂

Þjálfarar
María Ögn
7 faldur Bláalóns meistari
Er núverandi Íslandsmeistari í Fjallahjólreiðum 2020 og Íslandsmeistari í Cyclocross 2020
Á samtals 19 Íslandsmeistaratitla- auk bikarmeistaratitla í fjallahjólreiðum, maraþon fjallahjólreiðum, Cyclocross, fjallabruni og götuhjólreiðum.

Hafsteinn Ægir
Hafsteinn er í raun með doktorsgráðu í hjólreiðum og á það marga Íslands- og bikarmeistaratitla á árunum 2004 – 2019 að við getum ekki talið það, sko án gríns.
En við vitum að það haggar enginn Bláalóns sigurmetinu hans í bráð þar sem hann hefur 10 sinnum sigrað Bláalóns þrautina á fjallahjóli.

–Síðast uppfært 24. júní 2020–

Til baka