Götuhjólanámskeið – 2 skipti

Fyrir hverja

Alla sem hjóla, sama hvort þú sért byrjandi eða ekki

bicycle

Hvernig hjól

Götuhjól, hvernig hjól sem er, við hjólum bara á malbiki.

Verð

14.000 kr

Næsta námskeið

Næsta námskeið
Ekkert námskeið á döfunni

ATH, ekkert námskeið er á döfunni.
Langar þig að læra betur á götuhjólið þitt og svo margt um þessar heillandi götuhjólreiðar?

Það eru mörg stór smáatriði sem gott og nauðsynlegt er að kunna í hjólreiðunum, sama á hvernig hjóli þú ert. Markmið námskeiðisins er í raun að kenna þér að hjóla, að þú verðir öruggari með þig og öruggari gagnvart öðru í kring um þig á hjólinu og getir spurt gjörsamlega allra þeirra spurninga sem þig langar til.

Um námskeiðið

Námskeiðið snýst ekki um að hjóla einhverja fjölda kílómetra heldur er áherslan lögð á tæknina á hjólinu, fara yfir þessi atriði, spyrja spurninga og smá hjólatúr.

Meðal þess sem farið er yfir er

  • Tæknin á hjólinu – hjólafærni.
  • Grunnæfingar og réttur pedalasnúningur.
  • Rétt staða líkamans á hjólinu.
  • Hvernig skal beita sér í ólíkum aðstæðum.
  • Hjóla upp og niður brekkur.
  • Fara í beygjur, hringtorg o.s.frv.
  • Hvernig á að nota gírana rétt og tímasetja gírskiptingar.
  • Hvernig skal nota stýrið, sitjandi og standandi á hjólinu.
  • Að hjóla í hóp
  • Að hjóla í kjölsogi (drafting) að nýta skjól af öðrum á hjólinu
  • Farið yfir umferðareglur hjólreiðanna á götum og stígum umhverfisins, alþjóðlegar bendingar hjólreiðafólks og slíkt.
  • Læra að finna og þekkja góðar leiðir um borgina og persónulega í þínu hverfi.

Námskeið sem hentar vel fyrir ALLA þá sem hjóla, ekki bara fyrir byrjendur því það eru ólík atriði og fræði sem þátttakendur geta nýtt sér úr námskeiðinu til að bæta færni sína og kunnáttu í hjólreiðum.

Hvenær og hvar: Námskeiðið er tvö skipti 2 klst í senn
Fyrri dagur námskeiðis = Mæting á Rafstöðvaveg í Elliðaárdal
Seinni dagur námskeiðis = Mæting við Sjálandsskóla í Garðabæ
Skráðir fá sendan póst með öllum frekari upplýsingum fyrir hvern tíma.
Klukkan:
Námskeiðið er frá kl X – X

Hvernig hjól: Námskeiðið gengur út frá því að hjólað sé á götuhjóli (racer), cyclocross eða gravel hjóli (sem sagt hjól með hrútastýri) og því er einungis hjólað á malbiki. Einnig er að sjálfsögðu hægt að vera á götuhjólum með flötu stýri og sléttum dekkjum.
Ef þú kemst ekki í báða tímana á námskeiðinu: Þá getur þú mæst í þann tíma með næsta námskeiði.

Skráning: Þú svarar þessu skráningaformi hér SKRÁNING
Verð: 14.000.-
Greiðsla: Með millifærslu á reikn Heilsukvos slf: 0315-26-006202 kt: 620210 0480
Greiðsla: Í gegnum Aur eða Kass á símanúmer 775 9902

Greiðsla staðfestir skráningu.
Þú færð síðan póst frá Maríu með öllum frekari og ýtarlegri upplýsingum hvar á að mæta og slíkt.
Ekki hika við að senda Maríu póst á maria@hjolathjalfun.is eða hringja í síma 775 9902 ef þú hefur einhverjar spurningar 🙂

Þjálfari
María Ögn Hjólaþjálfari
Með 20 ára reynslu við þjálfun
Margfaldur Íslands- og bikarmeistari í götuhjólreiðum og öðrum greinum hjólreiða.

–Síðast uppfært 24. júní 2020–

Til baka