Úti — Fjallabak, Hnappavellir og Svínafellsjökull

Í þriðja þætti sláumst við í för með Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu og Maríu Ögn Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og förum á fjallahjólum af Pokahrygg, meðfram Laufafelli, að Álftavatni og eftir Laugavegi í Hvannagil. Þetta er glæsileg hjólaleið um Friðland að Fjallabaki. Í síðari hluta þáttarins förum við með Helga Seljan og Ísgerði Gunnardóttur í klifurferð í Öræfasveit þar sem þau reyna fyrir sér í kletta- og ísklifri. Ævintýrið reyndi vel á og ekki komust allir alveg óskaddaðir frá þessum viðureignum.

Ferðaþættir í umsjá Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall þar sem þau fara með landsþekkta Íslendinga í svaðilför um ósnortna náttúru Íslands.

Hægt er að horfa á 3. þátt Vertu Úti – Hjól – hér

Nánar um leiðina og annað má finna á heimasíðunni vertuuti.is vertuuti.is – 3. sjónvarpsþáttur