Af því að fólk er allskonar þá geri ég allskonar, verkefni hverrar viku eru margskonar hjá Hjólaþjálfun.

Síðasta vika hljómaði meðal annars sirka svona…

Hjólaþjálfarinn: Hópar sem tóku á því á trainer og ættu að vera tilbúin að fara út með hjólin í næstu viku eftir góðar æfingar inni í vetur.

Heilsuþjálfarinn: Heimsótti Batamiðstöðina á Klepp vegna væntanlegs heilsu verkefnis með stöðinni sem er komin á fullt með frábært starf sem var mögulegt vegna styrks. En minn síðasti fundur sem framkvæmdastóri WOW Cyclothon var að handsala loforð um 20 milljónir við Landspítalann í það verkefni í söfnuninni 2015.

Fundarstjórinn: Hitti hressar stelpur sem eru farnar að undirbúa sig undir Cyclothonið í júní, hittumst á fundi þar sem allar mögulegar og ómögulegar hliðar hjólreiða, þjálfunar og þátttöku keppninnar og annarra keppna var rætt.
Þjálfarinn: Þjálfaði fólk á strigaskónum í Laugardalnum þar sem var púlað og gerðar styrktaræfingar.

Fararstjórinn: Settist yfir Strava með Kollu Ragnars og Guðbjörgu og skipulögðum leiðir sem við ætlum að stelpa all hressilega með eðal stelpuhóp á Mallorca í maí, í ferð á vegum Úrval Útsýn.

Framkvæmdastjórinn: Tók stöðufund vegna KIA Gullhringsins sem haldinn verður á Laugarvatni 9 júlí, það er að ýmsu að huga ef flott á að vera.

Fyrirlesarinn: Hélt fyrirlestur um hjólreiðar, markmiðasetningu og þjálfun fyrir starfsfólk fyrirtækis sem vill heilsuefla starfsfólk sitt.

Skrifstofuvinnan: Drakk kaffi og hékk á facebook 😉

Þetta ásamt svo mörgum öðrum verkefnum er það sem ég geri hverja viku, allskonar námskeið, þjálfun og fræðsla er að fara í gang, allt og meira hér á síðunni á næstu dögum.

Eigið góða helgi gott fólk, hendið ykkur út á hjólið eða á skíðin með famelíunni og vinum, því þannig eru vorin…veturinn og sumarið í boði á sama tíma 🙂