Þetta er alveg helgin sem fólk gæti misst sig í áfengisruglinu, hellt ógætilega í sig sorgum, sigrum, spennu og spennufalli ‪#‎áframfótbolti‬ ‪#‎áframforseti‬ ‪#‎áframþúíþínumæfingum‬

Af hverju rauðrófusafi?
Skelltu í þig rauðrófusafa á hverjum degi, á morgnana og/eða 2 tímum fyrir æfingu. Jú, hann bragðast mögulega í fyrstu eins og mold en hann venst, virkar og er góður fyrir þig. Minn skammtur er sirka glúgg, glúgg, glúgg á stút 😀

Flestar rannsóknir á virkni rauðrófusafa hafa verið gerðar á atvinnumönnum í hjólreiðum, því þú þarft vissulega úthald vöðva í hjólreiðum. Það er nítratið sem við erum að sækjast eftir í rauðrófusafanum. Nítrat hefur æðavíkkandi áhrif, eykur blóðstreymi og þar af leiðandi veldur hraðari súrefnisflutning sem er nákvæmlega það sem íþróttamenn sækjast eftir. Bæði hjálpar það til á æfingu og í keppni en einnig til að hreinsa út þau eiturefni sem koma í vöðvana við álag. Virkni safans gerir það að verkum að þú getur farið í meira álag með þig á hjólinu og ert fljótari að jafna þig eftir æfingar og keppni. Sem er einhvað sem við þurfum, því lífeðlisfræðilega hægist á allri svona endurnýjandi líkamsstarfssemi eftir 27 ára aldur. Sorrý en það er satt 😉

Rauðrófusafinn er alfarið náttúrulegur nítrat gjafi en þessarri virkni hans má líkja við virkni Viagra og var notaður til forna eins og Viagra nú til dags. Þekkt er að Viagra hjálpi til við súrefnisflutning og víkkun æða og hafa íþróttamenn misnotað Viagra í þeim tilgangi, en Viagra er þó komið á bannlista lyfjaprófana.

Safinn hefur sýnt góða virkni fyrir annað en bara til íþrótta, hann hefur fljóta og góða virkni á jafnvægi blóðþrýstings, aukna súrefnisflæðið nær að sjálfsögðu líka til heilans sem eykur virkni hans. Einnig er vitað að rauðrófusafi hjálpar mikið til við að mýkja hægðir og þær stemmi sig af og verði réttari. Þær verða reyndar líka rauðar en það er bara töff 😉

Annað var það ekki
Skál í boðinu!