Við erum að gera allt klárt fyrir nýtt hjólreiðaár!
Í æfingunum þá notum við september til að jafna okkur eftir hjólandi sumarið og gerum bara allskonar eftir veðri og fíling, tökum aðeins á því, tökum kaffibolla og félagslega hjólatúra, allt um það HÉR . Svona til að þyrsta svo enn frekar í æfingar vetursins og ný markmið.

Þessa vikuna 27 ágúst – 1 sept erum við að undirbúa hjólin og aðstöðuna fyrir átök næstu mánuða, hjólin okkar eru „venjuleg hjól“ með keðju og búnað sem þarf að þrífa og smyrja og tekur nokkra daga að yfirfara allar græjurnar og þrífa aðstöðuna hátt og lágt.
Erum einnig í tiltekt og að yfirfara allar upplýsingar hér á heimasíðunni fyrir komandi hjólatímabil 2019 – 2020.

Það má því í raun kalla þetta jólahreingerningu,  því oktober eru hálfgerð áramót hjólreiðanna, þá byrjar ballið!

👉 Allar upplýsingar um verð, tímatöflur, skipulag og upplýsingar um skráningar verður komið hér inn á síðuna 1. september.
Í september munum við svo bjóða í heimsókn og spjall, bjóða í prufutíma á hjólunum.

Við erum með eina einka hjólastúdíó landsins.
Bjóðum upp á fullkominn hjólasal með 41 power Icg8 hjólum, myndvarpa og allt sem þú þarft fyrir lyftingar, styrk, crossfit, liðleika eða mobility æfingar.
Þú getur…
👉 Leigt aðstöðuna privat fyrir vinnustaðinn eða vinahópinn.
👉 Tryggt þér VIP aðgang og æft sjálf/ur nákvæmlega þegar þér hentar allan sólahringinn.
👉 Verið með í þjálfuðu hópum Hjólaþjálfunar, sem eru…
– Æfingahópurinn, fyrir þá sem vilja taka á því og vera í góðu formi fyrir áskoranir, keppnir eða bæta daglegt þrek.
– Rólex klúbburinn, fyrir þá sem vilja mun rólegri nálgun á þjálfunina en Æfingahópurinn er í.
– Krakka hópurinn, fyrir 9-15 ára sem vilja auka þol og styrk með hjólreiðum t.d samhliða öðrum íþróttum.

Erum spennt fyrir nýju hjólreiðaári.
Hjólaþjálfun á Bíldshöfða 9 “Höfðinn”
maria@hjolathjalfun.is